Mynd með færslu

Hvað í fjandanum á ég að kjósa?

Nýr þáttur fyrir ungt fólk með því markmiði að hvetja til sjálfstæðrar ákvörðunar í Alþingiskosningum 2017. Ingileif Friðriksdóttir fer af stað í vegferð til að finna út hvernig hún ver atkvæði sínu. Ingileif setur skipulega fram hvaða málefni skipta hana máli og hittir fulltrúa stjórnmálaflokkanna til að komast að því hverjir tikka í hennar box.

Þetta kaus Ingileif

„Hvað í fjandanum á ég að kjósa?“ spurði Ingileif Friðriksdóttir þegar kosningabaráttan hófst. Hún hefur síðustu vikur hitt forystumenn flokkanna og spurt þá út úr um stefnu þeirra til að hjálpa sér við að gera upp hug sinn. Hægt hefur verið að...

Oddviti Miðflokksins kemur á óvart í eldhúsinu

Þorsteinn Sæmundsson oddviti Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður hefur mikla ástríðu fyrir matargerð. Hann eldaði lunda og bauð upp á grafna hrefnu þegar hann hitti Ingileif Friðriksdóttur í nýjum þætti af Hvað í fjandanum á ég að kjósa?

Vonar að hann sé almennilegur kommúnisti

Þorvaldur Þorvaldsson, formaður Alþýðufylkingarinnar, er liðtækur tangódansari. Hann er viðmælandi dagsins í vefþáttunum Hvað í fjandanum á ég að kjósa?

Dró tvo ráðherra á dansgólfið á Kiki

Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, er viðmælandi í nýjum þætti af Hvað í fjandanum á ég að kjósa? Hanna og Ingileif hittust á hinsegin skemmtistaðnum Kiki og ræddu meðal annars hvenær Hanna kom út úr skápnum, en kona hennar er...

Katrín Jakobsdóttir öflug í spretthlaupi

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, er viðmælandi Ingileifar Friðriksdóttir í nýjum þætti af Hvað í fjandanum á ég að kjósa?

Fimleikadrottning Framsóknar tók heljarstökk

Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, er viðmælandinn í nýjum þætti af Hvað í fjandanum á ég að kjósa? Það eru ekki allir sem vita það en Lilja á sér áratuga langa sögu í fimleikum og var fimleikaþjálfari þar til nýlega.

Þáttastjórnendur

ingileif's picture
Ingileif Friðriksdóttir