Færslur: Vímuefni

Sjónvarpsfrétt
Fær efnin frá lækni og getur lifað mannsæmandi lífi
Ekkert um okkur án okkar, segja notendur vímuefna sem kalla eftir meiri skaðaminnkandi aðgerðum. Til stendur að stofna samtök notenda hér á landi, til að berjast fyrir skaðaminnkandi nálgun að vímuefnamálum.
07.09.2022 - 19:33
Spegillinn
Eftirspurn hverfur ekki þótt lögregla taki efnin
Prófessor í afbrotafræði telur að haldlagning lögreglu á miklu magni fíkniefna hafi óveruleg áhrif á fíkniefnamarkaðinn. Hann segir að skoða þurfi hvað valdi aukinni eftirspurn. 
16.06.2022 - 10:59
Kannabis lögleitt á Möltu
Yfirvöld í Möltu breyttu síðdegis löggjöf sinni um kannabis og hafa nú rýmstu kannabislöggjöf ríkja Evrópusambandsins. Fullorðnum verður leyft að hafa í vörslu sinni allt að sjö grömm af kannabis og mega hafa fjórar plöntur á heimili sínu. Tilteknir söluaðilar munu fá leyfi til sölu á efninu og fræjum til heimaræktunar, þó undir ströngu eftirliti yfirvalda. Ekki verður þó leyfilegt að neyta þess á almannafæri og ekki fyrir framan börn.
14.12.2021 - 22:53
Opinn fyrir rafskútubanni um helgar
Hugmyndir um að leyfa ekki leigu á rafskútum á föstudags- og laugardagskvöldum er mjög áhugaverð segir aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík. Þar með minnki líkur á ölvunarakstri.
22.06.2021 - 14:43
Ný rannsókn sýnir að kannabis dregur ekki úr þrautum
Viðamiklar rannsóknir tuttugu vísindamanna um tveggja hálfs árs skeið leiða í ljós að kannabis sem inniheldur vímuefnið THC hefur engin áhrif við að draga úr sársauka.
Mannlegi þátturinn
Heimilislausum hefur fjölgað gífurlega
Sjálfboðaliðar frú Ragnheiðar hafa tekið eftir að minnsta kosti 200 nýjum andlitum meðal skjólstæðinga sinna. Þetta segir Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir hjúkrunarfræðingur og verkefnisstjóri hjá frú Ragnheiði, skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins. Ekki er búið að gefa út tölur um fjölda þeirra sem leituðu til frú Ragnheiðar á árinu sem er að líða.
30.12.2020 - 11:00
Morgunútvarpið
Einar segir fjármuni ekki vandamálið
Einar Hermannsson, sem nú býður sig fram til formanns stjórnar SÁÁ, segir ágreining innan samtakanna ekki hafa neitt með eignir eða fjármuni félagsins að gera. Reksturinn sé svipaður og hann hafi verið undanfarin tíu ár þó að vissulega hafi kórónuverufaraldurinn sett strik í reikninginn.
24.06.2020 - 09:45
Ráðherra hefur áhyggjur af stöðunni hjá SÁÁ
Formaður SÁÁ segir að umboð framkvæmdastjórnar hafi verið endurnýjað þegar vantrausttillögu var vísað frá á stjórnarfundi í gær. Hann segir að starfsemi SÁÁ sé óröskuð hvað varðar skuldbindingar í þjónustusamningi, en að ekki verði komist hjá því að minnka þjónustu sem samtökin hafa fjármagnað með sjálfsaflafé. Heilbrigðisráðherra hefur áhyggjur af stöðunni hjá SÁÁ.
30.03.2020 - 13:00
Vilja afglæpavæða vörslu fíkniefna
Varsla neysluskammta fíkniefna verður ekki lengur refsiverð, verði frumvarp nokkurra þingmanna Pírata, Samfylkingar, Vinstri grænna, Viðreisnar og Flokks fólksins að lögum. Frumvarpið var lagt fram á Alþingi í gær. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
08.10.2019 - 11:09
Þrjú fíkniefnamál komu upp á Lauf­skála­rétt
Þrjú fíkniefnamál komu á borð lögreglunnar á Norðurlandi vestra um helgina en réttað var í Lauf­skála­rétt í Hjaltadal á laugardag. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni var um talsvert magn að ræða sem talið er að hafi verið ætlað til sölu á svæðinu.
