Færslur: Víðir Reynisson

Viðtal
Hætta á lífshættulegum slysum við gosstöðvarnar
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra segir hættu á að lífshættuleg slys geti orðið á gosstöðvunum.
Ekki útilokað að Askja gjósi á næstu misserum
Líklegt þykir að kvikusöfnun undir Öskju endi með eldgosi. Ómögulegt er þó að spá um hvenær það yrði en ekki er hægt að útliloka að það verði á allra næstu misserum. Þetta segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.
27.07.2022 - 16:15
Sjónvarpsfrétt
Almannavarnir draga upp sviðsmyndir
Varnargarðar verða reistir til að verja byggð í Grindavík, Bláa lónið og orkuverið í Svartsengi, verði eldgos á svæðinu og Almannavarnir draga nú upp ýmsar sviðsmyndir af atburðarásinni sem gæti farið af stað.
Kastljós
Almannavarnir hlustuðu á Sigríði Andersen
Almannavarnir og sóttvarnayfirvöld tóku málefnalegri gagnrýni á störf þeirra fagnandi í faraldrinum. Áhyggjur voru þó um að svo væri ekki alls staðar, að sögn Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns.
Landinn
„Erfiðustu aðgerðirnar eru þær sem maður tengir við“
„Ég er búinn að vinna í tengslum við almannavarnir og björgunarstörf í 30 ár og ég held að ég hafi aldrei upplifað svona tíma,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn Almannavarna. Hvert áfallið hefur rekið annað síðustu ár ef þau eru ekki beinlínis á sama tíma. Landinn fjallaði um áföll á Íslandi og áfallastjórnun.
„Hefur í sjálfu sér ekki bein áhrif á almenning“
Ríkislögreglustjóri, í samráði við sóttvarnalækni, hefur ákveðið að færa almannavarnastig af neyðarstigi á hættustig vegna COVID -19. Yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir að breytingin hafi lítil áhrif.
01.02.2022 - 15:29
Upplýsingafundur um COVID-19 í dag
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur ásamt landlækni boðað til upplýsingafundar um stöðuna í COVID-19 faraldrinum hérlendis. Fundurinn verður klukkan 11 og verður sýndur í beinni útsendingu á RÚV og á RÚV.is.
Skoða að lýsa yfir neyðarstigi í heilbrigðiskerfinu
Ríkislögreglustjóri skoðar nú þann möguleika að lýsa yfir neyðarstigi almannavarna vegna fjölgunar smita og vaxandi álags á heilbrigðiskerfið.
Almannavarnir við öllu búnar vegna veðurofsa
Almannavarnir eru við öllu búnar vegna ofsaveðurs á norðvestanverðu landinu í dag. Búið er að loka vegum á Vestfjörðum, vegurinn yfir Möðrudalsöræfi er ófær og hætta er á rafmagnstruflunum.
28.09.2021 - 09:01
Sjónvarpsfrétt
Ekki enn um gosóróa að ræða í Öskju
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn almannavarna segir að ekki sé um að ræða eiginlegan gosóróa í Öskju, þó land hafi risið og aukning hafi orðið í smáskjálftavirkni. Fyrst og fremst séu þau að lýsa yfir óvissustigi til þess að vera undirbúin fyrir mögulegar sviðsmyndir ef land haldi áfram að rísa.
09.09.2021 - 19:52
Hefur ekki áhyggjur af verslunarmannahelginni
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, hefur ekki teljandi áhyggjur af skemmtanahaldi um verslunarmannahelgina. Hann segir nóg hægt að gera þótt allt meiriháttar skemmtanahald hafi verið blásið af.
Delta margfalt meira smitandi þrátt fyrir bólusetningar
Nýgengi innanlandssmita er komið upp í 135 eftir að 88 greindust jákvæðir í gær, nær allir bólusettir og flestir utan sóttkvíar. Um 440 manns hafa greinst með Covid-19 undanfarna sex daga, meira en 300 voru utan sóttkvíar. Stór hópsýking greindist hjá framhaldsskólanemum eftir útskriftarferð erlendis. Yfirlögregluþjónn segir delta-afbrigðið svo smitandi að hver einstaklingur geti hæglega smitað yfir sjö manns, þó að allir séu bólusettir.
