Færslur: WIFT

Konur í kvikmyndagerð vilja svör frá menntamálaráðherra
Samtök kvenna í kvikmyndum og sjónvarpi vilja róttækar aðgerðir til að rétta af sláandi halla í iðnaðinum á Íslandi. Þær harma að ný kvikmyndastefna sem á að styðja við greinina til ársins 2030 taki ekki mið af jafnréttismálum. „Það er ekki í takt við tímann og rosalega sorglegt,“ segir Helena St. Magneudóttir fyrir hönd samtakanna. Þær hafa sent Lilju Alfreðsdóttur erindi þessa efnis.
21.10.2020 - 12:03
Stuttmyndin unnin eftir verðlaunahandriti
Munda, stuttmynd eftir Tinnu Hrafnsdóttur hefur verið valin til þáttöku á aðalkeppni stuttmynda á kvikmyndahátíðinni í Varsjá, en hátíðin er með þeim virtustu í heiminum og hefur verið haldin árlega frá árinu 1985. Bergþóra Snæbjörnsdóttir skrifaði handritið í kjölfar sigurs í handritasamkeppni WIFT árið 2014.