Færslur: VR

VR og Efling
Greiðslur úr sjúkrasjóðum hafa hækkað mikið
Greiðslur úr súkrasjóðum tveggja stærstu stéttarfélaga landsins, VR og Eflingu, hafa aukist til muna í ár. Á fyrstu sjö mánuðum ársins hækkuðu greiðslur úr sjúkrasjóðum VR um 43 prósent miðað við sama tímabil í fyrra og hjá Eflingu nam sambærileg hækkun á greiðslu dagpeninga 39 prósentum á sama tíma.
04.10.2018 - 05:51
Sjúkrasjóður nálgast þolmörk vegna kulnunar
Sjúkrasjóður VR er kominn að þolmörkum vegna aukinnar kulnunar í starfi meðal félagsmanna. Formaður VR segir að kulnun sé alvarlegra vandamál en fólk geri sér almennt grein fyrir.
26.07.2018 - 19:25
Krefjast laga um leigufélög í kjaraviðræðum
Efling, VR og Verkalýðsfélags Akraness munu krefjast þess í komandi kjarasamningum að lög verði sett til að tryggja með afgerandi hætti réttindi leigutaka. Þetta segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Hún hefur rætt þessa kröfu við Vilhjálm Birgisson, formann Verkalýðsfélags Akraness, og Ragnar Þór Ingólfsson, formann VR.
30.04.2018 - 15:19
Segir byltingaröldu í verkalýðshreyfingunni
Byltingaralda virðist skekja verkalýðshreyfinguna um þessar mundir segir Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og vísar í auk VR og Eflingar í kosningar hjá Matvís, Félagi vélstjóra og málmtæknimanna og á Suðurnesjum. Tveir yfirlýstir stuðningsmenn Ragnars Þórs náðu kjöri í stjórn VR í gær.
14.03.2018 - 08:18
Kjaramál · Innlent · VR · ASÍ
„Hefði kannski viljað sjá meiri endurnýjun“
Fimm núverandi stjórnarmenn í VR náðu endurkjöri í stjórnarkosningum sem lauk í dag. Tveir yfirlýstir stuðningsmenn Ragnars Þór Ingólfssonar formanns VR eru nýir í stjórninni.
13.03.2018 - 15:16
Kjaramál · Innlent · VR
Vilja semja til eins árs
Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, segir tal formanns SA um kröfugerð upp á 20% launahækkun alls ekki eiga við um kröfugerð VR og landssambands íslenskra verzlunarmanna.
20.04.2015 - 12:49
  •