Færslur: Viðræðuslit ESB

Koma til móts við bréf Gunnars Braga
Ráðherraráð Evrópusambandsins hefur farið yfir bréfið sem Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra afhenti formanni ráðherraráðs Evrópusambandins í síðasta mánuði og hyggst koma til móts við þau sjónarmið sem þar er lýst.
27.04.2015 - 18:17
Óánægja með Gunnar Braga ekki óvænt
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir að óánægja með störf utanríkisráðherra í ESB-málinu hafi verið það sem búast mátti við. Hann segir að hvorki þing né þjóð hafi sótt um aðild að sambandinu heldur síðasta ríkisstjórn.
22.03.2015 - 12:25
Spurningum enn ósvarað að fundi loknum
Þingmenn stjórnarandstöðu telja að enn hafi ekki fengist svar við spurningunni um hvort Ísland hafi áfram stöðu umsóknarríkis að Evrópusambandinu. Þetta kom fram í máli þeirra að loknum fundi utanríkismálanefndar í morgun. Utanríkisráðherra sagði hins vegar að Ísland hefði ekki lengur þessa stöðu.
17.03.2015 - 10:44
Segir umsókn í gildi, bréfið breyti engu
Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir að bréf ríkisstjórnarinnar til Evrópusambandsins sé meiriháttar stefnubreyting hjá ríkisstjórninni því hún hafi hætt við að slíta formlega umsókn um aðild að ESB. Eina leiðin til slita sé sama formlega leiðin og farin var 2009.
15.03.2015 - 19:26
Ríkisstjórnin hafi brotið lög
Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingar og fyrrverandi utanríkisráðherra, segir ríkisstjórnina hafa brotið lög um þingsköp, með því að bera viðræðuslit við Evrópusambandið ekki undir utanríkismálanefnd. Málinu hafi verið haldið leyndu fyrir nefndinni.
Formenn funda um stöðuna
Fundur formanna þingflokkanna með forseta Alþingis hófst fyrir hálftíma. Fundurinn er haldinn að beiðni þingflokksformanna stjórnarandstöðunnar sem hafa líka óskað þingfundar síðdegis en ólíklegt er að orðið verði við þvi. Nú er nefndavika og næsti þingfundur er á mánudag.
13.03.2015 - 10:06