Færslur: Wintris-málið

Bjarni: Ætlar að meta birtingu frekari gagna
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að hann ætli að meta þörfina fyrir frekari upplýsingagjöf varðandi tengsl hans við aflandsfélagið Falson & Co sem fjallað er um í Panamaskjölunum. Bjarni sagðist ætla að láta verkin tala en það yrði bara að koma í ljós hvernig það yrði gert.
14.04.2016 - 10:54
Umboðsmaður: Þingmanna að ráða leikreglunum
Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis telur ekki ástæðu til að hefja frumkvæðisathugun á máli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi forsætisráðherra. Wintris, félag í eigu eiginkonu Sigmundar, lýsti kröfum í þrotabú föllnu bankanna uppá rúman hálfan milljarð. Hann segir það vel kunna að vera að ganga þurfi lengra í hagsmunaskráningu þingmanna og ráðherra - það sé þó þingmanna að ráða leikreglum.
14.04.2016 - 09:53
Kristján spyr hvar þingrofsskjal Sigmundar sé
Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi til Sigurðar Inga Jóhannssonar, forsætisráðherra. Þar óskar hann eftir upplýsingum um hvort og þá hvar sé hægt að finna umdeilt þingrofsskjal sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, fór með á Bessastaði fyrir rúmri viku.
14.04.2016 - 07:04
Haust er teygjanlegt hugtak
Vart hefur það farið fram hjá neinum að þingmenn stjórnarflokkanna og stjórnarandstæðinga hafa deilt hart undanfarna daga. Stjórnarandstæðingar krefjast þess að fá nákvæma dagsetningu á því hvenær eigi að ganga til kosninga en forystumenn nýrrar ríkisstjórnar hafa sagt að kosið verði í haust. En hvað er haust? Hvenær hefst það og hvenær lýkur því?
13.04.2016 - 14:40
Grunur um skattaundanskot í þrjátíu tilfellum
Bryndís Kristjánsdóttir, skattrannsóknarstjóri, segir að embættið gruni eigendur þrjátíu aflandsfélaga um skattaundanskot. Þetta kom fram í máli hennar á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í morgun. Fjöldi mála séu til rannsóknar.
Birgitta: „Verið að hafa okkur að fíflum“
Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segist hafa komist að þeirri niðurstöðu að þrátt fyrir að Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, hafi lofað kosningum eftir þetta þing geti hún ekki treyst því - hann ráði í raun svo litlu. „Þessi atburðarás er hönnuð til að þjónka við Sjálfstæðisflokkinn og það verður allt reynt til að koma sér undan ábyrgð á því ástandi sem nú er í samfélaginu.“
13.04.2016 - 09:52
Stjórnarandstaðan fundar með forsætisráðherra
Formenn stjórnarandstöðuflokkanna eiga fund með Sigurði Inga Jóhannssyni, forsætisráðherra, klukkan níu í forsætisráðuneytinu. Þetta staðfestir Benedikt Sigurðsson, aðstoðarmaður forsætisráðherrra. Hann segir fundinn vera hugsaðan til þess að vera í talsambandi við stjórnarandstöðuna sem hefur krafist þess að ríkisstjórnin upplýsi nákvæmlega hvenær eigi að boða til kosninga í haust.
12.04.2016 - 08:39
Hvernig var talið fram?
Enn er óljóst hvernig fyrrverandi forsætisráðherra og eiginkona hans hafa talið Wintris fram til skatts, eins og þau segjast hafa gert. Félagið fellur ótvírætt undir lög um skattlagningu aflandsfélaga, þvert á orð ráðherrans, segir aðjúnkt í skattarétti.
11.04.2016 - 19:58
Ætlar að ferðast um landið og ræða við fólk
Sigmundur Davíð hyggst taka sér tíma til að vera í næði með konu sinni og barni. Eftir hvíld, ætlar hann að ferðast um landið og ræða við Framsóknarmenn.
11.04.2016 - 18:50
Fámennustu mótmælin til þessa
Fækkað hefur til muna í hópi þeirra sem mótmæla á Austurvelli í Reykjavík. Á sjötta tímanum í dag voru allt að þrjú hundruð manns þar, að mati lögreglunnar en skipuleggjendur andófsins telja að fjöldinn sé nær því að vera á bilinu fimm til sjö hundruð.
11.04.2016 - 18:24
Sigmundur Davíð farinn í ótímabundið leyfi
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur tekið sér ótímabundið leyfi frá þingstörfum. Þetta tilkynnti hann á þingflokksfundi Framsóknar sem lauk nú á fimmta tímanum.
11.04.2016 - 16:46
„Fínt fordæmi“ hjá Cameron að birta framtöl
Ákvörðun forsætisráðherra Bretlands um að birta skattframtöl sín er fínt fordæmi, segir Vigdís Hauksdóttir formaður fjárlaganefndar Alþingis. Hver og einn verði þó að meta hversu langt hann vill ganga. Hún fagnar áætlun þýskra stjórnvalda um alþjóðlega samvinnu gegn skattaskjólum.
11.04.2016 - 14:15
Þingmenn vilja lítið tjá sig um skoðun Karls
Páll Jóhann Pálsson, þingmaður Framsóknarflokksins, er ekki sammála skoðun Karls Garðarssonar um að flýta eigi flokksþingi flokksins svo forystan geti endurnýjað umboð sitt eftir umrót síðustu daga. Hann kveðst bera fullt traust til forystu flokksins og telur ekki að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson eigi að segja af sér þingmennsku. Willum Þór Þórsson telur óhjákvæmilegt að forysta flokksins sæki sér nýtt umboð. Aðrir þingmenn vildu bíða með að tjá sig þar til eftir þingflokksfund sem halda á í dag.
