Færslur: Vesturbyggð

Bilun Baldurs hafði strax áhrif á atvinnulíf
Rebekka Hilmarsdóttir, bæjarstjóri í Vesturbyggð, segir að óhug hafi sett að fólki þegar vélin í Baldri bilaði í gær. Þetta sé það sem heimamenn hafi haft áhyggjur af að gæti gerst og jafnvel á versta tíma. Hún segir að tryggja verði samgöngur milli sunnanverðra Vestfjarða og annarra landshluta. Undir því eigi samfélagið og atvinnulífið allt sitt. Hætta þurfti slátrun í fiskeldi þar sem ekki var hægt að flytja afurðir burt.
Áhyggjur af skertri flugþjónustu á Vestfjörðum
Samtök atvinnurekenda á sunnanverðum Vestfjörðum hafa þungar áhyggjur af flugþjónustu á svæðinu. Nýir samningar Vegagerðarinnar og Norlandair feli í sér þjónustuskerðingu. Bæjarstjóri Vesturbyggðar segir mörgum spurningum ósvarað.
12.11.2020 - 14:52
Ofanflóðavarnir fyrir 1,3 milljarða
Framkvæmdir við ofanflóðavarnir á Patreksfirði kosta 1,3 milljarða króna. Það er lægsta tilboðið sem barst í verkið og er hundrað milljónum hærra en áætlað var. Bæjarráð Vesturbyggðar leggur til að tilboðinu verði tekið.
03.10.2019 - 12:07
Kosið á ný í Vesturbyggð
Aðeins einn listi bauð fram til sveitarstjórnarkosninga í Vesturbyggð í síðustu kosningum og því var sjálfkjörið og Sjálfstæðismenn og óháðir fengu alla sjö bæjarfulltrúana. Nú býður nýr listi fram til sveitarstjórnarkosninga sem kallar sig Nýja sýn. Oddviti Nýrrar sýnar er Iða Marsibil Jónsdóttir. Hún segir að megináhersla listans sé að koma fleirum að borðinu.
Hættustigi aflétt á Patreksfirði
Hættustigi vegna snjóflóðahættu á Patreksfirði var aflétt klukkan níu og rýmingu húsa var þá hætt.
14.03.2016 - 08:52
Kaldrananeshreppur: Vertu bless, sveitin mín
Hvernig horfir framtíðin við sveitum landsins. Það er misjafnt eftir því hvar mann ber niður. Glötuð nettenging, slæmar samgöngur, aukin krafa um stærðarhagkvæmni, félagsleg einangrun, erfið nýliðun, ríkisjarðir sem fara í órækt og aldraðir bændur sem geta ekki hugsað sér að bregða búi. Þetta eru nokkur dæmi um vandamál sem plaga þær sveitir landsins sem standa höllum fæti. Samkvæmt upplýsingum frá Búnaðarmálastofu Matvælastofnunar er meðalaldur kúabænda á landsvísu 53 ár en sauðfjárbænda 56 ár.