Færslur: Victoria Bakshina

Pistill
Fjórða valdið sem fékk ekki að lifa
Í þriðja pistli Victoriu Bakshinu í Víðsjá Rásar 1 um sögu Rússlands eftir fall Sovétríkjanna, er fjallað um blaðamennsku, eða fjórða valdið. Farið er gaumgæfilega yfir hvernig rússneskir fjölmiðlar blómstruðu á tíunda áratug síðustu aldar, samdráttarskeiðið í kjölfar þess og hvernig þeir eru nú, árið 2022, undir miklum þrýstingi.
25.06.2022 - 11:30
Pistill
Rússnesk menning er dauð, lengi lifi rússnesk menning
Í öðrum pistli sínum um Rússland eftir fall Sovétríkjanna fyrir Víðsjá Rásar 1, fjallar Victoria Bakshina um menningu og listir. Getur mögnuð menningararfleið rússnesku þjóðarinnar þvegið hendur hennar af ofstæki valdhafa hennar undanfarið, eða verður að endurreisa menningarhefðina og byggja hana frá grunni með hliðsjón af myrkri fortíð?
22.06.2022 - 09:19
Pistill
Rússland í þrjátíu ár tálsýn lýðræðisins og sýndarríki
Árið 1991 leystist 300 milljóna manna stórveldi upp svo gott sem á einni nóttu, ný ríki urðu til á gömlum grunni og íbúarnir þegnar þeirra. Þar á meðal Rússneska sambandsríkið sem hafði lýst því yfir að þar yrði lýðræði og forsetaræði, og nefndi 12. júní sjálfstæðisdag þjóðarinnar. Á sama tíma tók Rússland við hlutverki arftaka Sovétríkjanna og svo virðist sem það hafi gegnt mikilvægu hlutverki í pólitískri þróun þess fram á þennan dag.
18.06.2022 - 12:00