Mynd með færslu

Orð um bækur

Í þættinum Orð*um bækur er rætt rithöfunda og skáld, sagt frá nýjum og gömlum bókum, spjallað og spurst fyrir um rannsóknir á sviði bókmennta, kennslu bókmennta, dreifingu bókmennta. Það verður kafað ofan í undraheima flatneskju og fordóma og teygt sig eftir fjöðrum sem svífa og blýoddum sem bora sér djúpt.

Leikur af mikilli alvöru á þykkri bók

Fyrir réttum mánuði kom út mikið verk til íslenskrar menningarsögu á 20. öld, bókin Fulltrúi þess besta í bandarískri menningu – Orðspor Williams Faulkner á íslandi 1930 – 1960.
29.11.2021 - 23:14

Grafísk hönnun urðu örlög hennar

Það má segja „loksins, loksins“ þegar hugsað er til þess að nú skuli loksins vera komin út bók sem rekur feril Kristínar Þorkelsdóttur listmálara og grafísks hönnunar nánast frá upphafi þess fags á Íslandi og fram á þessa öld. Og ekki er síður...
22.11.2021 - 11:40

Grimm örlög, sterkar ástríður og þrá

Fyrir tæpum mánuði kom út skáldsagan Skuggi ástarinnar eftir kúrdíska rithöfundinn Mehmed Uzun í íslenskri þýðingu Einars Steins Valgarðssonar. Þetta er fyrsta bók Uzuns sem er þýdd yfir á íslensku en Uzun vakti árið 2005 mikla athygli þegar hann...
17.11.2021 - 09:00

Útópía er sleipt hugtak

Umfjöllun um mótsagnakennda femíníska útópíu bandaríska rithöfundarins Charlotte Perkins Gilman, sem leit dagsins ljós fyrir meira en öld síðan.

Nöturleg örlög afganskra sona

Sænski rithöfundurinn Elin Person fékk barna- og unglingabókaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir frumraun sína í vikunni. Bókin ber engin merki byrjendaverks segir Dagný Kristjánsdóttir bókmenntafræðingur.

Til hamingju Niviaq

2. nóvember 2021 var tilkynnt að Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs hefðu fallið hinni ungu og efnilegu grænlensku skáldkonu Niviaq Korneliussen í skaut fyrir átakanlega og framúrskarandi vel skrifaða skáldsögu hennar, Blomsterdalen.
03.11.2021 - 16:12

Þáttastjórnendur

jorunns's picture
Jórunn Sigurðardóttir

Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2021

Vesturfarar Álandseyja og amma í Færeyjum

Sjálfstjórnarsvæði Norðurlandanna, Grænland, Færeyjar, Samíska málsvæðið og Álandseyjar hafa eins og kunnugt er rétt til að tilnefna eitt verk til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs en ber ekki skylda til þess. Í ár kjósa öll sjálfstjórnarsvæðin...

Danir tilnefna bækur um lífið í hagkerfi kapitalismans

Danir tilnefna í ár tvö mjög ólík verk til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Bæði verkin gegnumlýsa samhengi manneskjunnar og samfélagsins, draga fram dulda þræði áhrifavalds hins kapitalíska hagkerfis í lífinu. Þetta eru ljóðabókin Mit...

Sænskar sögur um manneskjurnar á jaðrinum

Svíar tilnefna tvö tilraunakennd skáldverk til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 2021, smásagnasafnið Renheten eftir Andrzej Tichý og nóvelluna Strega eftir Johanne Lykke Holm. Bækurnar eiga það sameiginlegt að fjalla um brýn málefni,...

Barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2021

Bækur um mikilvægi hugarfarsins og ímyndunaraflsins

Báðar bækurnar sem Norðmenn tilnefna til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs að þessu sinni eru ætlaðar stálpuðum lesendum en þó ekki sama aldurshópnum. Báðar fjalla bækurnar um áföll og missi en við afar ólíkar aðstæður og er í...

Danir tilnefna bækur um heiminn núna og í framtíðinni

Danir tilnefna að þessu sinni bækur sem ættu að höfða til eldri lesenda á meðal barna og unglinga. Þetta eru annars vegar skáldsagan Vulkan um unglingsstúlku sem er að reyna að finna á ný traust til fólks og umhverfis eftir að hafa dvalið um hríð...

Finnar tilnefna bækur um að lifa saman eða í samkeppni

Finnar tilnefna alltaf eina bók á sænsku og aðra á finnsku til beggja bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Bækurnar sem að þessu sinni eru tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlaunanna eru annars vegar myndabók um lífið á jörðinni séð með...