Færslur: Vinnumarkaðurinn

Sjónvarpsfrétt
Hættuástand á vinnumarkaði
Hættuástand er að skapast á vinnumarkaði þegar gríðarleg þörf er á vinnuafli og hingað streyma erlendir starfsmenn sem ekki þekkja réttindi sín. Þetta segir forseti ASÍ og telur að efla þurfi allt eftirlit, staðan sé óboðleg.
18.07.2022 - 23:31
25 Úkraínumenn komnir með atvinnuleyfi
Vinnumálastofnun hefur gefið út 25 leyfi til fólks frá Úkraínu sem sótt hefur um alþjóðlega vernd hér á landi. Forstjórinn segir að fyrirspurnum fjölgi og líklegt sé að spár um minnkandi atvinnuleysi milli mánaða gangi eftir. Horfurnar á vinnumarkaði í sumar eru góðar.
Spegillinn
Versnandi fjárhagsstaða mikið áhyggjuefni
Tæplega þriðjungur vinnandi fólks glímir við erfiða fjárhagsstöðu og á erfitt með að ná endum saman, samkvæmt nýrri könnun sem Varða – Rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins framkvæmdi nýverið. Könnunin var lögð fyrir um 150 þúsund félagsmenn ASÍ og BSRB í lok nóvember og byrjun desember 2021. Svarhlutfallið 5,8% eða 8.768 manns. 
Fjöldi lausra starfa til marks um bata atvinnulífsins
Forstjóri Vinnumálastofnunar segir tölur Hagstofunnar um laus störf á þriðja ársfjórðungi sýna batamerki í atvinnulífinu. Forseti ASÍ tekur undir það og segir áríðandi að vanda til verka við ráðningar og horfa til langtímaatvinnulausra varðandi lausnir.
Um 10.900 manns atvinnulausir í síðasta mánuði
Um 211.600 manns voru á vinnumarkaði í síðasta mánuði. Af þeim voru um 200.800 starfandi, eða 75,8 prósent af vinnuaflinu, og um 10.900 atvinnulausir og í atvinnuleit, eða um 5,5 prósent af vinnuaflinu. Þetta kemur fram í nýrri hagsjá Landsbankans.
24.09.2021 - 09:45
Íslenskir karlar vinna 12% lengri vinnuviku en konur
Munur á vinnutíma karla og kvenna í fullu starfi er mestur á Íslandi af öllum löndum OECD. Ein ástæða þess er að jaðarskattar eru meiri á konur í sambúð en karla. Bjarni Benediktsson efnahags- og fjármálaráðherra segir að ástæður þess þurfi að skoða nánar.
Myndskeið
„Fórnarkostnaður kvenna hærri“
Fjórtán sinnum fleiri konur en karlar í stjórnendastöðum bera ábyrgð á heimilishaldi og kvenkyns stjórnendum finnst þær frekar þurfa að sanna sig. Karlar fá minni stuðning en konur til að samræma starf og fjölskyldulíf. Þetta sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar. Þórey Vilhjálmsdóttir Proppé, einn aðstandenda rannsóknarinnar, segir að konur þurfi að fórna meiru til að verða stjórnendur en karlar.
Spegillinn
Vill fríska upp á ýmislegt í BHM
Friðrik Jónsson, nýr formaður Bandalags háskólamanna, vill hefjast handa strax við að bæta, breyta og byggja upp bandalagið þannig að það þjóni betur fjölbreyttum verkefnum sem eru fram undan. Hann vill líka bæta vinnubrögð á íslenskum vinnumarkaði og stefnir að því að nýr kjarasamningur verði tilbúinn áður en núverandi samningur rennur út.
28.05.2021 - 17:00