Færslur: vopnahlé

Forsætisráðherra Armeníu sakar Asera um óhæfuverk
Nikol Pashinyan, forsætisráðherra Armeníu, sakaði Asera um óumræðileg óhæfuverk í ræðu sinni á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær. Átök blossuðu upp milli ríkjanna í síðustu viku þar sem næstum 300 létu lífið.
Innrásin mistök en hverfandi líkur á skjótum friði
Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna er ekki bjartsýnn á að friður komist á í Úkraínu í bráð og Þýskalandskanslari segir Rússlandsforseta ekki átta sig á því enn, að innrásin í Úkraínu hafi verið mistök. Þessu lýstu þeir yfir eftir símtöl við Vladimír Pútín Rússlandsforseta.
Sjö særð eftir skotárás á strætisvagn í Jerúsalem
Sjö særðust þegar skotið var á strætisvagn í Jerúsalem í kvöld. Tveir eru alvarlega slasaðir. Ísraelsk löggæsluyfirvöld greindu frá þessu og sögðu árásarmannsins leitað.
14.08.2022 - 02:15
Zelensky Úkraínuforseti:
Ekkert vopnahlé á meðan rússneskur her er í Úkraínu
Vopnahléssamkomulag við Rússa sem felur ekki í sér brotthvarf rússneska hersins frá Úkraínu gerir ekki annað en að framlengja stríðið. Þetta segir Volodymyr Zelenskyi Úkraínuforseti í viðtali við bandaríska blaðið Wall Street Journal. Loftvarnaflautur glumdu um alla Úkraínu í nótt og héraðsstjórinn í Kírovhradhéraði í miðri Úkraínu fullyrðir að nokkur hafi farist og fleiri særst í eldflaugaárás á herflugvöll og járnbrautarmannvirki þar í morgun.
Hútar í Jemen íhuga framlengingu vopnahléssamnings
Uppreisnarmenn Húta í Jemen íhuga nú hvort þeir séu tilbúnir að framlengja vopnahléssamning þann sem Sameinuðu þjóðirnar komu á við stjórnvöld í landinu. Samningurinn tók gildi í byrjun apríl og var ætlað að gilda í tvo mánuði eða til 2. júní.
Mikið mannfall í loftárásum austanvert í Úkraínu
Loftárásir Rússa í austanverðri Úkraínu urðu 21 almennum borgara að bana í dag og hið minnsta 27 særðust. Um það bil mánuður er síðan jafnmargir almennir borgarar fórust á einum degi. Brottflutningur fólks úr Azov-stálverksmiðjunni í Mariupol hélt áfram í dag.
Zelensky krefst enn fundar með Pútín
Úkraínuforseti kallar enn eftir fundi með Rússlandsforseta. Hann gagnrýnir ennig þá fyrirætlan aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, að heimsækja Moskvu á þriðjudag áður en hann heldur til Kyiv.
Segir síðustu stundir hermanna í Mariupol upprunnar
Yfirmaður varnarliðs úkraínska hersins í hersetnu hafnarborginni Mariupol segir hinstu daga eða jafnvel klukkustundir hermanna hans vera að renna upp. Herliðið er innikróað í Azovstal málmverksmiðjunni sem er umkringd rússnesku herliði.
20.04.2022 - 03:20
Biden og Ramaphosa ræddu málefni Úkraínu
Cyril Ramaphosa, forseti Suður-Afríku og Joe Biden Bandaríkjaforseti ræddu saman í síma fyrr í dag, sólarhring eftir að fulltrúi Suður-Afríku sat hjá við atkvæðagreiðslu allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna um brottrekstur Rússa úr mannréttindaráðinu.
Forseti Jemen færir leiðtogaráði völd sín
Abedrabbo Mansour Hadi, forseti Jemen, tilkynnti í morgun að hann hefði myndað sérstakt ráð sem ætlað er að stjórna stríðshrjáðu landinu. Í sjónvarpsávarpi sagðist forsetinn færa ráðinu öll þau völd sem forseti áður hafði.
