Færslur: Vindorka

Samþykktu að greiða leið tveggja vindorkuvera
Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti í gær breytingar á aðalskipulagi sveitarfélagsins sem gera ráð fyrir því að þar rísi tvö vindorkuver. Breytt aðalskipulag er nú til umsagnar hjá Skipulagsstofnun sem síðan auglýsir breytingarnar og opnar fyrir umsagnir. Andstæðingar annars vindorkuversins hafa lokað vefsíðunni Dalabyggð.is í mótmælaskyni.
23.06.2020 - 13:50
Segir fjölmörg störf fylgja fyrirhuguðu vindorkuveri
Framkvæmdaaðilar sem vilja reisa vindorkuver í landi Hróðnýjarstaða í Dalabyggð segja gagnrýni andstæðinga ekki á rökum reista. Þeir telja jafnframt ekki þörf á að skerpa á lögum og reglum um vindorku hérlendis.
10.06.2020 - 18:59
Spegillinn
Norskur vindmyllugarður í eigu félags á Kaymaneyjum
Rannsóknir fréttamanna á norsku sjónvarpsstöðinni TV2 sýna að næst stærsti vindmyllugarður Noregs er í eigu félags sem skráð er á Cayman-eyjum í Karíbahafi. Eigendur garðsins hafa ekki greitt krónu í fyrirtækjaskatt. Hins vegar hafa umtalsverðar upphæðir runnið til félagsins í Karíbahafinu í formi vaxtagreiðslna.
27.11.2019 - 09:53
 · Erlent · Vindmyllur · Vindorka
Spegillinn
Sæstrengur ekki lengur samkeppnishæfur?
Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir að lagning sæstrengs milli Bretlands og Íslands sé ekki lengur arðbær. Vindorka sé orðin svo ódýr í Bretlandi að raforka héðan um sæstreng sé ekki samkeppnishæf.
22.08.2019 - 16:33
 · Innlent · Sæstrengur · Vindorka · Raforka · Evrópa
Fréttaskýring
Gætu séð heiminum fyrir orku
Hópur vísindamanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að pláss sé fyrir 11 milljónir vindmylla í Evrópu. Útreikningar þeirra sýna að þær gætu framleitt meiri orku en áætlað er að framleidd verði á heimsvísu 2050.
21.08.2019 - 16:05
Viðtal
„Vindorkan ekki aðkallandi hér á landi“
Ketill Sigurjónsson, framkvæmdastjóri vindorkufyrirtækisins Zephyr Iceland segir að áhuginn á að virkja vindorku hér á landi stafi fyrst og fremst af því að kostnaður hafi lækkað mikið á síðustu árum. Auður Önnu Magnúsardóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, segir að virkjun vindorku sé ekki eins aðkallandi hér eins og víða annars staðar. Rætt var við Ketil og Auði í Speglinum.
15.08.2019 - 10:04
Fréttaskýring
15 til 20 milljarða vindmyllugarður
Fyrirtækið Storm orka stefnir á að reisa vindmyllugarð í Dölunum sem gæti kostað 15 til 20 milljarða króna. Framkvæmdastjórinn segir að vindorka sé næsta skref í orkumálum Íslendinga. Hann gerir sér vonir um að garðurinn rísi eftir þrjú ár.
13.08.2019 - 17:00
 · Innlent · Vindorka · Orkumál
Fréttaskýring
Óvissa um vindmylluvæðingu
Orkumálastjóri segir að erfitt sé að sjá fyrir sér að hér verði reist vindorkuver á næstu tíu árum ef þau verða að fara í gegnum rammaáætlun. Sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga segir að sennilega sé óráð að setja minni vindorkuver í rammaáætlun. Með góðu regluverki og leiðbeiningum geti sveitarfélögin sjálf tekið ákvörðun um uppbyggingu vindorkuvera.
12.08.2019 - 17:00
 · Vindmyllur · Innlent · Vindorka
Vindorkan gæti varið almenning
Orkumálastjóri telur að aukin beislun vindsins gæti orðið liður í að tryggja raforkuöryggi almennings vegna hugsanlegs orkuskorts á næstu árum.. Það taki skamman tíma að koma vindorkuverum á koppinn en það gæti tafið fyirr þurfi stórir vindorkugarðar að fara á Rammaáætlun. 
17.07.2019 - 11:35
Ísland gæti orðið Kúveit norðursins
Ísland gæti í framtíðinni flutt út vetni og og orðið eins konar Kúveit norðursins. Þetta segir Hafsteinn Helgason, verkefnisstjóri þróunarsviðs verkfræðistofunnar Eflu. Hann telur að með vindorku megi framleiða tvö til þrjú þúsund megavött sem hægt væri að nýta til að framleiða vetni
27.06.2019 - 16:30
 · Innlent · Raforka · Vindorka
Ekki pláss fyrir öll vindorkuverin
Flutningskerfi Landsnets á Vesturlandi getur aðeins flutt 85 megavött af rafafli til viðbótar. Þess vegna getur aðeins eitt vindorkuver komist að í flutningskerfinu án fjárfestingar í kerfinu, miðað við áætlanir tveggja fyrirtækja sem hafa kynnt áform sín.
30.04.2019 - 14:00
Myndskeið
Telja vindvirkjanirnar skerða lífsgæði
Ágreiningur ríkir um áform um vindorkuver í landi Hróðnýjarstaða í Dalabyggð. Nágrannar ábúenda á Hróðnýjarstöðum eru ósáttir og telja fyrirhugaðar vindvirkjanir skerða lífsgæði sín.
25.04.2019 - 19:20