Færslur: vök

Sunnudagssögur
„Ég var lasin í höfðinu í mörg ár eftir“
„Þar skeit ég á mig líka, ruglaði textum og svona. Geturðu ímyndað þér að vera í áttunda bekk og syngja fyrir framan framhaldsskólanema?“ segir tónlistarkonan Margrét Rán Magnúsdóttir um fyrstu reynslu sína af því að standa á sviði. Árið 2013 stofnaði hún hljómsveitina Vök, vann Músíktilraunir og hefur boltinn verið rúllandi alla tíð síðan. Hún hefur sigrast á sviðsskrekknum að mestu.
15.03.2022 - 08:54
Vök vekur verðskuldaða athygli
„Henni líður eins og hún sé að svíkja sjálfa sig og þekkir ekki lengur sjálfa sig en nær ekki að brjótast út úr þessari sjálfsköpuðu gildru,“ segir Margrét Rán Magnúsdóttir, forsprakki Vakar, um nýju smáskífu þeirra Skin. Sveitin sendi frá sér nýtt tónlistarmyndband á dögunum.
11.07.2021 - 14:00
Innlent · Menningarefni · Tónlist · vök · Skin
Vikan
GusGus og Vök í eina sæng
Hinar ástælu hljómsveitir GusGus og Vök hafa leitt hesta sína saman og gáfu nýverið út lagið Higher sem þau fluttu í Vikunni með Gísla Marteini.
13.11.2020 - 21:57
Gaman að sjá hvað Ísland tók vel í þessa plötu
Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna voru kunngjörðar með pompi og prakt í Kornhlöðunni í gær. Hljómsveitin Vök hlýtur flestar tilnefningar í ár eða alls átta talsins.
20.02.2020 - 15:36
Þau koma fram á Tónaflóði á Menningarnótt
Tónaflóð, árlegir stórtónleikar Rásar 2 á Menningarnótt, verður í beinni útsendingu á RÚV á laugardag frá Arnarhóli. ClubDub, Auður og GDRN hefja leik í boði RÚV núll og þeim fylgja eftir Vök, Valdimar og Hjaltalín. Sigga, Grétar og félagar í Stjórninni slá botninn í dagskrána.
23.08.2019 - 13:30
Ætla að muna að minnast ekki á Wham!
Hljómsveitin Vök gaf út hljómplötuna, In The Dark, fyrr í vor og síðan hefur hver smellurinn á fætur öðrum af þeirri frábæru plötu hljómað á öldum ljósvakans. Vök mun spila á Secret Solstice og hita upp fyrir stórsveitina Duran Duran á næstunni en staldrar fyrst við í Stúdíói 12.
22.06.2019 - 14:00
Myndskeið
Vök víkkar út hljóðheiminn
Aðdáendahópur hljómsveitarinnar Vakar hefur vaxið jafnt og þétt, ekki síst utan landssteinanna, frá því að hún vann í Músíktilraunum fyrir sex árum. Á dögunum hélt hún útgáfutónleika í tilefni af nýrri plötu sem nefnist In the dark.
08.04.2019 - 12:58
Keith Flint 1969 - 2019 og Vök
Keith Flint andlit og vörumerki The Prodigy er látinn. Hann tók sitt eigið líf.
10.03.2019 - 12:11
Vök í Vikunni
Hljómsveitin Vök kom í þáttinn Vikan með Gísla Marteini og flutti þar lagið Spend the Love.
08.03.2019 - 22:54
Gagnrýni
Dansað inn í ljósið
In the Dark er önnur breiðskífa Vakar og er hún til muna poppaðri en fyrirrennarinn, Figure. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í verkið sem er plata vikunnar á Rás 2.
Vök með draumkennt og dáleiðandi gæðapopp
Hljómsveitin Vök gefur út sína aðra breiðskífu, In The Dark, í dag og í kjölfarið nýtt myndband. Talsverð eftirvænting hefur verið eftir hljómplötunni en Vök hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir hvern smellinn á eftir öðrum upp á síðkastið.
01.03.2019 - 15:34
Editors og Vök
Í Konsert í kvöld förum við á tónleika með ensku sveitinni Editors í Lausanne í Hollandi og heyrum líka nokkur lög með Vök frá Iceland Airwaves 2017.
20.02.2019 - 12:56
Gagnrýni
Fjarrænt, fumlaust og feykisvalt
Vök gefur hér út sína fyrstu breiðskífu, Figure. Áfram er byggt á þessum stálkalda, stíliseraða hljóðheimi sem hefur verið í þróun undanfarin ár og er nýjasta fínpúsningin giska tilkomumikil. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í verkið sem er plata vikunnar á Rás 2.  
Vök - Figure
Plata vikunnar á Rás 2 er Figure frá hljómsveitinni Vök. Hljómsveitin Vök sendir frá sér sína fyrstu breiðskífu „Figure“ föstudaginn 28. apríl nk. Það er Record Records sem gefur út á Íslandi en hún kemur út á vegum Nettwerk sem sveitin gerði nýlega útgáfusamning við um útgáfu á plötunni á öðrum markaðssvæðum.
22.05.2017 - 19:26
Aldrei í kraftgalla - spilandi jötungrip!
Í Konsert kvöldsins heyrum við tónleika með Between Mountains, Hildi, Vök og Emmsjé Gauta frá Aldrei fór ég suður 2017.
04.05.2017 - 16:40
Mynd með færslu
Nýtt myndband frá Vök
Hljómsveitin Vök sem sigraði í Músíktilraunum árið 2013 sendi frá sér nýtt myndband í gær við lagið Waiting sem hefru hljómað reglulega á Rás 2 undanfarið, en myndbandið var frumsýnt á vef Stereogum í gær.
10.03.2016 - 12:30