Dagur í lífi þjóðar

Miðvikudaginn 30. september 2015 bauð RÚV landsmönnum að taka upp brot úr lífi sínu. Markmiðið var að búa til einskonar hversdags sinfóníu, svipmyndir af lífi fólksins í landinu á þessum tiltekna degi. Yfir tuttugu klukkustundir af efni bárust frá vel á þriðja hundrað manns hvaðanæva af landinu. Dagskrárgerð: Ásgrímur Sverrisson.