Færslur: Vesturbakkinn

Ungur Palestínumaður skotinn til bana nærri Ramallah
Ísraelskir hermenn skutu átján ára Palestínumann til bana nærri borginni Ramallah á hernumdu svæði á Vesturbakkanum í kvöld. Annar Palestínumaður særðist alvarlega.
Fjórir Palestínumenn féllu í árás á Vesturbakkanum
Fjórir Palestínumenn féllu í árás ísraelskra öryggissveita á Nablus á Vesturbakka Jórdanar snemma í nótt. Palestínsk stjórnvöld greina frá þessu og segja nítján hafa særst þar af þrír alvarlega.
Palestínskur læknir skotinn til bana á Vesturbakkanum
Tveir Palestínumenn létust af sárum sínum eftir að hafa verið skotnir af ísraelskum hermönnum í borginni Jenin á Vesturbakkanum í dag. Annar þeirra var læknir. Nokkrum klukkustundum síðar skutu ísraelskir hermenn ungan palestínskan mann til bana á Vesturbakkanum, sem var sakaður um að hafa skotið að ísraelsku búsetusvæði.
14.10.2022 - 23:39
Palestínskir unglingar og ísraelskur hermaður létust
Ísraelskur hermaður var skotinn til bana í gærkvöld og þrír til viðbótar særðir í Jerúsalemborg. Fyrr um daginn voru tveir palestínskir unglingar drepnir á vesturbakkanum. Mikil leit stendur enn yfir að árásarmanninum.
Hafa drepið 100 Palestínumenn á hernumdu svæðunum
Átján ára palestínskur piltur var skotinn til bana í Austur-Jerúsalem í dag. Hann er 100. Palestínumaðurinn sem Ísraelar hafa drepið á herteknu svæðunum í Jerúsalem og Vesturbakkanum á þessu ári svo staðfest sé. Mannskæðar árásir Palestínumanna gegn Ísraelum hafa líka verið óvenju margar.
02.10.2022 - 01:21
Gangast næstum við að hafa banað blaðamanni
Ísraelski herinn segir afar líklegt að ísraelskur hermaður hafi skotið fréttamann Al Jazeera til bana á Vesturbakkanum í maí. Lögmaður hersins útilokaði þó að hermaðurinn verði sóttur til saka.
05.09.2022 - 16:55
Minnst níu látin eftir loftárás Ísrael á Gaza
Að minnsta kosti níu voru drepin og tugir særðust í eldflauga- og loftárásum Ísraelshers á Gaza-borg í dag. Samtökin Jihad eða Heilagt stríð segja árásirnar jafngilda því að Ísraelsmenn hafi lýst yfir stríði og að árásunum verði svarað.
05.08.2022 - 18:28
Drápu palestínskan táning á Vesturbakkanum
Ísraelskir hermenn skutu í gær palestínskan táning til bana á Vesturbakkanum. Til átaka kom milli palestínskra mótmælenda og ísraelskra hermanna sem fylgdu gyðingum í pílagrímsför að grafhýsi Jósefs, sonar Jakobs, nærri bænum Nablus á Vesturbakkanum. Auk mótmælanna munu vopnaðir félagar í samtökunum Heilögu stríði hafa setið fyrir pílagrímunum og fylgdarliði þeirra.
Öryggisráðið fordæmir dráp Abu Akleh og vill rannsókn
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti á föstudag yfirlýsingu þar sem ráðið fordæmdir drápið á hinni palestínsk-bandarísku fréttakonu Shireen Abu Akleh einum rómi. Til átaka kom við útför hennar þegar lögregla réðst gegn syrgjendum.
Árásarmanna leitað logandi ljósi í Ísrael
Mikil leit stendur nú yfir í Ísrael að mönnum sem réðust að og myrtu þrjá. Bylgja ofbeldis hefur riðið yfir landið en árásin var gerð meðan Ísraelar fögnuðu stofndægri ríkisins. Þrír fórust og nokkrir særðust alvarlega í árás sem gerð var í ísraelska bænum Elad nærri Tel Aviv í gær.
Blóðug átök á Vesturbakkanum
Ísrelskir hermenn skutu Palestínumann á þrítugsaldri til bana á Vesturbakkanum á föstudagskvöld. Nokkru áður skutu Palestínumenn öryggisvörð í ísraleskri landtökubyggð á Vesturbakkanum til bana. Hermennirnir skutu Palestínumanninn þegar til átaka kom við heimamenn í palestínska bænum Azzun, þar sem hermennirnir voru á höttunum eftir grunuðum manni. Vörðurinn var skotinn undir kvöld á föstudag, við einn af inngöngum hinnar ólöglegu landtökubyggðar Ariel.
Guterres hvetur Ísraela og Palestínumenn til stillingar
Antonio Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna ræddi símleiðis bæði við forsætisráðherra Ísraels og forseta Palestínu um mikilvægi þess að draga úr þeirri vaxandi spennu sem ríkir í Jerúsalem. Guterres heldur til Moskvu og Kyiv þegar eftir helgina.
