Færslur: Vigdís Grímsdóttir

Kiljan
„Við berum öll ábyrgð á börnum þessa heims“
„Þetta er falleg frásögn og hún er full af hlýju. Við erum stöðugt minnt á hvað það skiptir miklu máli að huga að börnum, hlúa að þeim og gefa þeim frelsi en um leið veita aðhald, ást og umhyggju.“ segir Kolbrún Bergþórsdóttir um Systu - bernskunnar vegna eftir Vigdísi Grímsdóttur. Hún segir ráðamenn mættu hafa boðskap bókarinnar í huga áður en þeir senda börn flóttamanna úr landi.
06.03.2020 - 14:52
Gagnrýni
Bjargráð, skaðráð og lóukvak í sálinni
Það er vongóður bjarmi yfir æviminningabókinni Systa: Bernskunnar vegna, eftir Vigdísi Grímsdóttur, segir Björn Þór Vilhjálmsson gagnrýnandi. Bókin sé umlukin gleðileika og hann efast ekki um að hún rati til sinna – þó hann sé ekki einn af þeim.
Viðtal
„Hvað geturðu elskað ef þú elskar ekki barn?“
Vigdís Grímsdóttir segir frá æskunni sem ómetanlegum fjársjóði sem mikilvægt sé að hlúa að í nýjustu bók sinni, Systa: Bernskunnar vegna. Bókin inniheldur í senn endurminningar Sigrúnar Sveinbjörnsdóttur og heimspekilegar hugleiðingar um barndóminn, bernskubrek, ástina og dauðann.
19.11.2019 - 13:10
Pistill
Prinsessa, seiðkarl og nornirnar í New York
Um þessar mundir er nokkuð fjaðrafok í kringum norsku konungsfjölskylduna því prinsessan Martha Louise er byrjuð með seiðkarli. Í þessum pistli verður fjallað um nornir, seiðkarla, miðla og skáldkonur og mikilvægi þeirra í nútíma þjóðfélagi. Vigdís Gríms segir sögu af reynslu sinni af hinu yfirnáttúrulega.
23.05.2019 - 17:13
Tungumálið hefur brauðfætt mig
„Ég held að það sé alveg sama hvaða stjórn situr og í hvaða flokki þeir standa, menn verða að sinna íslenskunni og gefa duglega í,“ segir Vigdís Grímsdóttir skáld, sem hlaut verðlaun Jónasar Hallgrímssonar á degi íslenskrar tungu.
„Íslensk tunga er ævintýri“
Vigdís Grímsdóttir er handhafi verðlauna Jónasar Hallgrímssonar á degi íslenskrar tungu 2017. Í þakkaræðu sinni talaði skáldið um börnin „sem hafa hugmyndaflugið, tala tungum tveim og ekki sitt með hvorri.“
Vigdís Grímsdóttir hlýtur Jónasarverðlaunin
Vigdís Grímsdóttir hlaut verðlaun Jónasar Hallgrímssonar á degi íslenskrar tungu. Gunnar Helgason leikari og rithöfundur fékk í sömu athöfn sérstaka viðurkenningu fyrir stuðning við íslenskt mál.