Færslur: Vímuefnalöggjöf

Heimilt að nota bíl Frú Ragnheiðar sem neyslurými
Með bráðabirgðaákvæði í nýstaðfestri reglugerð heilbrigðisráðherra verður heimilt að nota annan bíla Frúar Ragnheiðar tímabundið sem neyslurými. Á síðasta ári var lögum breytt þannig að sveitarfélögum er heimilt að reka neyslurými með skaðaminnkun að leiðarljósi.
Alþingi: Vísitölutenging bóta og afglæpavæðing felld
Þingi hefur nú verið frestað. Allmörg mál voru til umræðu á þessum síðasta þingfundi sumarsins og um þau greidd atkvæði. Þingfundum verður framhaldið 27. ágúst þegar ræða á efnahagsástandið á tímum kórónuveirunnar.
Rangt að samfélagið vilji vera vímulaust
„Að mínu mati er það grundvallarmisskilningur yfirvalda að samfélagið vilji vera vímulaust,“ sagði Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata á síðasta þingfundi. Þar ræddi hann skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra um skipulagða glæpastarfsemi á Íslandi.
02.06.2019 - 17:02
Segir offramboð af kannabisefnum hérlendis
Kaffihús þar sem neyta má efnisins, lögleiðing neyslu, sölu og dreifingar. Þessa þróun vill Örvar Geir Geirsson, kannabisneytandi og umsjónarmaður Facebook síðunnar Reykjavík Homegrown, sjá verða að veruleika á Íslandi. Ólíklegt er að Örvari verði að ósk sinni í bráð en skref í þá átt að afglæpavæða einkaneyslu kunnu þó að verða stigin á næstunni.
27.05.2016 - 17:35