Mynd með færslu

Jöklar í bókmenntum, listum og lífinu

Þáttaröð sem byggir á fyrirlestrum sem fluttir voru á ráðstefnunni Jöklar í bókmenntum, listum og lífinu sem haldin var af Rannsóknarsetri Háskóla Íslands á Höfn Í Hornafirði, Náttúrustofu Suðausturlands og Menningarmiðstöð Hornarfjarðar 28.-30. apríl 2017. Umsjón: Jórunn Sigurðardóttir.

Skáld gengur á jökul

Í skáldskap er hægt að ferðast hvert sem er, jafnvel hægt að fara í margra daga ferð um jökul án þess nokkru sinni að stíga fæti í mjöll eða á ís. Ljóð um slíka ferð verður þeim mun áhrifameira þegar einhver sem manni er annt um er raunverulega á...

„Mig langaði að skrifa skáldsögu um kindur“

„Það er auðvitað alveg ömurleg hugmynd að ætla að skrifa skáldsögu um kindur,“ segir Ófeigur Sigurðsson rithöfundur um aðdraganda skáldsögunnar Öræfi, „nema að um sé að ræða villikindur.“

Jökull, maður og myndavél

Þorvarður Árnason hefur verið forstöðumaður rannsóknarseturs Háskóla Íslands á Höfn í Hornafirði í rúman áratug. Á þessum tíma hefur hann ferðast um jökulheima Vatnajökuls, fangað útlit jöklanna og yfirbragð með myndavél sinni og þannig orðið...

Yfirþyrmandi fagur og lífshættulegur í senn

Í íslenskum skáldskap birtast jöklar ýmist með vábrestum og ógn eða að þeir eru yfirþyrmandi í fegurð sinni, sagði Soffía Auður Birgisdóttir í fyrirlestri sínum á ráðstefnunni Jöklar í bókmenntum, listum og lífinu.

Að dvelja í náttúrunni; að berjast gegn henni

Samband manns og náttúru í tveimur af öndvegisverkum íslenskra bókmennta á tuttugustu öld var umræðuefni fyrirlesturs Jóns Yngva Jóhannssonar bókmenntafræðings. Þetta eru Aðventa Gunnars Gunnarssonar og Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxnes og...

„ ... og silfurbláan Eyjafjallatind“

Líta má á jökla sem eins konar „erkitákn Íslands“ svo óhöndlanlegir og ólýsanlegir sem þessar hvítu óþekktu breiður og hrikalegir tindar lengst af voru. Það var heldur ekki fyrr en á sautjándu öld að farið var líta á ásýnd þeirra og form sem...