Mynd með færslu

Markmannshanskarnir hans Alberts Camus

Dóp, heimspeki, Guð, vonbrigði, fagurfræði og furðufuglar - öllu þessu fáum við að kynnast þegar skyggnst er bak við tjöldin í heimi íþróttanna og íþróttamaðurinn og líf hans er skoðað frá öðru sjónarhorni en við gerum venjulega. Umsjón: Guðmundur Björn Þorbjörnsson.

Leitin að snillingi snillinganna

Píanó konsert númer 26 í D dúr er síður en svo eina verkið hvar Wolfgang Amadeus Mozart sleppir því að skrifa heilu og hálfu kaflana á nótnablaðið. Kannski sá hann fyrir sér að hann gæti sparað tíma með þessu; eða mögulega var hann bara latur. En...

„Hann potar skotunum stundum ofan í“

Árið 1984 mættust lið Maryland og North Carolina í bandaríska háskólaboltanum í körfubolta. Í liði North Carolina var Michael nokkur Jordan, en hann var enginn Michael Jordan þetta kvöld. Len Bias í liði Maryland, var Michael Jordan þetta kvöld....

Af hverju spila hommar ekki fótbolta?

Hvaða þýðingu myndi það hafa fyrir unga samkynhneigða karlkyns knattspyrnumenn, sem burðast inni í skápnum með kynhneigð sína, ef besti fótboltamaður heims kæmi út úr skápnum? Sá fallegasti, umtalaðasti og besti. Myndi það hjálpa ungum...

Féll á þorrablóti Íslendinga í London

„Ég get ekki kennt neinum um nema sjálfum mér. En maður hefur oft sagt, þetta helvítis þorrablót maður. Það var bara ekkert sem stoppaði mig. Litli karlinn á öxlinni stjórnaði öllu. Strax eftir þetta er ég kominn í harða neyslu," segir Ólafur...

Um fagurfræði kappleikjalýsinga

Hægt er að túlka íþróttir og miðla þeim áfram á ótal vegu og þótt það hljómi kannski undarlega, þá skiptir slík túlkun öllu máli. Því þótt þú vitir mætavel að Aníta Hinriksdóttir sé góður hlaupari, þá viltu að Sigurbjörn Árni Arngrímsson segi þér...