Færslur: Vistheimili

Myndskeið
Krefjast óháðrar rannsóknar 80 ár aftur í tímann
Geðhjálp og Landssamtökin Þroskahjálp hafa farið formlega fram á það við Alþingi að fram fari óháð rannsókn á aðbúnaði fatlaðs fólks og fólks með geðrænan vanda síðastliðin 80 ár. Tilefnið er fréttaflutningur af málefnum Arnarholts. Fjöldi fólks hefur haft samband við samtökin í kjölfar umfjöllunarinnar.
Formaður borgarráðs: „Við erum bara slegin“
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, segir að fulltrúar ráðsins séu slegnir yfir fréttum af vistheimilinu Arnarholti. Málið var rætt á fundi ráðsins í gær. Hún segir að til greina komi að ráðast í rannsókn á málinu.
Myndskeið
Forstöðumaður Arnarholts: „Ósóminn er varinn ofan frá“
Forstöðumaðurinn í Arnarholti sagði að mikill „sori“ hefði átt sér stað á heimilinu, í bréfi sem hann sendi Borgarspítalanum árið 1984. Hann varpaði ábyrgð meðal annars á yfirhjúkrunarmanninn og sagði að ósóminn væri „varinn ofan frá“. Þá gagnrýndi hann harðlega nefndina sem komst að þeirri niðurstöðu að ekkert þyrfti að gera í Arnarholti. Hann sagði að málið væri rannsóknarefni og spáði að það yrði blaðamál.
Auðskilið mál
Ill meðferð á fólki á Arnarholti kemur upp á yfirborðið
Farið var illa með fólk sem dvaldi á vistheimilinu Arnarholti allt til ársins 1971. Það var til dæmis látið vera í einangrun í litlum fangaklefa í margar vikur.
Myndskeið
Bannað að heimsækja Arnarholt eftir svarta skýrslu
Sjálfboðaliðahreyfing ungs fólks á sviði geðheilbrigðismála skrifaði svarta skýrslu um aðbúnað í Arnarholti árið 1969. Skýrslan barst stjórnendum í Arnarholti, sem í kjölfarið bönnuðu hópnum að heimsækja vistheimilið. Skýrslan var aldrei gerð opinber.
Myndskeið
Ætla að krefjast rannsóknar: „Svakalegar upplýsingar“
Vitnaleiðslur starfsfólks í Arnarholti verða nýttar til þess að krefjast þess að farið verði í allsherjarrannsókn á vistun fatlaðs fólks hér á landi, segir formaður Þroskahjálpar. Hún segir að upplýsingarnar sem komi fram í vitnaleiðslunum séu svakalegar, en fullyrðir að það sem átti sér stað í Arnarholti hafi einnig átt sér stað á öðrum vistheimilum. Gögn málsins fundust í skjalasafni Reykjavíkurborgar í dag, en trúnaður ríkir um þau í heila öld.
Viðtal
Ætla að skoða Arnarholt: „Alveg skelfilegar lýsingar“
Lýsingar starfsfólks í Arnarholti eru skelfilegar og nístandi, segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík. Hann segir að farið verði yfir málið og nauðsynlegt sé að kanna hvort rannsaka þurfi aðbúnað á fleiri vistheimilum. Ráðast verði í slíka skoðun, jafnvel þótt það geti reynst sársaukafullt.
Myndskeið
Lýstu frelsissviptingum og vanrækslu í vitnaleiðslum
Fársjúkt fólk sem dvaldi á vistheimilinu Arnarholti til 1971 var sett í einangrun í litlum fangaklefa vikum saman. Þetta kom fram í vitnaleiðslum yfir starfsfólki sem aldrei hafa komið fyrir sjónir almennings. Þar lýsti starfsfólk órannsökuðum andlátum vistmanna og vanrækslu sem leiddi til andláts. Nefnd sem skipuð var til að rannsaka málið komst að þeirri niðurstöðu að engra aðgerða væri þörf á heimilinu, en þrátt fyrir það var ákveðið á lokuðum fundum borgarstjórnar að grípa til aðgerða.
Tveir hópar fatlaðs fólks hafa ekki fengið bætur
Samtökin Þroskahjálp fagna því að stjórnvöld stefni að því að greiða 80-90 fötluðum einstaklingum sanngirnisbætur. Bryndís Snæbjörnsdóttir formaður Þroskahjálpar segir brýnt að samfélagið geri upp við fatlað fólk sem var vistað á stofnunum sem börn. Þó standi tveir hópar fatlaðs fólks út af, þeir sem voru vistaðir á stofnunum á fullorðinsaldri og þeir sem sættu illri meðferð í vistun á einkaheimilum. Nokkur hópur fólks hringi reglulega í Þroskahjálp og krefjist réttlætis.
05.03.2020 - 14:18
Vilja geta greitt sanngirnisbætur án langra rannsókna
Forsætisráðherra vill breyta lögum um sanngirnisbætur svo fólk sem vistað var á stofnunum fyrir fötluð börn geti fengið greiddar bætur án tímafrekrar rannsóknar á hverri og einni stofnun. Fyrri rannsóknir vistheimilanefndar þykja hafa leitt nægilega í ljós tíðaranda, viðhorf, uppbyggingu og starfsemi stofnana og hvað fór úrskeiðis til að ekki þurfi sérstaka rannsókn fyrir hverja þá stofnun og heimili sem ekki hefur verið rannsakað.
Viðtal
Bindur vonir við að fullorðnir fái bætur
Sú ákvörðun ríkisins að greiða fötluðum sem voru vistaðir sem börn á tilteknum vistheimilum er mjög jákvæð, að mati Bryndísar Snæbjörnsdóttur, formanns Þroskahjálpar. Að sama skapi eru það þó vonbrigði, að hennar mati, að ekki hafi verið tekin ákvörðun um að greiða fólki sem varð fyrir illri meðferð á fullorðinsaldri bætur, að sinni.
11.04.2019 - 21:05
Viðtal
Snýst ekki aðeins um bætur, líka viðurkenningu
Fatlaðir sem voru vistaðir sem börn á tilteknum vistheimilum fá greiddar sanngirnisbætur. Umsjónarmaður sanngirnisbóta, Halldór Þormar Halldórsson, segir að eðlilegt væri að greiða líka þeim sem voru vistaðir á fullorðinsaldri.
11.04.2019 - 18:19
Segir bréf Katrínar boða mikla réttarbót
Bréf Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til Þroskahjálpar boðar mikla réttarbót, að mati Gísla Tryggvasonar lögmanns Margrétar Estherar Erludóttur, sem hefur barist árangurslaust fyrir því að fá sanngirnisbætur vegna vanrækslu og illrar meðferðar á fósturheimilum í æsku.
11.04.2019 - 08:18
Verði að svara þeim sem sættu illri meðferð
Formaður Þroskahjálpar segir brýnt að stjórnvöld svari kröfu þeirra sem hafa sætt illri meðferð á vistheimilum. Forsætisráðherra hyggst hefja undirbúning að lagafrumvarpi vegna vistunar fatlaðra barna á stofnunum.
10.04.2019 - 19:29
  •