Færslur: Viðbragðsáætlun stjórnvalda

Segir ástæðu til bjartsýni eins og staðan er núna
Drífa Snædal forseti ASÍ telur útlitið á vinnumarkaði nú almennt ágætt. Ferðaþjónustan sé að fara af stað með miklum krafti og fólk að snúa til fyrri starfa þar. Hún segir alla finna það á eigin skinni hve mjög er að lifna yfir samfélaginu.
Fréttaskýring
Erfiðara að takast á við heimsfaraldur í dag
Heimsfaraldur sambærilegur spænsku veikinni gæti höggvið stórt skarð í íslensku þjóðina, orðið á fjórða þúsund manns að bana á höfuðborgarsvæðinu. Sóttvarnalæknir segir að Landspítalinn gæti aldrei tekið við öllum þeim sem þyrftu á aðhlynningu að halda vegna slíks faraldurs. Yfirlæknir sýkingavarna á Landspítalanum segir að spítalinn hafi minni burði til að bregðast við heimsfaraldri nú en árið 2009. Þá „sprengdi“ svínaflensufaraldur gjörgæsluna. Sá faraldur þótti tiltölulega vægur.