Mynd með færslu

Geymt en ekki gleymt

Í hverjum er þætti er ein íslensk hljómplata til umfjöllunar. Íslenskir tónlistarmenn segja hlustendum sögurnar á bakvið lögin, frá sjálfum sér og allskyns sögur sem gaman er að heyra. Geymt en ekki gleymt – íslenskur þáttur um íslenska tónlist! Senda Frey póst

Rifu niður plaköt eftir slæma dóma

Þrátt fyrir vinsældir Amanita Muscaria með Lights on the Highway voru sumir gagnrýnendur ekki miklir aðdáendur. Verslanir treystu oft algjörlega á orð gagnrýnenda þannig að plaköt af hljómsveitinni voru rifin niður eftir að slæmur dómur birtist.
03.09.2021 - 10:54

„Sumir vilja meina að þetta sé klámvísa"

Írafár sló í gegn með fyrstu plötu sinni og mörg laganna nutu mikilla vinsælda. Eitt vinsælasta lag þeirra, Fingur, varð þó óvart nokkuð umdeilt og þeim var meðal annars meinað að spila það á skólaballi.
23.08.2021 - 07:25

Handjárnaðir í lögreglufylgd út í flugvél

„Þetta fannst sem sagt og það var agalegt vesen. Við vorum sendir í yfirheyrslu og handteknir á flugvellinum,“ segir Ragnar Páll Steinsson, bassaleikari Botnleðju, frá því þegar tveir liðsmenn Botnleðju voru teknir með rohypnol-töflur á flugvellinum...
16.08.2021 - 07:24

„Við vorum nokkuð prúðir strákar“

Á hápunkti frægðarinnar fór miklum sögum af villtu líferni Mínus-liða. Sjálfir segja þeir sögurnar hafa verið nokkuð ýktar þó svo að freistingarnar hafi verið allt í kringum þá. „Þess vegna er fengið sér og stundum aðeins of mikið. En þetta var...
11.08.2021 - 07:36

„Það var mikil ást í lífi mínu“

„Að sjálfsögðu samdi ég texta um hana. Þakkargjörð fyrir að hafa komið inn í mitt líf,“ segir Haukur Heiðar Hauksson söngvari hljómsveitarinnar Diktu um stærsta lag sveitarinnar, Thank you. Það fjallar um konu hans, Guðnýju Kjartansdóttur....
03.08.2021 - 14:58

„Að tengja hamingju við frægð er misskilningur“

„Þetta er ævintýri sem ég get varla rifjað upp án þess að tárast. Frægðardraumur minn, hann splundraðist bara,“ segir fyrrum vandræðaunglingurinn og poppstjarnan Þórunn Antonía. Þegar hún bjó í London var hún mjög góð vinkona söngkonunnar Amy...