Vopnahlé hafið milli stríðandi fylkinga í Jemen
Stríðandi fylkingar í Jemen lögðu niður vopn sín í dag í fyrsta skipti síðan árið 2016. Tveggja mánaða vopnahléð er að undirlagi Sameinuðu þjóðanna en vonir standa til að nú sjái fyrir endann á langvinnri og blóðugri borgarastyrjöld í landinu.
02.04.2022 - 23:31
Hútar boða þriggja daga vopnahlé í Jemen
Leiðtogi uppreisnarmanna Húta í Jemen hefur boðað þriggja daga vopnahlé í átökum við fjölþjóðaherinn sem styður ríkisstjórn landsins. Hann gefur jafnvel í skyn að varanlegur friður kunni að vera í boði. Með skilyrðum.
Kuleba og Lavrov báðir komnir til Tyrklands
Dmytro Kuleba utanríkisráðherra Úkraínu er kominn til Tyrklands til friðarviðræðna við Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands.
Heita öruggri brottför frá Mariupol Kænugarði og Karkív
Samið hefur verið um að gera þriðju tilraunina til að flytja almenna borgara frá hinni umsetnu úkraínsku hafnarborg Mariupol og opna líka örugga flóttaleið fyrir almenning frá fleiri borgum, þar á meðal stórborgunum Kænugarði og Karkív, sem Rússar hafa sótt að af mikilli hörku í nótt.
Ekkert verður af vopnahléi í Panjshir-dal
Uppreisnarmenn í Panjshir-dal hétu í morgun að halda áfram baráttu við Talibana. Því verður ekkert af því vopnahléi sem þeir lögðu til í gærkvöld.
Uppreisnarmenn í Panjshir fara fram á vopnahlé
Uppreisnarmenn í Panjshir-dal í Afganistan hafa farið þess á leit við Talibana að vopnahléi verði komið á. Í gær tilkynntu þeir vilja sinn til þess en báðar fylkingar hafa staðhæft að þær hefðu yfirhöndina í átökunum.
Saadi sonur Muammars Gaddafi laus úr fangelsi
Saadi Gaddafi, sonur Muammars Gaddafi fyrrverandi leiðtoga Líbíu hefur verið látinn laus úr fangelsi í Trípólí-borg. Hann er talinn hafa yfirgefið landið umsvifalaust.
05.09.2021 - 23:48
Uppreisnarmenn vilja semja um vopnahlé við Talíbana
Enn standa hörð átök milli herliðs Talíbana og uppreisnarhersins um Panjshir-dal í Afganistan. Báðar fylkingar hafa sagt þær hafi yfirhöndina í átökunum, en uppreisnarmenn tilkynntu síðdegis þeir væru opnir fyrir því að semja um vopnahlé við Talíbana.
05.09.2021 - 18:24
Mannfall í átökum stríðandi fylkinga í Úkraínu
Úkraínskur hermaður og almennur borgari féllu í átökum milli hers landsins og sveita aðskilnaðarsinna hlynntum rússneskum stjórnvöldum. Átök hafa blossað upp að nýju í sumar.
11.08.2021 - 10:27
Eldflaugaárásir Hamas á Ísrael magnast
Ísraelskar herþotur réðust á skotmörk á Gaza síðastliðna nótt. Með atlögunni var brugðist við eldflaugaárás Hamas-liða á bæinn Sderot í suðurhluta Ísraels, rétt handan landamæranna. Eldflaugavarnir Ísraela stöðvuðu sex flaugar en ein sprakk á þaki húss í bænum án þess að manntjón yrði.
21.08.2020 - 17:55
Vopnahlé í Afganistan
Lýst hefur verið yfir þriggja daga vopnahléi í Afganistan. Þetta er í þriðja sinn á nítján árum sem það gerist og alltaf í tengslum við trúarhátíðir múslíma, að þessu sinni Eid al-Adha-hátíðina.
31.07.2020 - 03:29