Færslur: Viðburðir

Viðburðahald komið á fullt aftur
Menningarlíf og viðburðahald er komið á fullt skrið aftur og ljóst að fólk þyrstir í að koma saman. Viðburðastjóri Menningarfélags Akureyrar segir gleðilegt að geta haldið viðburði og sérstaklega þá sem búið hafi verið að frestað mörgum sinnum.
11.04.2022 - 13:58
Viðburðahraðprófin auka álag á heilbrigðisstarfsfólk
Misjafnt er hversu auðvelt er fyrir landsmenn að komast í hraðpróf þegar þeir ætla á stærri viðburði. Víða þarf fólk að aka langar vegalengdir þegar hraðprófs er krafist. Hraðprófin hafa einnig aukið álag á starfsfólk heilsugæslu á landsbyggðinni.
22.12.2021 - 08:58
Sjónvarpsfrétt
Verði að styðja við veitingageirann tafarlaust
Ólafur Örn Ólafsson, veitingamaður, segir það sé ljóst að fjöldi fólks muni missa vinnuna, ef stjórnvöld grípi ekki til aðgerða til stuðnings við viðburðahaldara og veitingamenn. „Það sem vantar upp á núna eru konkret viðbrögð frá stjórnvöldum við þessu“ segir Ólafur.
Bubbi fær undanþágu fyrir Þorláksmessutónleika
Bubbi Morthens er fullur þakklætis í kvöld, eftir honum var veitt undanþága til þess að halda sína árvissu Þorláksmessutónleika. „Þetta er mikill léttir, þetta hefur legið í loftinu og núna þegar þetta skellur á með svona litlum fyrirvara er maður þakklátur að hægt sé að klára þetta á þessum forsendum“ segir Bubbi.
21.12.2021 - 19:11
Um 60 manns komust ekki á bókaða viðburði
Hraðprófsstöðvar eru á þremur stöðum á landinu. Mikil aðsókn var í hraðpróf á Akureyri um helgina. Um 60 manns komust ekki á fyrirhugaðan viðburð þar sem tæki biluðu á sýnatökustað. 
20.12.2021 - 16:08
Yfir 100 milljónir tapast vegna afbókana
Framkvæmdastjóri tækjaleigunnar Luxor segir að þrjú stærstu fyrirtækin, sem veiti tækniþjónustu á viðburðum hérlendis, hafi misst vinnu sem nemi yfir hundrað milljónum frá því í gær. Talsmenn tækjaleiga segja að sitjandi tónleikahald og önnur slík verkefni bjargi rekstrinum nú þegar búið er að takmarka stærri samkomur á ný. Þá hafi raðast inn afbókanir frá einkaaðilum sem sjá ekki fram á að geta haldið viðburði sína og fylgt nýjustu reglugerð heilbrigðisráðherra.
Allir jólatónleikar verða haldnir
Allir tónleikar sem eru á dagskrá fyrir jólin verða haldnir, segir Ísleifur B. Þórhallsson formaður Bandalags íslenskra tónleikahaldara. Það skiptir miklu máli fyrir tónlistarfólk og ekki síður fyrir andlega heilsu þjóðarinnar að þurfa ekki að fara í gegnum önnur jól án jólatónleika. 
Sigurhæðir opna á ný
Hús skáldsins Matthíasar Jochumssonar á Akureyri hefur verið án skýrs hlutverks í nokkur ár. Akureyrarbær hefur nú undirritað samning við leigjendur sem ætla sér að glæða húsið aftur lífi með fjölbreyttu menningar- og viðburðastarfi.
Ýmsum menningarviðburðum frestað í Færeyjum um helgina
Hætt var við að halda nokkrar skemmtanir og menningarviðburði í Færeyjum um helgina eða þeim frestað vegna aukinnar útbreiðslu breska afbrigðis COVID-19 í eyjunum.
Treysta á framhald hlutabótaleiðar - „Hrun í viðburðum“
Fyrirtæki sem sinnir viðburðum treystir á að hlutabótaleiðin verði framlengd um mánaðamótin. Yfirlögregluþjónn almannavarna segir að verið sé að leita leiða til að koma til móts við menningarlíf landsins.