Færslur: vinsældalistar

Útvarpsfrétt
Kate Bush hleypur upp á topp vinsældalista
Lagið Running up that hill, með söngkonunni Kate Bush, hefur gengið í endurnýjun lífdaga eftir að hafa hljómað í nýjustu þáttaröð sjónvarpsþáttanna vinsælu, Stranger Things. Lagið er á toppi vinsældalista um allan heim, 37 árum eftir að það kom út. Bush sagði í morgun að athyglin sem lagið fær um þessar mundir væri makalaus.
22.06.2022 - 12:34
Söngvarinn B.J. Thomas látinn
Bandaríski söngvarinn B.J. Thomas er látinn 78 ára að aldri. Íslendingar kannast sennilega helst við hann fyrir að syngja lagið Raindrops Keep Fallin' on My Head, úr vestranum Butch Cassidy and the Sundance Kid frá 1969.