Færslur: WHO
Heimsglugginn: Fátæk ríki fá bóluefni
Gana fékk í gær fyrst ríkja bóluefni við kórónuveirunni í gegnum COVAX-samstarfið, sem á að tryggja fátækum ríkjum bóluefni óháð efnahag, þeim sem ekki hafa efni á því að kaupa bóluefni. Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir ræddu þessa áætlun og stöðu heimsfaraldursins við Boga Ágústsson í Heimsgluggaspjallinu.
25.02.2021 - 09:53
Sérfræðingar WHO skoðuðu Veirufræðistofnun Wuhan í dag
Sérfræðingahópur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, sem rannsakar nú upptök kórónuveirufaraldursins í Kína, heimsótti í dag Veirufræðistofnun Wuhan. Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, og háttsettir ráðamenn og embættismenn Trump-stjórnarinnar hafa haldið því statt og stöðugt fram, án rökstuðnings, að faraldurinn hafi átt upptök sín á rannsóknastofu innan stofnunarinnar.
04.02.2021 - 00:06
Palestínumenn fá bóluefni frá Ísraelum
Ísraelar hyggjast gefa heilbrigðisyfirvöldum í Palestínu 5.000 skammta af kórónuveirubóluefni sem nýta á til að bólusetja heilbrigðisstarfsfólk í Palestínu. Þetta verða fyrstu bólusetningarnar í Palestínu, en Ísrael er meðal þeirra landa þar sem hæsta hlutfall landsmanna hafa verið bólusettir.
31.01.2021 - 15:08
Ár liðið frá fyrsta dauðsfallinu af völdum COVID-19
Eitt ár er í dag liðið síðan tilkynnt var um fyrsta dauðsfallið af völdum COVID-19 í heiminum. Búist er við að hópur sérfræðinga á vegum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar komist til Wuhan í vikunni til að rannsaka uppruna veirunnar.
11.01.2021 - 19:35
WHO heldur til Kína næstkomandi fimmtudag
Hópur vísindamanna á vegum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) heldur til Kína á fimmtudag til að rannsaka uppruna heimsfaraldurs kórónuveirunnar.
11.01.2021 - 07:06
Kínversk yfirvöld hindra för fulltrúa WHO
Kínversk yfirvöld hindruðu í gær komu fulltrúa Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar inn í landið. Rökin eru þau að beiðni fulltrúanna um vegabréfsáritun hafi ekki verið afgreidd enn.
06.01.2021 - 04:15
Engum borgið fyrr en öllum er borgið
Um fátt annað er talað þessa dagana en bóluefni gegn COVID-19. Bóluefnið er líklega eina raunhæfa leiðin úr úr faraldrinum sem hefur haft áhrif á líf nær allra jarðarbúa á árinu. Um tvö hundruð bóluefni hafa verið í þróun og í haust fóru að berast fréttir af því að nokkur hefðu gefið góða raun. Sums staðar er annað hvort byrjað að bólusetja eða þá að slíkt ferli er á næsta leyti. En hvernig verður staða fátækustu ríkja heims í kapphlaupinu um bóluefnin?
12.12.2020 - 07:01
Evrópu bíða sex erfiðir mánuðir
Næstu sex mánuðir verða erfiðir fyrir lömd Evrópu. Þetta er mat Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO. Samkvæmt skrám stofnunarinnar létust meira en 29.000 Evrópubúar úr COVID-19 í síðustu viku, eða einn á 17 sekúndna fresti.
19.11.2020 - 22:20
WHO áætlar að allt að 10 prósent mannkyns hafi smitast
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, WHO, telur líklegt að hundruð milljóna manna hafi þegar smitast af kórónuveirunni sem veldur COVID-19, margfalt fleiri en þær rúmlega 35 milljónir sem smitast hafa, samkvæmt fyrirliggjandi gögnum. Mike Ryan, framkvæmdastjóri neyðaraðgerða hjá stofnuninni, greindi frá þessu á fundi framkvæmdastjórnar WHO í Genf í gær.
06.10.2020 - 03:32
Yfir 30 milljónir skráðra Covid-19 tilfella á heimsvísu
Skráð kórónuveirusmit í heiminum eru komin yfir 30 milljónir. Þetta sýna tölur frá Johns Hopkins háskólanum. Yfir 940 þúsund dauðsföll af völdum Covid-19 eru skráð síðan faraldurinn braust út í Kína seint á síðasta ári.
18.09.2020 - 02:51
Bjartsýnn að Covid-19 fari hraðar hjá en Spænska veikin
Mannkynið ætti að ná taumhaldi á kórónuveirufaraldrinum á skemmri tíma en þeim tveimur árum sem tók að ráða niðurlögum Spænsku veikinnar.
21.08.2020 - 18:07
Hvetur ríki heims til að taka þátt í COVAX
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin skrifaði til allra ríkja heims í dag og hvatti stjórnvöld sérhvers lands til að taka þátt í alþjóðlegu samstarfi um að tryggja bóluefni gegn COVID-19 sem kallast COVAX. Íslensk stjórnvöld hafa lýst yfir áhuga á að vera með í samstarfinu.
18.08.2020 - 14:41
Enn von í baráttunni gegn COVID-19
Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, segir að gera megi ráð fyrir því að í vikunni nái fjöldi COVID-19 smita í heiminum 20 milljónum og að dauðsföll verði samtals 750.000 frá upphafi heimsfaraldursins.
10.08.2020 - 16:50