Hefur mesta trú á jákvæðum forvörnum
Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra mætti í stúdíó 9 og ræddi forvarnarstarf samfélagsins, það sem hefur áunnist á síðustu 30 árum og annað sem er eftir. Hún segir foreldra verða að vera meðvitaða um að viðskipti um fíkniefni geti farið fram í gegnum samfélagsmiðla.
13.09.2019 - 11:41
Þrír dáið á árinu vegna kókaíns
Talið er að rekja megi tuttugu og sex dauðsföll frá ársbyrjun til júlíloka til misnotkunar lyfja. Kókaín greindist í þremur hinna látnu.
Kókaínneysla virðist aukast og efnið sterkara
Kókaínneysla virðist hafa aukist mjög og efnið er að verða sterkara. Þetta segir Svala Jóhannesdóttir verkefnisstýra Frú Ragnheiðar. Hún segir að nokkur dauðsföll á þessu ári megi rekja til kókaínneyslu. Rauði kross Íslands rekur Frú Ragnheiði en hún þjónustar vímuefnaneytendur og heimilislausa.
12.09.2019 - 12:19
Rangt að samfélagið vilji vera vímulaust
„Að mínu mati er það grundvallarmisskilningur yfirvalda að samfélagið vilji vera vímulaust,“ sagði Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata á síðasta þingfundi. Þar ræddi hann skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra um skipulagða glæpastarfsemi á Íslandi.
02.06.2019 - 17:02
Reyndi að smygla heróíni til landsins
Einn var stöðvaður af tollvörðum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar með heróín í fórum sínum en sex manns sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á jafn mörgum málum er varða innflutning á vímuefnum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum.
29.06.2018 - 12:35
Gómaðir með hundrað kíló af hassi í Noregi
Norska lögreglan handtók í gær tvo Dani sem grunaðir um að hafa smyglað hassi yfir landamærin. Þeir ætluðu að flytja meira en hundrað kíló af hassi til Noregs, segja norsk lögregluyfirvöld. Samkvæmt heimildum danska ríkisútvarpsins, DR, eru mennirnir góðkunningjar lögreglu og hafa áður verið handteknir saman og dæmdir fyrir að smygla fíkniefnum.
29.06.2018 - 06:07
Hefja á ný úðun gegn kókaplöntum
Forseti Kólumbíu, Juan Manuel Santos, hefur tilkynnt að úðun akra þar sem kókaplöntur eru ræktaðar með gróðureyði verði hafin að nýju í landinu. Meira var framleitt af vímuefninu kókaíni, sem unnið er úr kókaplöntum, í Kólumbíu í fyrra en nokkru sinni áður.
26.06.2018 - 23:40
Einfaldara nú að vera í fíkniefnaneyslu
Það er einfaldara núna en fyrir tíu árum að vera í fíkniefnaneyslu. Þetta segir framkvæmdastjóri áfangaheimilis Verndar. Einungis fjórðungur fanga á Vernd hefur farið í meðferð við fíkniefnavanda þrátt fyrir að um 65 prósent þeirra telji sig á einhverjum tímapunkti hafa átt við alvarlegan vímuefnavanda að stríða.
02.10.2017 - 10:16
Margföld óvissa tengd sveppaáti
Sá sem neytir ofskynjunarsveppa veit aldrei almennilega hvað hann er að fara út í. Óvissan er margföld. Erfitt er að meta nákvæmlega magn virka efnisins í sveppunum og því er gramm og gramm ekki það sama. Spegillinn heldur áfram umfjöllun um ofskynjunarsveppi.
02.10.2015 - 18:19

Mest lesið