Mynd með færslu

Brot úr Morgunvaktinni

Umsjón: Jóhann Hlíðar Harðarsson, Björn Þór Sigbjörnsson og Vera Illugadóttir.

Hraðari púlsavirkni: Gýs átta sinnum á klukkustund

Púlsavirkni eldgossins í Fagradalsfjalli jókst mjög í nótt. Nú gýs upp úr gígnum átta sinnum á klukkustund.

Segir þjóðina súpa seyðið af hraðri opnun landamæra

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir að fjórða bylgja faraldursins sé skýr afleiðing þess að takmörkunum hafi verið aflétt hratt og landamærin opnuð, þvert á viðvaranir sóttvarnayfirvalda.

Allir sem fengu Janssen fá Pfizer fyrir 20. ágúst

Stefnt er að því að allir sem voru bólusettir með bóluefni Janssen á höfuðborgarsvæðinu hafi fengið örvunarskammt af Pfizer-bóluefninu fyrir 20. ágúst. Þetta sagði Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, á Morgunvaktinni á...

Fæðingartíðni í sögulegu lágmarki

Fæðingartíðni virðist hafa lækkað í heiminum eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á. Hún hefur lækkað stöðugt síðasta áratuginn og er í sögulegu lágmarki hér á landi. Þetta segir Ari Klængur Jónsson, doktor í félagsvísindum og mannfjöldatíðni, í...

Háskólinn á Akureyri hyggst bjóða upp á listnám

Háskólinn á Akureyri stefnir að því koma á fót listnámi við skólann á allra næstu árum. Hafin er fýsileikakönnun á því hvernig nám er hægt að bjóða og að henni lokinni verður boðað til málþings. Möguleiki er að því að Listaháskóli Íslands komið að...

Kynbundinn launamunur á ábyrgð stjórnenda

„Við verðum að setja upp kerfi sem gerir það að refsiverðu athæfi að sjá ekki til þess að kynbundinn launamunur sé ekki til staðar,“ segir Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri Sameykis, í viðtali á Morgunvaktinni á Rás 1. Konur með grunnháskólamenntun...