Færslur: Vesturland

Fresta þurfti bólusetningu vegna óveðurs
Fimmtíu manns höfðu verið boðaðir í bólusetningu við COVID-19 á vegum Heilbrigðisstofnunar Vesturlands í Búðardal dag en henni þurfti að fresta vegna óveðursins. Brattabrekka og Holtavörðuheiði hafa verið lokaðar í dag og ekki var hægt að flytja bóluefnið frá Akranesi til Búðardals. Ef veður og færð leyfir fer bólusetningin fram á morgun. Hún er fyrir fólk fætt frá 1937 til 1946. Gular veðurviðvaranir hafa verið framlengdar.
11.03.2021 - 14:05
Leiðindaveður og leiðindafærð á stórum hluta landsins
Leiðindaveður er á norðan og vestanverðu landinu með töluverðu hvassviðri eða stormi, skafrenningi og snjókomu. Gul viðvörun er í gildi á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi með versnandi akstursskilyrðum. Það er hríð og blint á mörgum fjallvegum norðan og vestanlands.
10.03.2021 - 09:56
Vilja þegar hefja lagningu Sundabrautar að norðanverðu
Í yfirlýsingu sveitarfélaga á Vesturlandi í gær kemur fram kemur vilji þeirra til að flýta undirbúningsvinnu við Sundabraut. Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri á Akranesi er bjartsýnn á að verkinu muni vinda hratt áfram.
Tafir á umferð um Hvalfjarðargöng vegna bilaðs bíls
Hvalfjarðargöngum var lokað um klukkan hálfátta í kvöld vegna bilaðrar bifreiðar. Löng röð myndaðist beggja vegna gangnanna en um hálftíma tók að koma bifreiðinni á brott samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.
15.01.2021 - 20:06
Viðgerð lokið og rafmagn komið á
Viðgerð er lokið vegna bilunar sem olli rafmagnsleysi um nánast allt Vesturland og norður í Húnaþing vestra. Rafmagn er alls staðar komið á að nýju.
03.01.2021 - 23:52
Rafmagnslaust á vestanverðu landinu
Rafmagnslaust er á öllu vestanverðu landinu. Rafmagn er komið á að nýju í Húnaþingi vestra samkvæmt upplýsingum frá Rarik. Háspenna er á landskerfinu, en um leið og dregur úr álagi ætti rafmagn að komast á að nýju.
03.01.2021 - 21:58
Lilja uppfyllti skyldur sínar gagnvart skólameistara
Landsréttur staðfesti í dag sýknudóm yfir íslenska ríkinu vegna uppsagnar Ágústu Elínar Ingþórsdóttur, skólameistara Fjölbrautaskóla Vesturlands. Ágústa fór fram á að sú ákvörðun mennta- og menningarmálaráðherra að auglýsa starf hennar yrði felld úr gildi eða dæmd ólögmæt.
Myndskeið
Náðu niður hættulegum bjargbrotum í Bröttubrekku
Starfsmenn Vegagerðarinnar réðust í það verkefni í síðustu viku að ná niður tveimur bjargbrotum í Bröttubrekku sem höfðu valdið þeim og vegfarendum hugarangri. Brotin höfðu smám saman mjakast nær bjargbrúninni. Var því hætta á að þau féllu fram, niður á Vestfjarðaveg og jafnvel á eða fyrir bíl.
27.11.2020 - 17:58
Eldurinn kviknaði út frá spjaldtölvu
Eldur sem kom upp í tveggja hæða íbúðahúsi í Borgarfirði í byrjun júní í sumar átti upptök sín í spjaldtölvu sem hafði verið skilin eftir í hleðslu. Þetta segir Jón Sigurður Ólason yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Borgarnesi.
28.10.2020 - 14:04
Bresku braggarnir hverfa úr Borgarnesi
Verið er að rífa tvo bragga sem standa við Egilsholt í Borgarnesi, til að rýma fyrir nýju skipulagi. Nú munu þeir skipta um aðsetur.
Urðu fyrir kynþáttafordómum á ferð um Snæfellsnes
Magnús Secka og móðir hans Sara Magnúsdóttir urðu fyrir verulega óskemmtilegri upplifun í gær á ferð sinni um Snæfellsnes. Eftir að hafa ekið um sáu þau að límmiði með skilaboðunum: „If you are black or brown: please leave this town!“ hafði verið límdur á hliðarspegil bíls þeirra, en Magnús er dökkur á hörund.
13.07.2020 - 17:47
Baldur vonandi sjóklár fyrir helgi
Stefnt er að því að Breiðafjaraðarferjan Baldur verði orðin sjófær á ný fyrir helgi. Þetta segir Gunnlaugur Grettisson, framkvæmdastjóri Sæferða. 
08.07.2020 - 21:48
Bíða eftir sérsmíðuðum vélbúnaði frá Danmörku í Baldur
Smíða þarf sérstakan vélbúnað í Danmörku til að gera við ferjuna Baldur. Það er svokallaður dísuhringur sem tengist túrbínunni og standa vonir til að hann verði tilbúinn í næstu viku. Gunnlaugur Grettisson, framkvæmdastjóri Sæferða, lofar þó engu um hvenær Baldur sé tilbúinn til siglinga á ný.
02.07.2020 - 16:32
Vilja slökkvibíl í Skorradal vegna eldhættu
Skorrdælir vilja byggja aðstöðu fyrir slökkvibíl í dalnum. Með því vilja þeir tryggja styttri viðbragðstíma ef gróðureldar kvikna í dalnum.
