Færslur: Virkjanir

Undirbúa lagasetningu vegna Bakka
Stjórnarráðið er að leita leiða til að komast hjá þeim vandamálum sem upp koma ef lagning háspennulína frá Þeistareykjavirkjun tefst eða verður bönnuð. Morgunblaðið greinir frá þessu í dag.
10.09.2016 - 03:54
Segir að rammaáætlun geti ekki skapað sátt
Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar, segir að grundvallarágreiningur sé um vinnubrögð verkefnastjórnar þriðja áfanga rammaáætlunar. Rammaáætlunin geti því ekki stuðlað að sátt um vernd og nýtingu landsvæða eins og lagt var upp með.
07.08.2016 - 15:13
Verkefnastjórn rammaáætlunar var í tímahraki
„Já, við upplifðum okkur vissulega í tímaþröng," segir Stefán Gíslason, formaður verkefnastjórnar þriðja áfanga rammaáætlunar. Hann segir að verkefnastjórnin hafi í raun bara haft eitt ár, í stað fjögurra, til að undirbúa skýrsluna sem verður grundvöllurinn að næsta áfanga rammaáætlunar.
06.08.2016 - 20:15
Finnst sjálfsagt að endurskoða 12 ára mat
„Okkur finnst algjörlega sjálfsagt að umhverfismat sem er tólf ára gamalt sé endurskoðað,“ segir Snorri Baldursson, formaður Landverndar. Samtökin eru meðal þeirra 39 sem sendu Skipulagsstofnun athugasemd um að gera skuli nýtt umhverfismat vegna Hvammsvirkjunar.
29.09.2015 - 12:44
39 athugasemdir vegna Hvammsvirkjunar
39 athugasemdir bárust Skipulagsstofnun um að gera eigi nýtt umhverfismat vegna Hvammsvirkjunar. Frestur til að skila inn athugasemdum rann út í gær.
29.09.2015 - 12:09
15 sent athugasemdir vegna Hvammsvirkjunar
Fimmtán manns hafa sent Skipulagsstofnun athugasemd um að gera eigi nýtt umhverfismat fyrir Hvammsvirkjun. Frestur til að senda inn athugasemdir vegna málsins rennur út í dag.
28.09.2015 - 16:40
100 manna vinnustaður á Þeistareykjum
Framkvæmdir við Þeistareykjavirkjun eru nú óðum að taka á sig mynd. Bygging stöðvarhúss virkjunarinnar er hafin og unnið er að uppsetningu vinnubúða fyrir 100 starfsmenn.
03.06.2015 - 14:22
  •