Færslur: Youtube

Þriðjungur barna sér eftir færslum á samfélagsmiðlum
Rúmlega þriðjungur nemenda í grunn- og framhaldsskólum, á aldursbilinu 9-18 ára, sér eftir efni sem þau hafa deilt inni á samfélagsmiðlum.
Íhugar málssókn vegna sögusagna um kynleiðréttingu
Brigitte Macron eiginkona Frakklandsforseta ætlar að bregðast við samsæriskenningum þess efnis að hún hafi fæðst karlkyns og hafi farið í gegnum kynleiðréttingarferli.
Rússar hóta að loka fyrir YouTube
Fjarskiptaeftirlit Rússlands, Roskomnadzor hefur hótað að hindra aðgang að YouTube í landinu. Ástæðan er sú að YouTube hefur lokað fyrir tvær rásir rússnesku sjónvarpsstöðvarinnar RT (áður Russia Today) á þýsku. YouTube gaf þær skýringar á lokuninni að á rásunum hafi verið fluttar villandi fréttir um heimsfaraldurinn.
29.09.2021 - 09:12
Lokað á yfir milljón fölsk myndbönd
Myndbandavefurinn YouTube hefur fjarlægt yfir milljón myndbönd með fölskum upplýsingum um kórónuveirufaraldurinn af síðu sinni frá því hann hófst. Frá þessu greinir talsmaður vefsins í svari við fyrirspurn dönsku fréttaveitunnar Ritzau.
26.08.2021 - 04:23
YouTube bannar sjónvarpsstöð Murdoch vegna falsfrétta
Streymisveitan YouTube tilkynnti í dag að sjónvarpsstöðinni Sky News í Ástralíu verði bannað að hlaða efni inn á síðuna í eina viku, vegna falsfréttaflutnings af kórónuveirunni. 
01.08.2021 - 08:57
Landinn
Dansa fyrir Duchenne
„Þið vitið hvað er að fara að gerast, það er föstudagsfjör og við dönsum fyrir Duchenne!" Þannig hefjast yfirleitt dansmyndbönd sem Hulda Björk Svansdóttir tekur upp á hverjum föstudegi og dreifir á Youtube, Facebook og víðar. Hulda Björk og Ægir Þór, sonur hennar sem er með Duchenne-sjúkdóminn, fá þá hina og þessa til að dansa með sér til að vekja athygli á sjúkdómnum og baráttunni gegn honum.
Youtube slekkur tímabundið á Trump
Youtube bættist í nótt í hóp þeirra vefmiðla sem banna efni frá Donald Trump Bandaríkjaforseta. Forsetinn má ekki hlaða nýjum myndböndum inn á miðilinn næstu sjö daga vegna brota á reglum hans. Auk þess greinir Youtube frá áhyggjum sínum af mögulegu ofbeldi.
13.01.2021 - 06:55
Myndskeið
Þórólfur – ég hef elst um meira en 15 ár
Tveir, núll, tveir, núll drífðu þig út! Tveir, núll, tveir, núll, hvað varstu að spá? Svona hefst áramótalag sveitarinnar Vinir og vandamenn þar sem þeir kveðja árið sem er að líða og segja því að snauta á dyr. Meðal meðlima sveitarinnar er Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sem á einum stað í laginu syngur um að hann hafi elst um meira en 15 ár í ár.
YouTube bannar efni sem villir um fyrir kjósendum
YouTube ætlar að taka úr birtingu myndskeið sem hafa verið tekin úr samhengi eða breytt til þess að afvegaleiða kjósendur. Leslie Miller, einn af stjórnendum YouTube, greindi frá þessu í dag.
03.02.2020 - 21:09
Slímugur afi og Señorita meðal YouTube myndbanda ársins
YouTube hefur nú birt sitt árlega „spólum til baka“ myndband fyrir árið 2019. Að þessu sinni var farið yfir vinsælustu myndbönd veitunnar þetta árið eftir flokkum. Slímgerð með gömlum manni, brúðkaup PewDiePie og eggjakast eru meðal þeirra myndbanda sem nutu hvað mestra vinsælda á árinu sem er að líða.
