Færslur: Vöggustofur

Ráðast í rannsókn á vöggustofum
Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag að nefnd þriggja óháðra sérfræðinga verði skipuð til að rannsaka starfsemi vöggustofa sem starfræktar voru í Reykjavík á síðustu öld. Árni H. Kristjánsson, sagnfræðingur og eitt barnanna sem voru vistuð á vöggustofu, fagnar ákvörðun borgarinnar og segir þetta sigur fyrir þá sem barist hafa fyrir rannsókn.
10.03.2022 - 15:24
Borgarráð samþykkir tillögu um athugun vöggustofanna
Borgarráð samþykkti í dag að verða við tillögu borgarstjóra að fara þess á leit við forsætisráðherra að fram fari almenn og heildstæð athugun á starfsemi Vöggustofunnar að Hlíðarenda og Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins. Þá verði aðrar vöggustofur á tilteknu árabili jafnframt athugaðar eftir atvikum.
22.07.2021 - 19:27