Færslur: Víðir Reynisson

„Við teljum að þetta verði ekki hamfaragos“
Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands segir í samtali við Sigríði Hagalín fréttamann að ákafinn í hrinunni hafi komið henni á óvart. Víðir Reynisson, deildarstjóri deildarstjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, ítrekar að fólk skuli halda áfram lífi sínu.
Viðtal
„Það eru engar hamfarir að fara í gang“
Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra, segir ekki staðfest að eldgos sé hafið. Óróapúls haldi hins vegar áfram og það sé eitthvað sem gerist í aðdraganda eldgoss.
Mannvirki landsins eru hönnuð fyrir svona skjálfta
Hátt í 20 skjálftar yfir þremur að stærð, hafa orðið á Suðurnesjum síðan á miðnætti 1. mars og til hádegis. Sá stærsti var 4,9, um klukkan hálf tvö í nótt. Þetta er meiri virkni heldur en á sama tíma í gær. Landspítalinn hefur ekki frestað neinum aðgerðum vegna skjálftanna og verður það líklega ekki gert. Víðir Reynisson segir alla innviði hannaða með svona virkni í huga og mannvirki líka.
Telur innanlandssmit líklegast
Einn greindist með kórónuveiruna í gær og var hann utan sóttkvíar. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir þetta líklega innanlandssmit og yrði það þá fyrsta slíka smitið síðan fyrsta febrúar.
Brýnir fyrir fólki að gæta að innanstokksmunum
Víðir Reynisson deildarstjóri almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra minnir á og hvetur fólk til að gæta að innanstokksmunum og fjarlæga hluti sem gætu dottið og valdið skaða.
Viðtal
„Er að spá í að fá Sigga Sigurjóns til að leysa mig af“
Þríeykið svokallaða segir gagnrýni mikilvæga en þau viðurkenna að stundum svíði undan ómálefnalegu skítkasti. Öll þrjú voru ánægð með Áramótaskaupið en segjast þó ekki upplifa pirring yfir síendurteknum spurningum eins og gantast var með í Skaupinu. Þríeykið er manneskja ársins 2020, að mati lesenda RÚV.is og hlustenda Rásar 2.
Viðtal
„Maður þarf að sættast við sjálfan sig“
„Ég hef það bara ágætt. Það er dagamunur á mér og er að reyna að hafa smá hemil á sjálfum mér. Hugurinn er lengra kominn en líkaminn,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, um COVID-19 veikindin sem hann er nýstiginn upp úr.
21.12.2020 - 13:55
Bakslag hjá Víði og hann kallaður á spítalann
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn var kallaður inn á Covid-göngudeild Landspítalans í morgun, föstudag. Hann greindist smitaður í síðustu viku og hefur líðan hans farið versnandi undanfarna daga. Hann fékk að fara heim að loknum rannsóknum.
04.12.2020 - 13:59
Fimm smit hafa greinst í nærumhverfi Víðis
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra er á fjórða degi COVID-19 veikinda. Hann segist hafa verið verulega slappur í gær, en dagurinn í dag sé skárri.
Víðir er kominn í sjö daga sóttkví
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn á almannavarnarsviði ríkislögreglustjóra er kominn í sjö daga sóttkví eftir að COVID-19 smit greindist í nærumhverfi hans. Víðir fór í sýnatöku síðdegis og kom neikvæð niðurstaða nú í kvöld. Hann mun engu að síður fara í sóttkví, þar niðurstaða fæst úr síðari sýnatöku hans á sjöunda degi.
Viðtal
„Við getum ekki haldið svona áfram mjög lengi í viðbót“
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn segir tölur dagsins vonbrigði. Hann segir að þróunin geti ekki haldið svona áfram mikið lengur vegna mikils álags á heilbriðgiskerfið. Markmiðið sé að snúa bylgjuna hratt niður með harðari aðgerðum.
Viðtal
Búist við svipuðum fjölda smita - Fólk haldi sig heima
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hvetur fólk til að halda sig heima um helgina og vera sem minnst á ferðinni. Rætt var við Víði í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun.
Víðir ekki með COVID-19 og laus úr sóttkví
„Já, gott að vera neikvæður,“ svarar Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn spurður hvort hann hafi fengið neikvætt svar úr kórónuveirusýni í gær. Víðir er nú laus úr sóttkví og stýrir vafalítið boðuðum upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag.
24.09.2020 - 09:13
Spegillinn
Vikan hefur kennt okkur að veiran er ekki fyrirsjáanleg
Hafi síðasta vika kennt okkur eitthvað um kórónuveiru er það að hún er ekki fyrirsjáanleg, segir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. Þó að skiljanlegt sé að kallað sé eftir lengri tíma áætlunum þá verður að taka ákvarðanir um aðgerðir miðað við upplýsingar sem breytast jafnvel daglega. Í gær greindust 57 ný kórónuveirusmit, tekin voru rúmlega fimm þúsund sýni og um helmingur þeirra sem greindust var í sóttkví.
23.09.2020 - 20:09
Smitin eru rakin til háskólanna og veitingastaðar
Meirihluti þeirra 19 sem greindust með kórónuveirusmit í gær er ungt fólk. Smitin eru nánast öll á höfuðborgarsvæðinu, eins og smitin 13 sem greindust í fyrradag og eru einkum rakin til þriggja staða; Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík og veitingastaðar í Reykjavík. Um þriðjungur þeirra smituðu voru í sóttkví.
17.09.2020 - 12:23
Viðtal við Víði Reynisson
Mjög fáir þeirra sem greindust í gær í sóttkví 
Mjög fáir þeirra sem greindust í gær voru í sóttkví, að sögn Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns. Hann segir til skoðunar að leggja einhverja þeirra smituðu inn á spítala. Aðspurður hvort upp sé komin ný hópsýking segir Víðir að réttast sé að segja að upp sé kominn faraldur.  
Sýndu tveggja metra regluna
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra sýndu gestum upplýsingafundar Almannavarna í dag hvernig mæla má tvo metra á milli fólks. Á fundinum fór Alma D. Möller landlæknir yfir smitleiðir og aðgerðir til að forðast smit.
Úti
„Ég er ekki mikill sjóhundur“
„Ég fékk heilaæxli fyrir nokkrum árum sem truflar allan „ballans“ hjá mér,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra og liðsmaður í Almannavarna-tríóinu, sem skellti sér í kajakferð með Ölmu Möller landlækni. Hann lenti í vandræðum með að halda jafnvægi en Alma veitti honum andlegan stuðning og sýndi honum réttu handtökin.
23.05.2020 - 13:09