Færslur: Vilhjálmur Árnason

Silfrið
Segir forvirkar rannsóknarheimildir auka jaðarsetningu
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata segir að áform um meint hryðjuverk hér á landi séu til marks um aukna öfgavæðingu. Hún telur að víðtækar rannsóknarheimildir lögreglu séu varhugaverðar og geti leitt til enn frekari öfgavæðingar.
Sigurður Ingi segir aðstæður á Baldri óboðlegar
Tíðar bilanir í Baldri vekja ugg um að ferjan sé ekki nægilega örugg, segir innviðaráðherra. Vandræðin með Breiðarfjarðarferjuna er verkefni sem þarf að leysa hratt og mikilvægt er að fólk í öllum byggðum landsins upplifi sig öruggt, segir formaður umhverfis- og samgöngunefndar.
Þingmenn muni gera athugasemdir við hertar aðgerðir
Verði tillögur sóttvarnalæknis samþykktar á ríkisstjórnarfundi í dag munu þingmenn Sjálfstæðisflokksins gera athugasemdir við það. Þetta segir Vilhjálmur Árnason þingmaður flokksins. Hann segir að tími sé til kominn að gera langtímaáætlanir í sóttvörnum, standa við fullyrðingar um að lifa með veirunni og að fleiri komi að borðinu við ákvarðanatöku.
Segir fólk óttast aðgerðir meira en veikindin sjálf
Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins kveðst fullur efasemda um að grípa beri til harðari aðgerða vegna stöðunnar í kórónuveirufaraldrinum. Hann segir ótta fólks við aðgerðir sóttvarnayfirvalda meiri en við veikindi af völdum veirunnar.