Færslur: Vestur-Afríka

Hvetur til hraðra valdaskipta í þremur Afríkuríkjum
Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hvetur herforingjastjórnirnar í Vestur-Afríkuríkjunum Gíneu, Malí og Búrkína Fasó til að afhenda borgaralegri stjórn öll völd svo fljótt sem verða má.
Sex hermenn féllu í hryðjverkaárás í Níger
Sex hermenn úr stjórnarher Níger féllu í árás suðvestanvert í landinu nærri landamærunum að Búrkína Fasó á fimmtudag. Þetta kom fram í tilkynningu varnarmálaráðuneytis landsins í dag.
Viðhalda refsiaðgerðum gegn Malí
Efnahagsbandalag Vestur-Afríkuríkja tilkynnti í dag að ekki yrði látið af hörðum refsiaðgerðum gegn Malí. Ástæðan eru þær tafir sem orðið hafa á að koma á borgaralegri stjórn í landinu. Herforingjastjórnir í Gíneu og Búrkína Fasó fengu einnig viðvaranir.
26.03.2022 - 01:20
Ró komin á eftir valdaránstilraun í Gíneu-Bissaú
Ró er aftur komin á í Gíneu-Bissaú þar sem valdaránstilraun var gerð í gær. Hópur manna, grár fyrir járnum, ruddist inn í stjórnarráðið og stóðu skotbardagar í fimm klukkutíma. 
02.02.2022 - 12:56
Sjónvarpsfrétt
Sakaðar um galdra og útskúfað úr samfélaginu
Hundruð kvenna í Gana hafa verið sakaðar um galdra og þeim verið útskúfað úr samfélaginu. Mannúðarsamtök reyna að ná fram réttlæti fyrir konurnar en það gengur hægt því meirihluti Ganverja trúir á galdra.  
25.01.2022 - 10:23
Metfjöldi flóttafólks nær landi á Kanaríeyjum
Yfir eitt þúsund flóttamenn frá Afríku hafa náð landi á Kanaríeyjum undanfarna tvo sólarhringa. Annar eins fjöldi flóttafólks hefur ekki sést á eyjunum í meira en áratug.
Malí: Borgarhreyfingar hafna tillögum herstjórnarinnar
Hreyfing borgaralegu aflanna í Malí hefur hafnað tillögum herforingjastjórnarinnar um hvernig staðið skuli að valdaskiptum í landinu.
13.09.2020 - 16:19
Fundað um framtíðarskipan mála í Malí
IIbrahim Boubakar Keita fyrrverandi forseti Malí yfirgaf landið í dag. Jafnframt hófst fjölmenn ráðstefna um framtíðarskipan mála í landinu.
06.09.2020 - 00:26
Umbreyting til borgaralegrar stjórnar rædd í Malí
Herforingjastjórnin sem rændi völdum í Malí í liðnum mánuði, bandamenn hennar og fulltrúar ýmissa hagsmunahópa hyggjast ræða sín í milli í dag. Fundarefnið er loforð herforingjanna um að gefa völd sín eftir til borgaralegra afla í landinu.
05.09.2020 - 04:40
Herforingjar í Malí vilja að herforingjastjórn taki við
Herforingjarnir sem tóku völdin í Malí í síðustu viku hafa boðist til að láta Ibrahim Boubacar Keita forseta lausan. Þeir gera kröfu um að bráðabirgðastjórn hersins sitji í þrjú ár.
24.08.2020 - 00:27
Sendinefnd Samtaka Vestur-Afríku væntanleg til Malí
Fulltrúar Samtaka Vestur-Afríkuríkja eru væntanlegir til Malí á morgun laugardag. Tilgangurinn er sagður vera að koma á stjórnskipulegri reglu í landinu.
21.08.2020 - 15:03