Færslur: Yoshihide Suga

Japanska ríkið dælir gríðarmiklu fé í efnahagslífið
Fumio Kishida forsætisráðherra Japans tilkynnti í morgun þá fyrirætlan að örva efnahag landsins með sem nemur 490 milljörðum Bandaríkjadala.
19.11.2021 - 04:36
Japansþing kaus Kishida sem forsætisráðherra
Japansþing kaus Fumio Kishida, nýkjörinn formann Frjálslynda lýðræðisflokksins, sem forsætisráðherra landsins í dag.Hann tekur við af Yoshihide Suga sem var harðlega gagnrýndur vegna viðbragða við kórónuveirufaraldrinum.
Nýr leiðtogi stjórnarflokks Japans valinn á morgun
Nýr leiðtogi Frjálslynda lýðræðisflokksins, stjórnarflokksins í Japan, verður valinn annað kvöld, miðvikudagskvöld. Enginn fjögurra frambjóðenda er sagður hafa afgerandi forystu en líklegast þykir að annar tveggja karlmanna hafi betur.
29.09.2021 - 02:17
Kapphlaupið um arftaka Yoshihide að hefjast
Kapphlaupið um hver verður næsti forsætisráðherra Japans hefst á morgun.Tveir karlar og tvær konur sækjast eftir formennsku Frjálslynda lýðræðisflokksins, flokks Yoshihide Suga núverandi forsætisráðherra sem tilkynnti í síðasta mánuði að hann sæktist ekki eftir áframhaldandi formennsku.
17.09.2021 - 03:55
Suga forsætisráðherra hyggst hætta sem flokksformaður
Yoshihide Suga forsætisráðherra Japans tilkynnti í morgun að hann sæktist ekki eftir endurkjöri sem leiðtogi Frjálslynda lýðræðisflokksins síðar í mánuðinum.
Neyðarástand víða í Japan vegna COVID-19
Lýst var yfir neyðarástandi víða um Japan í gær þremur mánuðum áður en Ólympíuleikar eiga að hefjast í landinu. Meðal annars lýstu stjórnvöld yfir neyðarástandi í höfuðborginni Tókýó en þar eiga leikarnir að hefjast 23. júlí næstkomandi.
Suga boðar neyðarstig í Tókíó vegna COVID-19
Yoshihide Suga forsætisráðherra Japans boðar að lýst verði yfir neyðarástandi á Stór-Tókíósvæðinu vegna gríðarlegrar útbreiðslu kórónuveirusmita í þriðju bylgju faraldursins.
Suga nýr forsætisráðherra Japans
Japansþing kaus Yoshihide Suga sem nýjan forsætisráðherra í dag. Suga sem er sjötíu og eins árs hafði auðveldan sigur þar sem hann fékk 314 af 462 gildra atkvæða.
16.09.2020 - 02:23
Þrír keppast um að verða forsætisráðherra Japans
Tilkynnt var með formlegum hætti í morgun að þrír gæfu kost á sér í kjöri Frjálslynda demókrataflokksins á forsætisráðherraefni Japans.