11.04.2016 - 09:20
Frosti: Sigmundur sagði ósatt
Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar og þingmaður Framsóknar, segir að trúnaðarbrestur hafi orðið þegar fyrrverandi forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, sagði ósátt í viðtali við sænska sjónvarpið. Það sé ekki boðlegt frekar en að leyna hagsmunum tengdra aðila.
10.04.2016 - 12:50
Íslendingar í Kaupmannahöfn efna til mótmæla
Íslendingar í Kaupmannahöfn taka nú þátt í mótmælum við sendiráð Íslands í borginni. Mótmælafundurinn hófst klukkan fjögur að staðartíma - klukkan tvö að íslenskum tíma. Boðað var til þeirra undir yfirskriftinni „Mótmælum öll! Samstaða við fólkið í landinu."
08.04.2016 - 14:52
Dómur sögunnar kann að verða mildur
Líkt og fjölmargir fréttamiðlar um allan heim, fjallar tímaritið Economist um uppljóstranir um afsögn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra. En á meðan flestir fréttamiðlar einblína á uppljóstranir um tengsl Sigmundar og annarra ráðherra í ríkisstjórninni, fjallar Economist um árangur ríkisstjórnar Sigmundar í efnhagsmálum.
08.04.2016 - 13:26
Svarar ekki hvort hann birtir skattaskýrslur
Fyrrverandi forsætisráðherra fullyrðir að allar skýrslur um félagið Wintris hafi verið birtar, en svarar því ekki hvort hann ætli sjálfur að birta skýrslur sem honum ber að skila íslenskum skattayfirvöldum.
08.04.2016 - 12:57
Vildi að skylt yrði að upplýsa um kröfuhafa
Lilja Mósesdóttir, fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna, og síðar utan flokka, segist hafa barist fyrir breytingum á lögum um ársreikninga, sem hefðu tryggt almenningi vitneskju um raunverulega kröfuhafa föllnu bankanna. Hefði þessi breyting verið samþykkt, hefði þurft að upplýsa um þá einstaklinga sem standi að baki kröfum í þrotabú bankanna.
08.04.2016 - 11:12
Skotsilfur í skattaskjólum - þátturinn í heild
RÚV sýndi í kvöld sænska sjónvarpsþáttinn Uppdrag Granskning þar sem sænska ríkissjónvarpið fjallar um Panamaskjölin svokölluðu. Uppistaðan í þættinum var undirbúningur Jóhannesar Kr. Kristjánssonar fyrir viðtal við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, um aflandsfélagið Wintris. Umfjöllunin varð til þess að Sigmundur sagði af sér og boðað hefur verið til þingkosninga í haust.
07.04.2016 - 23:15
Snowden vill að Bretar fari að fordæmi Íslands
Bandaríski uppljóstarinn Edward Snowden hvetur breskan almenning til að fara að fordæmi Íslendinga og mótmæla gegn David Cameron, forsætisráðherra Bretlands. Cameron er í erfiðri stöðu heimafyrir eftir að hafa viðurkennt að hann græddi á hlutabréfasölu í aflandsfyrirtæki sem faðir hans stofnaði.
07.04.2016 - 21:37
Segist ætla að tjá sig um forsetann síðar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, segist ætla að upplýsa það seinna hvað fór fram á milli hans og forseta Íslands á örlagaríkum fundi þeirra á Bessastöðum á þriðjudagsmorgun. Sigmundur upplýsti þó að forsetinn hefði ekki verið sammála því mati hans að aðeins tveir kostir væru í stöðunni og virst vilja kanna aðra möguleika.
07.04.2016 - 20:08
„Hvað getur þú sagt mér um félagið Wintris?“
„Mr. Prime minister. What can you tell me about a company called Wintris?“ Þessi hæverska en beitta spurning sænska sjónvarpsmannsins Svens Bergmans hjá fréttaskýringaþættinum Uppdrag Granskning hjá SVT er upphafið að einni ótrúlegustu atburðarás í íslenskri stjórnmálasögu. Ísland hefur síðan þá verið í kastljósi fjölmiðla um allan heim og í dag lauk þessum kafla, að hluta að minnsta kosti, þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði formlega af sér sem forsætisráðherra.
07.04.2016 - 18:18
Katrín segir kröfuna um kosningar eðlilega
Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, sagði kröfuna um kosningar strax eðlilegar í ljósi trúnaðarrofs og ríkisstjórnin ætti að staldra við og svara þessari kröfu með einföldu já-i. Hún sagði engar deilur vera um afnám gjaldeyrishafta eða heilbrigðismálin - það eina sem ríkisstjórnin virtist þurfa að vinna með væru búvörusamningarnir. „Ætla menn að búa til starfsstjórn um búvörusamning?“ spurði Katrín.
07.04.2016 - 12:03
Óttarr vildi að ríkisstjórnin bæðist afsökunar
Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, sagði óskiljanlegt að ríkisstjórnarflokkarnir hefðu ekki beðist afsökunar á því ástandi sem hefði verið í íslensku samfélagi eftir umfjöllun um Panama-skjölin. Hann spurði Sigurð Inga Jóhannsson, verðandi forsætisráðherra, hvort slík afsökunarbeiðni stæði ekki til en Sigurður Ingi svaraði þeirri spurningu ekki.
07.04.2016 - 11:37
Ríkisráðsfundir: Ný ríkisstjórn skipuð kl. 15
Gert er ráð fyrir að ríkisráðsfundir verði á Bessastöðum eftir hádegi. Þá muni Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, biðjast lausnar fyrir sig og sína ríkisstjórn og ný ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar verði skipuð. Þingfundur er á dagskrá Alþingis kl. 10:30.
07.04.2016 - 09:10