Mynd með færslu

Hádegið

Hádegið er daglegur fréttaskýringaþáttur í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur. Fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.

Gagnrýnir skipulagsleysi á húsnæðismarkaði

Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir að nálgast þurfi húsnæðismarkaðinn með skipulagðari hætti. Hann segir Íslendinga eiga mjög erfitt með að horfa á heildarmyndina og meta heildarhagsmuni.
30.09.2021 - 15:26

Hvernig virka þessi blessuðu hraðpróf?

Svokölluð hraðpróf hafa verið í umræðunni undanfarið en nú hafa yfirvöld gefið grænt ljós á að þau megi fara alla leið ofan í nefholið á þeim sem vilja og þurfa. Íslendingar geta því brett upp ermar og byrjað að stunda sjálfsprófun af miklu kappi.
27.08.2021 - 13:40

Hvaðan koma eiginlega þessi tekjublöð?

Umfjöllun um tekjur Íslendinga hefur verið áberandi í fjölmiðlum undanfarna daga. Þar fer fremst í flokki hið rótgróna tekjublað Frjálsrar verslunar, þar sem tekjur 4.000 Íslendinga árið 2020 eru birtar. Í blaðinu er fólk flokkað eftir starfstitlum...
20.08.2021 - 13:42

Kynsegin og intersex höfðingi fundinn í Finnlandi

Áratugum saman hafa fornleifafræðingar rökrætt mikilvægi 900 ára gamallar grafar í Finnlandi sem geymir jarðneskar leifar manneskju, sem klædd er í kvenmannsföt en grafin með sverði karlkyns stríðsmanns.
12.08.2021 - 15:01

Af hverju er fólk að svitna yfir föstum vöxtum?

Seðlabankinn hækkaði stýrivexti í maí en hækkunin var sú fyrsta frá árinu 2018. Í kjölfarið hækkuðu bankarnir vexti húsnæðislána og fólk sem hefur gengið um í draumalandi sílækkandi breytilegra vaxta byrjaði að velta fyrir sér hvort það væri loksins...
08.07.2021 - 13:55

Af hverju eru allir og amma þeirra að kaupa hlutabréf?

Mikið hefur verið fjallað um hlutafjárútboð íslenskra fyrirtækja undanfarna mánuði. Síldarvinnslan reið á vaðið í maí og Íslandsbanki fylgdi í kjölfarið í júní. Hlutafjárútboði flugfélagsins Play lauk svo í síðustu viku og tölvuleikjaframleiðandinn...
01.07.2021 - 13:09

Þáttastjórnendur

Guðmundur Björn Þorbjörnsson
Katrín Ásmundsdóttir