Mynd með færslu

Leynifélagið

Leynifélagsfundir eru haldnir fyrir alla krakka í hinum töfrandi Leynilundi þar sem drekinn Gilbert er húsvörður. Fundarstjórar eru Kristín Eva Þórhallsdóttir og Brynhildur Björnsdóttir.

Dagur rauða nefsins

Stefán Ingi Stefánsson kennir Gilbert að búa til rautt nef og spjallar við Brynhildi á meðan um dag rauða nefsins, veru sína í suður-Súdan á vegum Unicef og hvernig krakkar geta hjálpað öðrum krökkum. Leikin eru lög sem hafa komið út í tilefni af...
12.09.2014 - 19:47

Flottir fálkar

Leynifélagið forvitnast um íslenska fálkann á fundinum í kvöld.
08.09.2014 - 19:22

Heimsmeistari í feluleik

Gilbert dreki er nýkominn af heimsmeistaramótinu í feluleik þar sem lítil gekó eðla fór með sigur af hólmi. Hún faldi sig á milli laufa í trjánum sem umluktu leikvanginn og það tóks engum að finna hana. Kamelljón var í öðru sæti og rjúpa í þriðja.
06.09.2014 - 20:15

Eldspúandi jörð

Dansandi eldtungur leika í myrkrinu á meðan fundarstjórar Leynifélagsins leita skjóls í Leynilundi og fjalla um eldgos og eldfjöll.
04.09.2014 - 20:40

Drekinn býður Heiðu í heimsókn

Drekinn Gilbert sækir Heiðu Eiríksdóttur söngkonu með meiru og færir hana á Leynifélagsfund þar sem hún spjallar við Brynhildi um bernsku sína og tónlistina.
26.08.2014 - 17:18

Allir út að hjóla

Hjólaglaðir leynifélagar geta glaðst yfir Leynifélagsfundinum í kvöld því reiðhjól eru á dagskrá.
05.08.2014 - 00:00

Þáttastjórnendur

brynbj's picture
Brynhildur Björnsdóttir
kristineva's picture
Kristín Eva Þórhallsdóttir

Facebook