Færslur: Vinstrihreyfingin grænt framboð

Forval hjá Vinstri grænum í Suðvesturkjördæmi
Ákveðið var á fundi kjördæmisráðs Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi í gærkvöld að halda forvalsfund á mánudag og kjósa í sex efstu sæti framboðsliðsta flokksins. Flokkurinn stillir upp í flestum kjördæmum. Langflestir flokkarnir stilla upp á lista fyrir alþingiskosningarnar 28. október.
Langflestir stilla upp á framboðslista
Nær allir stjórnmálaflokkar ætla að stilla upp á framboðslista fyrir Alþingiskosningarnar 28. október. Forsvarsmenn flokkanna vísa margir hverjir í að það sé vegna tímasparnaðar því mjög stutt sé til kosninga. Píratar eru eini flokkurinn sem heldur prófkjör í öllum kjördæmum. Vinstri græn stilla upp í flestum kjördæmum en ekki er fullvíst að svo verði í Suðvesturkjördæmi. Það verður ákveðið á fundi kjördæmisráðs í Hafnarfirði í kvöld.
Sjálfstæðisflokkurinn efstur í borginni
Sjálfstæðisflokkurinn fær mestan stuðning í borginni í nýrri könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis, sem birt er á Vísi.is og í Fréttablaðinu í dag. Flokkurinn fengi rúman þriðjung atkvæða.
Umrót í stjórnmálum í vetur
Landslag stjórnmálanna gæti breyst mikið á næstu vikum og mánuðum því allir flokkar á Alþingi boða til landsfunda þar sem skerpt verður á stefnu þeirra og forystusveit kosin. Að minnsta kosti tveir nýir varaformenn verða kjörnir og einn stjórnarformaður.
Tíu hyggja á framboð til sveitarstjórna
Að minnsta kosti tíu stjórnmálaflokkar stefna að framboði fyrir borgarstjórnarkosningar í Reykjavík á næsta ári. Undirbúningur fyrir kosningarnar er víða hafinn.
Þroskandi að fara í fjárlög án ríkisstjórnar
„Ég óttast að þjóðstjórnarmynstrið væri ekki gagnlegt því það þýðir að við myndum ekki gera neitt. Þá er betra að kjósa aftur eða setja utanþingsstjórn,“ sagði Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, eftir að ljóst varð að ekki yrði af formlegum stjórnarmyndunarviðræðum undir hennar stjórn. Hún hyggst skila stjórnarmyndunarumboðinu til forseta klukkan 17.
90 prósent líkur á nýrri stjórn í næstu viku
Birgitta Jónsdóttir þingflokksformaður Pírata er bjartsýn á að ný ríkisstjórn verði mynduð fyrir lok næstu viku. Hún var meðal gesta í Vikunni með Gísla Marteini í kvöld. Aðspurð um gang viðræðna þeirra fimm flokka sem nú ræða saman í umboði Pírata sagði Birgitta að hún telji um 90 prósent líkur á því að ný ríkisstjórn verði mynduð fyrir næsta föstudag.
Fjórflokkurinn raunhæfur möguleiki
Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna, Samfylkingar og Framsóknarflokks er orðinn raunhæfur möguleiki, þrátt fyrir yfirlýsingar um útilokanir um samstarf. Þegar fólk og flokkar hafa reynt að ná saman um málefni í einhvern tíma, lækkar þröskuldurinn og líklegra er að menn nái saman. Þá þarf frekar að sætta sig við hluti sem ekki þóttu fýsilegir í byrjun. Þetta segir Birgir Guðmundsson, dósent í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri.
Samfylkingin til í stjórn
Samfylkingin er til í að taka þátt í fimm flokka stjórn, segir Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Hann segir að ef málefni sem flokkurinn leggur áherslu á fá inni í slíku samstarfi sé flokkurinn til í stjórnarsamstarf. Logi var fyrsti formaðurinn sem Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri-grænna, ræddi við í morgun. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, og Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, mættu á fund hennar klukkan hálf tólf.
Leita fundarstaðar fyrir stjórnarmyndun
Fundi þingflokks Vinstri-grænna um næstu skref eftir að Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksins, fékk stjórnarmyndunarumboð er lokið. Framhaldið verður eins og Katrín kynnti á Bessastöðum í dag. Hún hittir forystumenn annarra flokka á morgun. Ekki er ljóst hvar þeir fundir verða haldnir. Framkvæmdir standa yfir í Alþingishúsinu og hávaðinn þar er slíkur að hann getur truflað fundahöld.
„Þetta er talsvert úrlausnarefni“
„Þessi staða er búin að vera flókin allan tímann. Þetta er talsvert úrlausnarefni,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri-grænna, á tröppum Bessastaða þegar hún kom til fundar við Guðna Th. Jóhannesson forseta. Hún sagðist ekki vera búin að undirbúa sig sérstaklega fyrir daginn og sagði fátt um hvað væri í vændum.
Katrín: Skýrðist hvað ber í milli
„Við vorum í raun og veru bara að hittast og fara yfir þessar stóru línur,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri-grænna, að loknum fundi hennar og Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins. „Þetta voru mjög áhugaverðar rökræður. Ég veit ekki hvort þær leiddu margt í ljós.“ Hún segir niðurstöðu fundarins ekki aðra en þá að það hafi skýrst hvað beri í milli hjá flokkunum tveimur. Hvorugt bauð hinu til stjórnarmyndunarviðræðna.
Fundur Katrínar og Bjarna hafinn
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri-grænna, kom til fundar við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í Reykjavík klukkan tíu. Hún er fyrsti forsvarsmaður stjórnarandstöðuflokka sem hann hittir í dag eftir að hann fékk umboð til stjórnarmyndunar í gær. Gert er ráð fyrir að fundurinn standi í klukkustund.