25.07.2021 - 12:22
Víðir og Þórólfur eiga von á svipuðum tölum næstu daga
Ísland verður ekki lengur grænt á nýjum lista sóttvarnastofnunar Evrópu og stefnir hraðbyri í rautt. Níutíu og fimm smit greindust innanlands í gær, sem er með því allra mesta á einum degi frá upphafi faraldurs. Sóttvarnalæknir óttast að ekki dugi að hafa eins metra reglu í stað tveggja, eins og ríkisstjórnin ákvað þvert á hans ráð. Yfirlögregluþjónn segir Covid-19 „ömurlegan sjúkdóm” og segir breytingu á litakóðun geta haft miklar afleiðingar fyrir millilandaferðir.
Sjónvarpsfrétt
Bakslag í baráttunni við veiruna
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir fjölgun kórónuveirusmita hér á landi vera mikil vonbrigði. Staðan sé alvarleg og ekki megi bíða of lengi ef herða eigi aðgerðir.
Viðtal
Telur fólk hafa áttað sig eftir smittölur síðustu daga
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir smitrakningu ganga ágætlega. Hann segir fólk almennt hafa skilning á að það þurfi að fara í sóttkví.
Sjúkrastofnanir fylgjast grannt með og meta framhaldið
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn fara yfir stöðu mála á upplýsingafundi Almannavarna klukkan 11 í dag vegna fjölgunar kórónuveirusmita undanfarna daga. Þórólfur hvatti hjúkrunarheimili og sjúkrastofnanir til að skerpa á umgengisreglum meðan á uppsveiflunni stendur.
Stórir bólusetningardagar á Akureyri og í Reykjavík
Víðir Reynisson var í dag síðastur af þríeykinu góða til að fá bólusetningu. Hann mætti á svokallaðan opinn dag í Laugardagshöllinni eins og fjöldi annarra. Fólk sem fékk seinni sprautuna á Akureyri segist nú loksins geta farið að skipuleggja frí og ferðalög.
Myndskeið
Víðir fékk Janssen: „Þetta er frábært“
Stöðugur straumur fólks var í Laugardalshöll í morgun í bólusetningu með Janssen. Þetta var svokallað opið hús, þar sem hægt var að fá sprautu án þess að skrá sig eða hafa fengið boðun. Mikið var um fólk sem hafði misst af fyrri boðunum og útlendinga án íslenskrar kennitölu.
„Við teljum að þetta verði ekki hamfaragos“
Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands segir í samtali við Sigríði Hagalín fréttamann að ákafinn í hrinunni hafi komið henni á óvart. Víðir Reynisson, deildarstjóri deildarstjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, ítrekar að fólk skuli halda áfram lífi sínu.
Viðtal
„Það eru engar hamfarir að fara í gang“
Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra, segir ekki staðfest að eldgos sé hafið. Óróapúls haldi hins vegar áfram og það sé eitthvað sem gerist í aðdraganda eldgoss.
Mannvirki landsins eru hönnuð fyrir svona skjálfta
Hátt í 20 skjálftar yfir þremur að stærð, hafa orðið á Suðurnesjum síðan á miðnætti 1. mars og til hádegis. Sá stærsti var 4,9, um klukkan hálf tvö í nótt. Þetta er meiri virkni heldur en á sama tíma í gær. Landspítalinn hefur ekki frestað neinum aðgerðum vegna skjálftanna og verður það líklega ekki gert. Víðir Reynisson segir alla innviði hannaða með svona virkni í huga og mannvirki líka.
Telur innanlandssmit líklegast
Einn greindist með kórónuveiruna í gær og var hann utan sóttkvíar. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir þetta líklega innanlandssmit og yrði það þá fyrsta slíka smitið síðan fyrsta febrúar.
Brýnir fyrir fólki að gæta að innanstokksmunum
Víðir Reynisson deildarstjóri almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra minnir á og hvetur fólk til að gæta að innanstokksmunum og fjarlæga hluti sem gætu dottið og valdið skaða.
Viðtal
„Er að spá í að fá Sigga Sigurjóns til að leysa mig af“
Þríeykið svokallaða segir gagnrýni mikilvæga en þau viðurkenna að stundum svíði undan ómálefnalegu skítkasti. Öll þrjú voru ánægð með Áramótaskaupið en segjast þó ekki upplifa pirring yfir síendurteknum spurningum eins og gantast var með í Skaupinu. Þríeykið er manneskja ársins 2020, að mati lesenda RÚV.is og hlustenda Rásar 2.
Viðtal
„Maður þarf að sættast við sjálfan sig“
„Ég hef það bara ágætt. Það er dagamunur á mér og er að reyna að hafa smá hemil á sjálfum mér. Hugurinn er lengra kominn en líkaminn,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, um COVID-19 veikindin sem hann er nýstiginn upp úr.
21.12.2020 - 13:55

Mest lesið