30.05.2020 - 20:10
Leit að Andris Kalvans hafin að nýju
Leit að Andris Kalvans, göngumanni sem talið er að hafi týnst í Hnappadal á Snæfellsnesi 30. desember, hófst að nýju í síðustu viku. Frá þessu er greint í Skessuhorni. Hætta þurfti leit í byrjun janúar vegna veðurs og ekki hefur verið unnt að leita síðan.
26.05.2020 - 21:53
Myndskeið
Drengurinn brattur en var kátur að sjá mömmu sína
Yfir 200 björgunarsveitarmenn voru kallaðir út á fjórða tímanum í dag til að leita að tíu ára dreng sem varð viðskila við foreldra sína við Hreðavatn. Hann fannst nokkrum tímum seinna við fjallið Grábrók eftir ábendingar frá almenningi, um 5 kílómetrum frá þeim sem stað þar sem byrjað var að leita að honum. „Hann var nokkuð brattur en var sérstaklega kátur að sjá mömmu sína,“ segir Þór Þorsteinsson, vettvangsstjóri hjá slysavarnafélaginu Landsbjörg.
23.04.2020 - 19:19
Landinn
Heilsuátak með óhefðbundnum hætti
„Það er mjög gott, bæði fyrir líkama og sál að gera eitthvað annað en að hlaupa á eftir rollum,“ segir Vilberg Þráinsson, sauðfjárbóndi á Hríshóli í Reykhólasveit. Hann, og hans fjölskylda eru meðal þeirra sem taka þátt í heilsuátaki á vegum Reykhólahrepps sem nú stendur yfir.
01.04.2020 - 15:29
 · mannlíf · Vesturland · íþróttir · Heilsa · COVID-19
5 í gæsluvarðhaldi eftir handtökur í Hvalfjarðargöngum
Fimm, fjórir karlar og ein kona, hafa verið úrskurðuð í gæsluvarðhald til 13. mars í tengslum við rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á fíkniefnamáli. Fólkið var handtekið í og við Hvalfjarðargöngin í gærmorgun en lagt var hald á talsvert magn af fíkniefnum. Fólkið er á þrítugs-,fertugs-og fimmtugsaldri.
01.03.2020 - 11:37
Gæsluvarðhald stytt yfir bílþjófi og friðarspilli
Landsréttur stytti í dag tvo gæsluvarðhaldsúrskurði, annan yfir manni sem grunaður um að stela bíl af bílaleigu á Suðurnesjum en hinn yfir manni sem er talinn hafa brotið sér leið inn í íbúð konu á Vesturlandi.
12.02.2020 - 14:25
FM útsendingar liggja niðri á Vestur- og NV-landi
Vegna rafmagnsleysis liggja FM útsendingar niðri á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðvesturlandi að svo stöddu. Útsendingar langbylgju á tíðninni LW189KHZ frá Gufuskálum nást á þessu svæði. Öll Húnavatnssýslan, dalirnir, Fellsströnd, Skarðsströnd og Skógarströnd urðu rafmagnslaus um tíma í morgun vegna bilunar.
15.12.2019 - 14:09
 · Innlent · Vesturland · Fjarskipti
Myndskeið
„Framtíðin er mjög björt á Vesturlandi“
Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi eru 50 ára. Á afmælisráðstefnu í Borgarnesi  voru málefni ungs fólks, umhverfismál og atvinnuhorfur framtíðar í forgrunni. 
17.11.2019 - 20:50
Viðtal
Mikilvægt að haustrigningarnar klikki ekki
Slökkviliðsmenn hafa þurft að skjótast með vatn til bænda svo þeir geti brynnt kúnum. Laxveiðimenn hafa skriðið með stangirnar að bakkanum til að styggja ekki lax í vatnslitlum ám. Sveitarfélög hafa mælst til þess að íbúar spari vatn og sums staðar hafa vatnsból tæmst. Sandfok af hálendinu hefur spillt skyggni á Suðurlandi. Ríkislögreglustjóri lýsti yfir óvissustigi almannavarna vegna hættu á gróðureldum og neistar frá flugeldum kveiktu í skraufþurrum gróðri á blómstrandi dögum í Hveragerði.
23.08.2019 - 16:01
Viðtal
„Náttúran má bara fá að sjá um þetta“
Hátt í fimmtíu grindhvalir sem strönduðu á Gömlueyri á Löngufjörum á sunnanverðu Snæfellsnesi eru á ábyrgð landeiganda. Einn þeirra segir að næstu skref séu í höndum náttúrunnar. 
19.07.2019 - 19:00
„Ekki í vafa um að málið vinnist“
Verkalýðsfélag Akraness hyggst stefna Sambandi íslenskra sveitarfélaga fyrir brot á kjarasamningi sem félagið gerði við sambandið 5. febrúar árið 2016. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segist ekki í vafa um að málið vinnist og að það eigi eftir að hafa fordæmisgildi fyrir aðra starfsmenn í sömu stöðu vítt og breytt um landið.
03.07.2019 - 13:58
Áfram þurrt á Vesturlandi
Enn er ekki útlit fyrir að rigni neitt að ráði á Vesturlandi fyrr en á föstudaginn. Mjög þurrt er á svæðinu og brýnt að fara varlega með eld á ferð þar um. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands.
24.06.2019 - 06:43