Vill fimm flokka stjórn frá vinstri
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, segist hafa upplýst forseta um það að hún vilji leiða fimm flokka ríkisstjórn frá miðju vinstri. Það sé hennar fyrsta val. Katrín gaf lítið uppi um viðbrögð forseta í samtali við fréttamenn á Bessastöðum að loknum fundi.
Katrín komin á fund forseta
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, er komin á fund forseta Íslands, sem ræðir við forystumenn stjórnmálaflokkanna í dag til að ákveða hverjum skuli falið stjórnarumboðið. Katrín ræddi stuttlega við blaðamenn við komuna á Bessastaði en sagðist frekar vilja ræða við þá eftir fundinn.
Gætu varið minnihlutastjórn falli
Róbert Marshall, fráfarandi þingmaður Bjartrar framtíðar, telur hvorki Bjarta framtíð né Samfylkingu hafa fylgi sem geti skilað þeim í ríkisstjórn. Flokkarnir geti hinsvegar varið minnihlutastjórn Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna falli. Willum Þór Þórsson, fráfarandi þingmanni Framsóknar lýst betur á sterkan meirihluta Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Framsóknarflokksins. 
Fjórir bæta við sig miklu fylgi
Sjálfstæðisflokkurinn hefur endurheimt sína fyrri stöðu sem áberandi stærsti stjórnmálaflokkur landsins, eins og staðan er þegar þriðjungur atkvæða hefur verið talinn. Þrír flokkar bæta þó við sig meira fylgi frá síðustu kosningum, enginn meira en Viðreisn sem bauð fram í fyrsta skipti og er með um tíu prósent atkvæða.
Afhroð hjá Samfylkingu og Framsóknarflokki
Bæði Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn fá verstu kosningaútkomu sögu sinnar miðað við stöðuna eins og hún er þegar 29 prósent atkvæða hafa verið talin. Samfylkingin fær nú aðeins um fimmtung þess fylgis sem hún fékk í kosningunum 2009. Framsóknarflokkurinn missir um sextíu prósent af fylgi sínu frá síðustu þingkosningum.
Ólík sýn á veiðigjöld
Stjórnarandstæðingar töluðu fyrir aukinni gjaldtöku af sjávarútvegi meðan formenn stjórnarflokkanna vöruðu við því í leiðtogaumræðum RÚV. Formenn Samfylkingarinnar og Viðreisnar hvöttu til uppboðs á veiðiheimildum meðan forsætisráðherra sagði að allar þær þjóðir sem hefðu reynt slíkt hefðu horfið frá þeirri leið.
Ekkert svar um ráðherradóm Sigmundar
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra, svaraði því ekki hvort til greina kæmi að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, yrði ráðherra að loknum kosninga. Sigurður Ingi var spurður út í þetta í lok kappræðna leiðtoga stjórnmálaflokkanna á RÚV í kvöld. Hann sagði að fyrst þyrfti að kjósa og telja atkvæðin áður en hægt væri að svara því hvort Sigmundur Davíð yrði ráðherraefni eða ekki.
Svipmyndir frá leiðtogaumræðum
Hart var tekist á um stjórnarskrárbreytingar í kappræðum leiðtoga stjórnmálaflokkanna á RÚV í kvöld. Stjórnarandstæðingar lögðu flestir áherslu á að breyta þyrfti stjórnarskrá og fara að niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fór 2012. Stjórnarliðar vöruðu hins vegar við miklum breytingum á stjórnarskrá. Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, benti á að stjórnvöld í Venesúela hefðu ítrekað breytt stjórnarskrá og þar væri verðbólgan 2.200 prósent.
Tímamótavalkostur eða ekkert nema loft
Leiðtogar stjórnarandstöðuflokkanna fjögurra sögðu viðræður sínar um stjórnarmyndun eftir kosningar marka tímamót með því að gefa kjósendum hugmynd um hvaða ríkisstjórn tæki við eftir kosningar. Forystumenn ríkisstjórnarflokkanna sögðu ekkert nema loft hafa komið út úr viðræðunum og þrátt fyrir loforð um slíkt hefðu engin málefni verið kynnt.
Lýsa yfir vilja til ríkisstjórnarsamstarfs
Stjórnarandstöðuflokkarnir, Píratar, Vinstri græn, Björt framtíð og Samfylkingin lýsa yfir vilja til ríkisstjórnarsamstarfs að loknum kosningum fái þeir meirihlutaumboð kjósenda til þess. Þetta kom fram eftir fund þeirra á Lækjarbrekku í morgun.
Ruglandi bókstafir miðað við flokkaheiti
B fyrir Bjarta framtíð? F fyrir Framsóknarflokkinn? S fyrir Sjálfstæðisflokkinn? V fyrir Viðreisn? Nei, alls ekki. Listabókstafir fyrir Alþingiskosningarnar geta verið villandi. Sumir bókstafirnir eru eins og fyrsti bókstafurinn í nafni stjórnmálaflokksins. Fleiri bókstafir eiga þó ekkert skylt við nafn stjórnmálaflokksins og tilheyra jafnvel öðrum flokkum.
Látinn maður á framboðslista
Jónsteinn Haraldsson verður á lista Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi suður fyrir komandi alþingiskosningar. Hann lést 18. október síðastliðinn, fjórum dögum eftir að flokkurinn skilaði inn framboðslista. Jónsteinn var 92 ára. Jónsteinn verður áfram í 22. sæti listans, heiðurssæti, þrátt fyrir andlátið. Að sögn talsmanns Vinstri grænna óskuðu aðstandendur eftir því að hann yrði áfram á lista og varð flokkurinn við þeirri beiðni.