Mynd með færslu

Menningin

Menningarþáttur þar sem fjallað er á snarpan og líflegan hátt um það sem efst er á baugi hverju sinni í menningar- og listalífinu, jafnt með innslögum, fréttaskýringum, gagnrýni, pistlum og umræðu. Umsjón: Bergsteinn Sigurðsson og Guðrún Sóley Gestsdóttir.

„Stefndi þangað alla ævi“

„Ég fæ oft svona æði fyrir einhverju. Fæ eitthvað á heilann og þá verð ég svolítið að fara í þá átt,“ segir Þórdís Erla Zoëga listamaður. Hún opnaði nýverið stúdíó á Grandanum og kynnir röð nýrra hagnýtra verka.
15.06.2020 - 15:49

Dansað á mörkum handverks og listar

Á sýningunni Efni:viður í Hafnarborg eru sýndir listgripir og nytjahlutir úr tré. Sýningin er upptaktur að Hönnunarmars sem verður hleypt af stokkunum í vikunni.
15.06.2020 - 14:55

Óritskoðuð Íslandssaga gegnum lógó og upphrópanir

Um 600 sérmerktum kaffibollum hefur verið stillt upp í sýningarrýminu Open við Grandagarð og mynda þeir þar brotakennda Íslandssögu síðustu 40 ára.
14.06.2020 - 15:17

Fyrsta bíófrumsýningin eftir samkomubann

Gamanmyndin Mentor er fyrsta íslenska bíómyndin - og raunar nýja bíómyndin almennt - sem verður frumsýnd eftir að samkomubanni lauk.

Þú hefur ekki lesið Njálu fyrr en þú lest hana upphátt

„Fólk sem kemst á ákveðinn aldur verður æst í að fara í fjallgöngur og Njáls saga er mín fjallganga,“ segir Ármann Jakobsson prófessor og rithöfundur sem les Njálu í heild sinni á Rás 1 næstu vikur.
12.06.2020 - 16:07

„Erum svolítið hissa á þessu“

„Það fóru allar hugmyndirnar út um gluggann og eitthvað annað gerðist sem við eiginlega sjálfir könnumst ekkert við,“ segir Helgi Þórsson sem nýverið opnaði sýningu í Gallerý Porti ásamt Steingrími Eyfjörð.
10.06.2020 - 10:13