Færslur: William Morris

Morris og áhrif hans á Íslandi
„Því hefur alltaf verið haldið fram að Ísland hafi haft mikil áhrif á Morris en hann ekki haft mikil áhrif á samtíma sinn hér á landi,“ segir Guðmundur Oddur Magnússon, Goddur, um breska hönnuðinn, listamanninn, rithöfundinn og hugsjónamanninn William Morris. Verk Morris eru nú til sýnis á Kjarvalsstöðum en Goddur mun segja gestum frá forvitnilegum áhrifum Morris á íslenskar sjónlistir á fimmtudag.
Myndskeið
Hugmynd um gæði sem lifir áfram
Á Kjarvalsstöðum stendur yfir sýningin Alræði fegurðar. Þar má sjá verk breska hönnuðarins, skáldsins og róttæklingsins William Morris, sem kom tvisvar til Íslands á áttunda áratug 19. aldar.  
21.08.2019 - 14:05