Færslur: Vísindavefur Háskóla Íslands

Lítil áhrif kollagens sem fæðubótarefnis
Vörur sem kenndar eru við kollagen hafa verið áberandi í auglýsingum með margs konar loforðum um heilsubót og fegurðarauka. Kollagen er selt sem fæðubótarefni en rannsóknir sýna að vörur unnar úr kollageni hafi ekki meiri heilsubætandi eiginleika en önnur prótínnæring.
Ákjósanlegt að omíkron útrými öðrum afbrigðum
Ákjósanlegt væri að omíkron-afbrigði kórónuveirunnar myndi útrýma öðrum afbrigðum veirunnar, en erfðafræðingur og prófessor við Háskóla Íslands telur það mögulegt vegna yfirburðastöðu afbrigðisins. Þó bendir hann einnig tvo aðra möguleika, það er að nokkur veiruafbrigði sveiflist í tíðni eða að til verði ný blendingsafbrigði, til dæmis blanda af omíkron og delta.
Bara má nota skyndigreiningarpróf sem mæla mótefnavaka
Aðeins verður heimilt að nota skyndigreiningarpróf sem mæla mótefnavaka eða antigen samkvæmt fyrirmælum embættis landlæknis sem heilbrigðisráðherra hefur birt í Stjórnartíðindum.
Efla þarf vitund um krabbameinshættu af völdum áfengis
Bindindissamtökin IOGT á Íslandi segja áfengisneyslu vera leiðandi áhættuþátt fyrir krabbamein en vitund almennings og viðbrögð og stefnu yfirvalda þar að lútandi sé enn ábótavant.
Lítið vitað um áhrif bóluefna á aldraða
Fátt er vitað um virkni þeirra 50 bóluefna sem nú eru í þróun við COVID-19 hjá hjá þeim sem eru aldraðir eða veikburða.
Getur klór í sundlaugum drepið COVID-19?
Athygli vakti er heilbrigðisráðherra, að ráðleggingu sóttvarnarlæknis, heimilaði opnun sundlauga í gær en líkamsræktarstöðvar verða áfram lokaðar. Smitrakningarteymið hefur greint frá því að sjöfalt fleiri COVID-19 smit megi rekja til líkamsræktarstöðva en sundlauga. Hefur klórinn í laugunum áhrif á veiruna?
Neanderdalsgen valda meiri COVID-einkennum
Erfðir frá neanderdalsmanninum hafa áhrif á einkenni COVID-19 á fólk. Ný rannsókn sýnir að fólk, sem er með tiltekna breytileika á svæði á litningi 3, fær alvarlegri sýkingu og einkenni en aðrir. Þetta svæði er talið vera komið frá neanderdalsmönnum. 
Hefði ekki trúað að til væri veira sem þessi
Vísindamenn geta breytt þekktum veirum. Þeir geta aftur á móti ekki búið til veiru frá grunni. Þetta segir Erna Magnúsdóttir, dósent í lífeinda- og líffærafræði við læknadeild HÍ. Erna segir að Novel coronavirus 2019-nCoV, kórónaveiran sem veldur COVID-19, sé það einstök að ekki hefði verið hægt að búa hana til úr annarri veiru á rannsóknarstofu. Hún segir að fyrir ári síðan hefði hún vart getað trúað því að til væri veira með þessa eiginleika.