Færslur: Vinnueftirlit

Rannsaka enn tildrög vinnuslyss að Sunnukrika
Rannsókn stendur enn yfir á vinnuslysi sem varð á byggingarsvæði við Sunnukrika í Mosfellsbæ 3. mars. Einn starfsmaður lést og annar slasaðist alvarlega þegar gólfplata í byggingunni féll og lenti á þeim. 
Málþóf til lögreglu og Vinnustaðaeftirlitsins
Samtökin Orkan okkar hafa lagt fram kæru til Vinnueftirlits ríkisins og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna umræðna á Alþingi um þriðja orkupakkann. Óskað er eftir því að yfirvöld grípi til aðgerða vegna meintra brota á lögum um hollustuhætti, aðbúnað og öryggi á vinnustöðum.
27.05.2019 - 13:02
Telja aðstæður við húsbyggingu lífshættulegar
Vinnueftirlitið hefur bannað alla vinnu fyrirtækisins U2-bygg við Hraungötu 2 til 6 í Garðabæ. Eftirlitið mat aðstæður á vettvangi á þann veg að þær væru lífi og heilbrigði starfsmanna verulega hættulegar. Fyrirtækið má ekki hefja vinnu á ný fyrr en ýmsar úrbætur hafa verið gerðar.
27.02.2019 - 15:06
Vinnuslysum í skólum fjölgar um helming
246 beinbrot urðu í vinnuslysum á leikskólum hér á landi síðasta áratug. Vinnuslysum hjá starfsfólki leik- og grunnskóla hefur fjölgað um nær helming frá 2008. Vinnueftirlitið og Kennarasamband Íslands ætla að rannsaka málið ítarlega í haust.
26.07.2018 - 19:20
Banaslys annað hvert ár vegna falls
Það stefnir í metfjölda vinnuslysa hér á landi í ár líkt og í fyrra. Útlendingar lenda í fjórðungi vinnuslysa, þrátt fyrir að vera tólf prósent vinnandi fólks. Vinnuslysum hefur fjölgað með hverju árinu síðan 2010. Fallslysum hefur líka fjölgað og á síðasta áratug hefur það gerst annað hvert ár að fólk hafi látist eftir fall í vinnu.
25.07.2018 - 22:03
Fréttaskýring
Asbest: Metinnflutningur kostar nú tugi lífið
Að minnsta kosti níutíu Íslendingar hafa greinst með banvænt fleiðurþekjukrabbamein. Þar af 45 á árunum 2005 til 2017. Sökudólgurinn er asbest, byggingarefni sem var flutt inn í stórum stíl frá miðbiki síðustu aldar. Árið 1983 var það bannað að mestu hér á landi og árið 2005 tók gildi allsherjarbann við notkun þess á EES-svæðinu en við erum ekki laus við afleiðingarnar. Innflutningur á asbesti var ótrúlega mikill hér miðað við höfðatölu og tíðni fleiðurþekjukrabba virðist enn vera að aukast.
19.02.2018 - 17:02