12.12.2019 - 10:35
Hnotskurn: Boxbardagar Logans Paul og KSI
Á laugardag fór fram áhugaverður bardagi milli Youtube-stjarnanna Logans Paul og KSI. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem drengirnir mætast í boxhringnum því í ágúst í fyrra börðust þeir á einum stærsta viðburðinum í sögu Youtube. Jafntefli var niðurstaðan þar en þeir lofuðu að bardaginn yrði endurtekinn sem gerðist loksins núna um helgina. Hverjir eru Logan Paul og KSI og hvers vegna eru þeir að keppast um að lemja hvern annan?
12.11.2019 - 15:10
 · RÚV núll · rúv núll efni · Box · Youtube
YouTube í vandræðum með netsóða og barnaperra
Mörg spjót beinast að YouTube þessa dagana vegna þess að kerfi þess vísar fólki í sumum tilvikum á miður smekklegt efni. Ástæða þess er að svokölluð algrím sem eru hönnuð til þess að fólk horfi sem mest á miðilinn, hafa verið misnotuð af barnaperrum á þann hátt að saklaus heimamyndbönd af léttklæddum krökkum dúkka upp hjá fólki sem er að skoða t.d. tónlistarmyndbönd með kynferðislegu ívafi.
06.06.2019 - 10:45
Boxbardagi aldarinnar?
Einn stærsti viðburður YouTube í sögunni átti sér stað nú um helgina þegar YouTube stjörnurnar Logan Paul og KSI mættust í boxbardaga í Manchester sem milljónir manna horfðu á í beinni útsendingu.
28.08.2018 - 15:27
 · RÚV núll · rúv núll efni · Youtube · Box
Youtube fjarlægir drill-myndbönd
Youtube streymisveitan hefur fjarlægt hátt í 30 tónlistarmyndbönd frá fólki sem starfar í drill-tónlist. Talsmaður lögreglunnar í London segir að glæpagengi þar í landi noti myndböndin sem miðil til að hóta andstæðingum sínum.
29.05.2018 - 09:59
Faðir Aghdam varaði lögreglu við henni
Lögreglan í San Francisco hefur staðfest að tilkynning barst í gær um að kona væri í hefndarhug gagnvart YouTube. Síðar sama dag réðist sama kona, Nasim Najafi Aghdam, inn í húsagarð við höfuðstöðvar YouTube í San Bruno og skaut þrjár starfsmenn áður en hún skaut sig til bana.
04.04.2018 - 21:20
Vinsælast á samfélagsmiðlum 2017
Stærsti samfélagsmiðill heims árið 2017 var Facebook. Youtube kom þar á eftir, þá Instagram og í fjórða sæti Twitter. Við rýnum í vinsælustu notendurna og efnið á þessum miðlum á árinu sem leið.
02.01.2018 - 15:53
Poppy er stafrænt ópíum fólksins
Poppy, eða „Draumsóley“, er tónlistarkona og gjörningalistamaður, og afkvæmi internetsins. Hárið er aflitað, húðin eins og úr vaxi og augun förðuð til að virðast risastór. Með óhefðbundnum hætti hefur poppstirnið Poppy sigrað internetið aðeins 22 ára að aldri.
20.11.2017 - 15:15
Hvað er ASMR?
Í þættinum Víðsjá á Rás 1 var fjallað um fyrirbærið ASMR sem nýtur talsverðrar hylli á Youtube. Þar er hvíslað, strokið, krumpað og nuddað, allt til þess að kalla fram viðbrögð í mannslíkamanum. Hér má lesa umfjöllunina en þó aðallega hlusta á hana hér að ofan.
06.01.2016 - 10:48