Færslur: Vikulokin

Segir áformin vera birtingarmynd um vanrækt samfélag
Fyrirhuguð hryðjuverkaárás sem lögreglu tókst að koma í veg fyrir í vikunni er birtingarmynd um vanrækt samfélag, að mati Helgu Völu Helgadóttur þingmanns samfylkingarinnar. Hún og Hafdís Hrönn Helgadóttir, þingmaður Framsóknar, tókust á um forvirkar rannsóknarheimildir í Vikulokunum í morgun.
„Fíflið veitir valdhöfum aðhald“
Eftir fjörutíu ára starf í íslensku leikhúsi, sjónvarpi og kvikmyndum ætlar Karl Ágúst Úlfsson að hætta að leika og einbeita sér að skrifum. Karl Ágúst var gestur í Vikulokunum á Rás 1 í dag, þar sagðist hann ánægður með ferilinn og að hann vilji ljúka honum á eigin forsendum.
13.08.2022 - 17:28
Óþægileg tilfinning að sitja undir hótunum Rússa
Aðalheiður Ámundadóttir fréttastjóri Fréttablaðsins segir mjög óþægilega tilfinningu að Rússar séu opinberlega reiðir við Fréttablaðið og þá sem þar starfi. Hún lýsir því hvernig hún upplifi ákveðna ógn og skoði aðstæður sem upp koma í því ljósi.
13.08.2022 - 14:02
Vikulokin
„Við erum að snúa til baka“
Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði, segir algjöra pattstöðu í bandarísku stjórnkerfi helstu ástæðu þess að réttindamál einstaklinga fá ekki eðlilega afgreiðslu á vettvangi stjórnmálanna.  
Fordómarnir komu ekkert á óvart
„Það er staðreynd að fordómar eru alls staðar. Alveg sama hvernig fordómar þetta eru. Hvort þetta séu kynþáttafordómar eða fordómar gegn hinsegin fólki. Við erum hrædd við það sem við þekkjum ekki og þess vegna skiptir fræðslan svona ótrúlega miklu máli.“
Vikulokin
Segir læk Áslaugar Örnu mikil vonbrigði
Hlaðvarpsstjórnandinn og aðgerðasinninn Edda Falak, segist mjög vonsvikin yfir því að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, fyrrverandi dómsmálaráðherra, hafi líkað við færslu Loga Bergmanns fjölmiðlamanns þar sem hann segist saklaus af sökum um kynferðisbrot.
08.01.2022 - 17:11
Vikulokin
Segir uppbyggingu íbúða anna eftirspurn
Pawel Bartoszek forseti borgarstjórnar segir að síðustu ár í höfuðborginni hafi verið metár uppbyggingar og ekki þurfi að hafa áhyggjur af húsnæðisskorti. Hann segir uppbyggingin muni duga til að brúa bilið milli framboðs og eftirspurnar. Samtök iðnaðarins hafa þó bent á að uppbygging hafi oft verið meiri í borginni og aðrir borgarfulltrúar segja íbúðaskort greinilegan.