Mynd með færslu

Bíóást

Kvikmyndaunnendur segja okkur frá uppáhaldsmyndinni sinni.

„Konurnar sem þeir eru skotnir í eru líka með hrukkur“

Hallveig Rúnarsdóttir óperusöngkona sá kvikmyndina The Sting, eða Gildruna, í leikstjórn George Roy Hill fyrir akkúrat 24 árum þegar hún og maðurinn hennar voru nýbyrjuð að rugla saman reytum. „Við vorum auðvitað bara í ástarbrími þarna fyrst,“...

„Ég grét og grét og mamma og pabbi líka“

Foreldrar Maríu Reyndal leikstjóra skildu fjórum árum eftir að hún horfði á Kramer vs. Kramer með þeim. Myndin fjallar um skilnað og minnist hún þess að það hafi tekið á fyrir alla fjölskylduna að horfa á hana í bíó. Kramer vs. Kramer er í Bíóást í...

Forsetinn sem skildi eftir opið sár á þjóðarsálinni

„Þetta er ein af þeim myndum sem fjölmiðla- og stjórnmálanördar eins og ég bara bíða eftir,“ segir Karl Pétur Jónsson bæjarfulltrúi um kvikmyndina Frost Nixon. Myndin er í Bíóást í kvöld á RÚV.
31.10.2020 - 14:00

Vinkonurnar grétu sig í svefn yfir Rob Lowe

„Þessi mynd ásamt Breakfast Club og öðrum leiddu mig í gegn um unglingsárin,“ segir söngkonan Margrét Eir Hönnudóttir um kvikmyndina St. Elmo's Fire sem er sýnd í Bíóást á RÚV í kvöld.
24.10.2020 - 14:19

„Er þetta leikari eða alvöru górilla?“

„Það sem sat eftir í mér eftir myndina þegar ég sá hana fyrst var sorg,“ segir útvarps- og tónlistarkonan Valdís Eiríksdóttir um kvikmyndina Gorillas in the Mist sem sýnd verður í Bíóást á RÚV í kvöld.
17.10.2020 - 13:05

Einn af tindum 8. áratugarins sem hafði áhrif á Jóker

Kvikmyndin Taxi Driver eftir Martin Scorsese er ein helsta perlan frá síðari gullöld Hollywood, en myndmál hennar og andrúmsloft hefur haft ómæld áhrif á síðari tíma kvikmyndir, eins og til dæmis Joker. Taxi Driver verður sýnd í Bíóást á RÚV kl. 23...
10.10.2020 - 09:54