Færslur: Vík

Fjórðungur sjúklinga á Vogi og Vík ekki fullbólusettur
SÁÁ hóf á dögunum samstarf við Heilsugæsluna um bólusetningar skjólstæðinga sinna. Þetta var ákveðið þegar í ljós kom að aðeins fjórðungur þeirra sem lágu inni á Vogi og Vík var ekki bólusettur, eða aðeins hálfbólusettur. Þóra Björnsdóttir, hjúkrunarforstjóri á Vogi, segir að margir þeirra séu í áhættuhópum og því hafi verð byrjað að keyra þá í bólusetningu.
Lögðu í hann rétt fyrir lokun og eru nú í vanda
Vonskuveður er skollið á á suður- og suðausturlandi og þjóðveginum frá Steinum að Vík og frá Gígjukvísl að Jökulsárlóni hefur verið lokað. Björgunarsveitir standa í ströngu þar sem margir vegfarendur á illa búnum bílum komust inn á þennan hluta vegarins áður en honum var lokað.
19.02.2020 - 16:14
Viðtal
Ferðamenn hafa virt lokanir
Stór skriða féll í Reynisfjöru í nótt og lögregla hefur lokað hluta fjörunnar. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni er viðbúið að fleiri skriður geti fallið á næstu dögum. Fyrstu athuganir benda til þess að skriðan sé svipuð að stærð og skriða sem féll þar árið 2005. Skriðan í nótt féll úr móbergsstapa sem er orðinn veðraður og bergið því óstöðugt. Karlmaður höfuðkúpubrotnaði í grjóthruni í fjörunni í gær og barn slasaðist minna. Skriðan í nótt féll úr tuga metra hæð og gekk út í sjó.
20.08.2019 - 19:35
Hraðasektir fyrir tvær milljónir um helgina
Lögreglan á Suðurlandi innheimti hraðasektir við Vík og Kirkjubæjarklaustur fyrir samtals rúmlega 2,2 milljónir króna um síðustu helgi. Þessi upphæð miðast við þá sem greiddu á staðnum með korti. Ótaldir eru þeir sem ekki gátu greitt á strax og fá sendan greiðsluseðil.
Þyrla kölluð út vegna slyss í Reynisfjöru
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna slyss í Reynisfjöru nú síðdegis. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni fór þyrlan í loftið frá Reykjavík fyrir rúmum klukkutíma.
29.05.2018 - 16:49
Sjóvarnir í Vík kosta 330 milljónir
Áætlaður kostnaður við nýjan varnargarð vegna sjávarrofs við Vík í Mýrdal er tæpar 330 milljónir króna, segir Ólöf Nordal Innanríkisráðherra í svari við fyrirspurn Steingríms J. Sigfússonar á Alþingi. Ólöf segir að hefjist framkvæmdir á þessu ári, sé ekki talin þörf á bráðaaðgerðum. Varanlegar aðgerðir felist í viðgerð á varnargarði sem gerður var 2011 og gerð nýs garðs, um 700 metrum austar.
10.03.2016 - 16:34
Minnihlutinn klofinn í Mýrdalshreppi
Eiríkur Tryggvi Ástþórsson sveitarstjórnarmaður M-lista í Mýrdalshreppi lýsti því yfir á sveitarstjórnarfundi í Vík síðdegis, að hann myndi starfa utan lista það sem eftir væri kjörtímabils. M-listi Mýrdælinga átti tvo fulltrúa í sveitarstjórn. B-listi framfarasinna hefur þrjá menn og myndar meirihluta í sveitarstjórninni. Því má segja að minnihlutinn hafi klofnað.
21.01.2016 - 19:34
Mýrdælingar vilja bregðast við strax
Sveitarstjórn Mýrdalshrepps leggur þunga áherslu á að grípa strax til ráðstafana til verndar iðnaðar- og þjónustuhverfi sveitarfélagsins, vegna landbrots við ströndina í Vík. Á fundi sínum í gær fól sveitarstjórnin sveitarstjóra að ræða málið við innanríkisráðherra og kynna stöðuna fyrir þingmönnum Suðurkjördæmis.
16.12.2015 - 15:51
Mikið landbrot í óveðrinu í Vík
Úthafsaldan braut mikið land við Vík í Mýrdal í óveðri síðustu daga. Ásgeir Magnússon sveitarstjóri segir að mannvirki verði brátt í hættu ef ekkert verði að gert. Síðustu daga hafi sjór brotist á annan tug metra inn eftir ströndinni og ekki séu nema 20 til 30 metrar eftir að lóðarmörkum í iðnaðarhverfinu í Vík.
09.12.2015 - 13:51