Mynd með færslu

Lestarklefinn

Umræður um menningu og listir. Umsjónarmenn eru Guðni Tómasson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Bergsteinn Sigurðsson og Anna Gyða Sigurgísladóttir.

Segir sviðsmynd Kötlu rosalega sannfærandi

Sigurður Reynir Gíslason, vísindamaður við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, segir að Baltasar Kormákur og starfslið hans hafi unnið mikið þrekvirki í Netflix-þáttaröðinni Kötlu.
28.06.2021 - 12:38

Lýjandi nautnalíf norskra plebba

Önnur þáttaröð Exit, um hömlulaust líferni norskra auðmanna, er innihaldsrýr en skemmtileg afþreying segja gestir Lestarklefans. „Þetta eru í grunninn þættir um plebba.“
23.03.2021 - 12:20

„Leikhús eins og það gerist best“

Ný uppsetning á barnasöngleiknum Benedikt búálfi í samkomuhúsi Akureyrar er því sem næst óaðfinnanleg, að mati Kristínar Þóru Kjartansdóttur staðarhaldara í menningarhúsinu Flóru.
18.03.2021 - 15:43

Hlaut áverka í andköfum yfir Gösta

Gösta, eftir Lukas Moodyson, eru átakanlega fyndnir gamanþættir um sænskt góðmenni sem má ekkert aumt sjá. „Hann Gösta er svo hræðilega góður, svo mikill „dumsnäll“. Það er svo hressandi að horfa á þátt um mann sem setur engin mörk,“ segir Rán...

„Það borðar enginn í Kringlunni í Alþingi“

Svanhildur Hólm, fyrrverandi aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar, segir af og frá að aðstoðarmenn séu með talhólf eins og Hrefna í Ráðherranum. Enn fremur myndi ekki nokkur þingmaður láta grípa sig að snæðingi í Kringlunni, setustofu Alþingis, eins...
18.11.2020 - 13:34

Skemmtilegt en stundum fyrirsjáanlegt skákdrama

Í Netflix-stuttseríunni Queens Gambit segir frá munaðarlausa skákundrabarninu Beth Harmon sem brýst til æðstu metorða í skákheiminum á sjöunda áratugnum. Gestir Lestarklefans segja þættina skemmtilega og áferðarfallega en á köflum sé handritið...
09.11.2020 - 14:32