Færslur: Yrsa Þöll Gylfadóttir

Gagnrýni
Heildstæð mynd í broti úr tíma
Skáldsaga Yrsu Þallar Gylfadóttur, Strendingar, fjallar um venjulega fjölskyldu sem tekst á við venjulega, en um leið einstaka tilveru, segir Gauti Kristmannsson gagnrýnandi. „ Ekkert er dregið undan í þessum fyrstu persónu frásögnum, sem samanlagðar skapa heildstæða mynd í broti úr tíma.“
Móðurlífið blönduð tækni – Yrsa Þ. Gylfadóttir
„Þetta er saga um listina og listakonuna en líka fjölskylduna og minningar og allskonar væntingar okkar til hvers annars,“ segir Yrsa Þöll Gylfadóttir um skáldsögu sína Móðurlífið, blönduð tækni sem er bók vikunnar á Rás1.
Gagnrýni
Móðir fórnar fjölskyldunni fyrir listina
Í annarri skáldsögu Yrsu Þallar Gylfadóttur, Móðurlíf, blönduð tækni, er sagt frá Kamillu, dóttur Sirríar sem var róttækur framúrstefnulistamaður á síðari hluta 20. aldar en lést fyrir aldur fram.
Gagnrýni
Dansað út úr röðinni
„Með þessu þéttriðna neti um hlutverk listarinnar og fjölskyldunnar í lífinu hefur höfundi tekist að vekja áleitnar spurningar og samtímis fléttað þær saman í lesvæna og áhugaverða sögu um mannlega, ef ekki móðursýkislega, þrá manneskjunnar eftir viðurkenningu samfélagsins á fjölskyldu sinni og um leið sjálfri sér.“ Gauti Kristmannsson rýnir í nýjustu bók Yrsu Þallar Gylfadóttur, Móðurlífið, blönduð tækni.