Færslur: Virkir morgnar

Vigdísarlagið fékk yfirhalningu
Það vakti mikla athygli fyrr í vikunni þegar hlustandi hringdi inn í Virka morgna og söng þar texta sem hún hafði samið við lag sem Íslendingar þekkja best sem jólalagið Jólin koma í flutningi Vilhjálms Vilhjálmssonar.
Andri og Sóli misþyrma Úlfi Úlfi
Andri Freyr og Sóli Hólm eiga það til að flytja fregnir af færð og ástandi í búningi þekktra dægurlaga. Í dag tóku þeir stórsmellinn Brennum allt sem hljómsveitin Úlfur Úlfur sendi frá sér á síðasta ári í félagi við rapparann norðlenska, Kött Grá Pjé.
06.01.2016 - 14:27
Skúli Mennski syngur Meiri snjó
Skúli Þórðarson, betur þekktur sem Skúli Mennski, kíkti á þá Andra og Sóla í morgun. Hann var í jólagír og taldi það ekki eftir sér að taka jólalag með þeim félögum. Vitanlega gátu Andri og Sóli ekki setið auðum höndum og tóku undir, hvort sem það hafi nú verið laginu til bóta eður ei.
10.12.2015 - 14:44
Virkir morgnar gera lífið litríkara
Eiríkur Jónsson í forsíður blaðanna, Unnur Arndísar, Jón Tryggvi og Skúli mennski um alþýðutónlistarhátíðina Bakkann, Karl Jörgensen og Lýðháskólinn, Víkingur Kristjánsson að vestan og Eivör Pálsdóttir á plötu vikunnar.
22.04.2015 - 09:03
Ukulele-ið kom henni yfir ástarsorg
Tónlistarkonan Harpa Fönn lenti í ástarsorg fyrir rúmu ári. Stuttu áður hafði hún keypt sér ukulele sem hún notaði til að semja ný lög og gera þannig upp sambandið.
24.03.2015 - 13:58