Færslur: vinnumansal

Myndskeið
Vilja oft sem minnst afskipti lögreglu
Algengt er að þolendur mansals vilji sem minnst afskipti lögreglu. Þetta segir Margrét Steinarsdóttir framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands. Tíma taki að byggja upp traust í málum sem þessum og þau séu afar erfið í rannsókn.
Myndskeið
Erlendur maður var fangi í marga mánuði á veitingastað
Dæmi eru um að fólk hafi reynt að nýta sér fjölskyldusameiningu til að smygla fólki hingað til lands og í fyrra var erlendum karlmanni haldið föngnum í marga mánuði á veitingastað í Reykjavík þangað til samlandar hans komu honum til bjargar. Þrettán mansalsmál hafa komið inn á borð Bjarkarhlíðar síðan í fyrrasumar.
17.04.2021 - 19:09
Öll fórnarlömb mansals eiga rétt á aðstoð
Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands og fulltrúi í framkvæmdateymi um mansal í Bjarkarhlíð fagnar breytingatillögu dómsmálaráðherra varðandi mansalsákvæði almennra hegningarlaga.
Hagkvæmt að stunda vinnumansal á Íslandi
Mikill fjárhagslegur ávinningur getur falist í því að stunda vinnumansal fyrir skipulagða glæpahópa. Þá er íslensk löggjöf þannig að erfitt er að sækja mansalsmál og viðurlög við vinnumansali eru væg.
16.06.2019 - 10:02
Ætla að opna samhæfingarmiðstöð mansalsmála
Til stendur að sérstök samhæfingarmiðstöð vegna aðgerða gegn mansali verði opnuð á næsta ári, samkvæmt aðgerðaáætlun stjórnvalda. 
28.05.2019 - 23:31
74 mansalsmál á fjórum árum en engin ákæra
Af 74 mansalsmálum sem endað hafa á borði lögreglunnar frá 2015 fór aðeins eitt í ákærumeðferð  og var það fellt niður. Ríkisstjórnin birti nýverið áherslur í aðgerðum gegn mansali.
09.04.2019 - 12:14
Vill sveitarfélögin í átak gegn vinnumansali
Bæjarstjórn Seltjarnarness vill að stjórn Sambands sveitarfélaga fari í sameiginlegt átak gegn slæmri meðferð á erlendum starfsmönnum og auki eftirlit með framkvæmdum á vegum sveitarfélaganna. 
Ráðherra vill hert viðurlög fyrir brot
Ásmundur Einar Daðason félags- og jafnréttismálaráðherra vill að háar sektargreiðslur og hugsanlega refsing verði lagðar á þá atvinnurekendur sem ítrekað verða uppvísir að því að brjóta á launafólki. Þá vill hann sérsveit sem fari í eftirlit á vinnustaði það vanti slagkraft þegar fulltrúar einnar stofnunar fari á svæðið. 
07.10.2018 - 12:33