34 drepin í hrinu ofbeldisverka í Ísrael og Palestínu
Tuttugu Palestínumenn, tólf Ísraelar og tveir Úkraínumenn hafa fallið í valinn í hrinu mannvíga og ofbeldis sem skekið hefur Ísrael og Vesturbakkann síðustu vikur. Fjórtán ára palestínskur piltur var skotinn til bana á miðvikudagskvöld.
Tveir lögreglumenn skotnir til bana í Ísrael
Tveir ísraelskir lögreglumenn voru í dag skotnir til bana í borginni Hadera norðanvert í landinu. Árásarmennirnir féllu fyrir kúlum liðsmanna hryðjuverkasveitar lögreglu.
27.03.2022 - 22:27
Kosningar á vesturbakkanum í dag
Íbúar á vesturbakka Jórdan-fljóts ganga til sveitarstjórnarkosninga í dag. Þetta er önnur umferð kosninganna en sú fyrri fór fram í desember þegar íbúar 154 þorpa á svæðinu kusu sér fulltrúa.
26.03.2022 - 08:20
Byggingu „járnmúrsins“ milli Ísraels og Gaza lokið
Ísraelar hafa lokið smíði og uppsetningu á 65 kílómetra löngum, rammgerðum „járnvegg“ á landamærunum að Gaza. Járnveggurinn er að hluta til neðanjarðar og teygir sig líka í sjó fram. Hann er ekki aðeins úr járni - eða stáli öllu heldur - heldur líka steypu, og er búinn hundruðum myndavéla, hreyfiskynjurum, radar og öðrum hátæknibúnaði. Er honum meðal annars ætlað að koma í veg fyrir að Palestínumenn nái að grafa göng undir landamærin.
08.12.2021 - 04:24
Fyrirhuga fleiri heimili á landtökubyggðum
Mannvirkja- og húsnæðisráðuneyti Ísraels kynnti í gær áætlanir um byggingu 1.355 heimila á Vesturbakkanum. Áætlunin vakti þegar í stað mikla reiði meðal Palestínumanna, friðarsinna og Jórdana. 
Selja hluti sína í fyrirtækjum á landtökubyggðum
Stærsti lífeyrissjóður Noregs, KLP, ætlar að losa sig við hlutafé í sextán fyrirtækjum sem tengjast ísraelskum landtökubyggðum á Vesturbakkanum. Þeirra á meðal er hlutur sjóðsins í fjarskiptarisanum Motorola.
05.07.2021 - 06:59
Palestínumaður skotinn til bana á Vesturbakkanum
Ísraelsher skaut palestínskan mann á þrítugsaldri til bana og særði tvo aðra á Vesturbakkanum í dag. Í yfirslýsingu Ísraelshers segir að herinn hafi gripið inn í átök á milli Palestínumanna og landtökumanna. Skotið hafi verið á mann sem grunaður var um að kasta grunsamlegum hlut sem sprakk nærri hermönnum, segir í yfirlýsingunni. 
Forn biblíuhandrit fundust í Ísrael
Tilkynnt var í Ísrael í morgun að bútar úr bókrollu hefðu fundist við forneifarannsóknir. Rollurnar eru sagðar innihalda tvö þúsund ára gamla Biblíutexta á grísku úr skrifum minni spámannanna tólf.
16.03.2021 - 08:09
Ljósin tendruð á jólatrénu í Betlehem
Mohammad Shtayyeh forsætisráðherra Palestínu tendraði ljósin á jólatrénu við Fæðingarkirkju frelsarans á Jötutorginu í Betlehem í gær. Það gerði hann með fjarstýringu af skrifstofu sinni í Ramallah.
06.12.2020 - 06:17
Palestínskur unglingur skotinn til bana á Vesturbakka
Þrettán ára palestínskur unglingur var skotinn til bana í þorpinu Mughayir norður af Ramallah á vesturbakkanum í dag. Ali Ayman Nasr Abu Aliya varð fyrir byssukúlum ísraelskra hermanna meðan á mótmælum gegn landnámi Ísraela stóð.
04.12.2020 - 23:37
Sádar ekki tilbúnir í diplómatísk tengsl við Ísraela
Yfirvöld í Sádí-Arabíu ætla sér ekki að koma á diplómatískum tengslum við Ísrael fyrr en stjórnvöld þar hafa friðmælst við Palestínumenn.
Sögulegar sættir eða svik við Palestínumenn?
Viðbrögð heimsbyggðarinnar við samkomulagi Ísraela og Sameinuðu arabísku furstadæmanna í gær eru með ýmsum hætti.
Myndskeið
Hafa ekki enn innlimað hluta Vesturbakkans í Ísrael
Yfirvöld í Ísrael hafa ekki enn innlimað hluta Vesturbakkans í Ísrael líkt og til stóð að gera. Palestínskt blaðakona segir að innlimun á stórum hluta svæðisins sé í raun löngu hafin en formleg staðfesting gefi þeim grænt ljós á að flýta öllu ferlinu bregðist alþjóðasamfélagið ekki við.
04.08.2020 - 08:14

Mest lesið