Færslur: Vilhjálmur Bretaprins

Forseti Suður-Afríku fyrsti opinberi gestur Karls III
Karl III konungur Bretlands tekur í næstu viku á móti fyrstu opinberu gestum sínum eftir að hann tók við embætti þegar forsetahjón Suður-Afríku sækja Buckinghamhöll heim.
Myndskeið
Einstakt myndband sýnir fyrsta fund Karls III og Truss
Karl III konungur hitti Liz Truss forsætisráðherra Bretlands í Buckingham-höll síðdegis í gær á þeirra fyrsta fundi frá því Karl varð konungur við fráfall móður hans. Karl verður formlega lýstur konungur í dag.
Bretadrottning flytur ekki ávarp við þingsetningu
Breska hirðin hefur tilkynnt að Elísabet II Bretadrottning flytji ekki ræðu við árlega þingsetningarathöfn í Westminster í dag. Karl ríkisarfi, prinsinn af Wales hleypur í skarðið fyrir móður sína.
Jamaíka vill verða lýðveldi segir forsætisráðherrann
Jamaíka hefur áhuga á því að verða lýðveldi voru skilaboð Andrew Holness forsætisráðherra Karíbahafseyjunnar til þeirra Vilhjálms Bretaprins og Katrínar hertogaynju af Cambridge á fundi þeirra í gær.
Mótmæli við komu Vilhjálms og Katrínar til Jamaíku
Fjöldi mótmælenda tók á móti Vilhjálmi Bretaprinsi og Katrínu hertogaynju af Cambrigde eiginkonu hans í Kingston, höfuðborg Jamaíku, í gær. Fólkið krefst formlegrar afsökunarbeiðni fyrir þátt bresku konungsfjölskyldunnar í þrælaverslun fyrri alda.

Mest lesið