Færslur: Verkfall

Verkfall hefur áhrif á 134 þúsund farþega Lufthansa
Verkfall er hafið hjá 20 þúsund starfsmönnum þýska flugfélagsins Lufthansa sem standa á í ríflega sólarhring. Verkfallið hefur áhrif á ferðalög 134 þúsund flugfarþega en yfir þúsund flugferðum hefur verið aflýst.
Verkfalli lokið: SAS lofar að ráða aftur 450 flugmenn
Samninganefndir skandinavíska flugfélagsins SAS og flugmanna félagsins, undirrituðu loks kjarasamninga skömmu eftir miðnætti, eftir tveggja vikna verkfall sem raskaði ferðaáætlunum yfir 270 þúsund manna. Flugmennirnir segjast hafa náð mörgum mikilvægum kjaramálum í gegn fyrir stéttina.
19.07.2022 - 02:53
Samningar náðust við flugmenn SAS
Fjölmiðlar á Norðurlöndunum skýra frá því að samkomulag hafi náðst í kvöld í deilu flugmanna og flugfélagsins SAS eftir tveggja vikna verkfall. Flugmenn félagsins hafa verið í verkfalli í 15 daga og er verkfall flugmannanna talið hafa kostað félagið um yfir 100 milljónir sænskra króna á dag.
18.07.2022 - 19:47
126 flugferðum SAS aflýst í dag
Kjaraviðræður samninganefnda skandinavíska flugfélagsins SAS og flugmanna félagsins stóðu í alla nótt. Nefndirnar hófu sinn fjórða samningafund í gærmorgun klukkan átta að íslenskum tíma og stóð sá fundur í rúman sólarhring. Lítið virðist þokast í samkomulagsátt í viðræðunum.
17.07.2022 - 06:29
Viðræður við flugmenn SAS dragast fram eftir nóttu
Kjaraviðræður samninganefnda skandinavíska flugfélagsins SAS og flugmanna félagsins standa enn yfir, en þær hófust klukkan átta í morgun að íslenskum tíma. Þetta er fjórði fundur nefndanna á jafn mörgum dögum.
16.07.2022 - 23:29
Enn langt í land í kjaraviðræðum flugmanna SAS
Samningaviðræður flugmanna skandinavíska flugfélagsins SAS og samninganefnda halda áfram klukkan átta í fyrramálið að íslenskum tíma. Samninganefndirnar hafa nú setið langa fundi þrjá daga í röð
16.07.2022 - 02:57
Tókst ekki að semja um kjör flugmanna SAS í gær
Samninganefndum flugfélagsins SAS og stéttarfélags flugmanna tókst ekki að semja um kjarasamninga í viðræðum í gær. Samingaviðræðurnar stóðu til eitt í nótt að sænskum tíma. Þá var ákveðið að taka upp þráðinn að nýju klukkan níu að morgni. Það verður þriðji fundur samninganefndanna.
Halda viðræðum áfram á morgun
Samningar náðust ekki í kjaraviðræðum flugmanna SAS sem hófust á ný eftir nokkurra daga hlé í Stokkhólmi í morgun. Viðræðum verður haldið áfram á morgun.
13.07.2022 - 20:50
Flugmenn og SAS ganga aftur að samningaborðinu á morgun
Flugmenn SAS taka aftur upp samningaviðræður við flugfélagið á morgun. Um 900 flugmenn félagsins frá Danmörku, Noregi og Svíþjóð hafa verið í verkfalli í rúma viku eftir að samningaviðræður þeirra við félagið fór út um þúfurnar í byrjun síðustu viku.
12.07.2022 - 07:42
SAS óskar eftir greiðsluskjóli í Bandaríkjunum
Flugfélagið SAS og dótturfélög þess hafa farið fram á greiðsluskjól í Bandaríkjunum. Félagið hefur tilkynnt stöðuna til kauphallarinnar í Ósló þar sem félagið er skráð á markað. Aðgerðin kemur í kjölfar verkfalls flugmanna félagsins sem hófst í gær.
05.07.2022 - 08:16
Verkfall hafið á norskum olíuborpöllum
Starfsmenn verkalýðsfélagsins Lederne á norskum olíuborpöllum Equinor í Norðursjó hófu verkfall á miðnætti. Equinor hét áður Statoil og Statoil Hydro.
05.07.2022 - 00:17
Flugmenn SAS leggja niður störf
Um níu hundruð danskir, sænskir og norskir flugmenn hjá flugfélaginu SAS leggja niður störf í dag eftir að samningaviðræður þeirra við flugfélagið fóru út um þúfur.
04.07.2022 - 11:21
Verkfalli flugmanna SAS frestað þar til í fyrramálið
Samningaviðræðum milli stjórnenda skandínavíska flugfélagsins SAS og stéttarfélaga flugmanna verður haldið áfram í nótt. Fyrirhuguðu verkfalli flugmannana hefur verið frestað til klukkan ellefu í fyrramálið að staðartíma.
Yfirvofandi verkföll gætu raskað flugi í Evrópu í sumar
Mikið hefur verið um tafir á alþjóðaflugvöllum undanfarið og þúsundir orðið strandaglópar vegna aflýstra flugferða. Starfsfólk fimm stórra flugfélaga í Evrópu hyggst leggja niður störf í sumar, ef því tekst ekki að semja við félögin um kjör sín.
01.07.2022 - 02:59
Flugmenn SAS fresta boðuðu verkfalli um þrjá daga
Flugmenn skandinavíska flugfélagsins SAS hafa frestað boðuðu verkfalli sem átti að hefjast á miðnætti.
29.06.2022 - 02:18
Perúmenn krefjast afsagnar forsetans
Hundruð gengu um götur Líma höfuðborgar Perú í gær og kröfðust afsagnar Pedro Castillo forseta landsins. Stöðugt hækkandi eldsneytisverð er meginástæða mótmælanna.
Franskir kennarar lögðu niður störf
Þúsundir kennara lögðu niður störf í Frakklandi til að mótmæla aðgerðum stjórnvalda við að halda niðri útbreiðslu kórónuveirunnar. Þeir segja að skólastarfið sé í molum og að nemendurnir séu frekar í dagvistun en að stunda nám.
13.01.2022 - 16:09
Starfsmenn Amazon ætla í verkfall á morgun
Starfsmenn vöruhúsa vefverslunarkeðjunnar Amazon í tuttugu löndum ætla að leggja niður störf og mótmæla á morgun. Morgundagurinn er meðal allra stærstu netverslunardaga hvers árs, svokallaður svartur föstudagur.
25.11.2021 - 17:28
Læknaverkfall í Aþenu í sólarhring
Læknar í Aþenu, höfuðborg Grikklands, eru í sólarhringsverkfalli til að mótmæla skorti á starfsfólki og fleira. Stéttarfélög heilbrigðisstarfsfólks hafa lýst sig andvíg fyrirhuguðum breytingum á starfskjörum þess, líkt og stjórnvöld hafa kynnt.
21.10.2021 - 16:06
Þingið endar 70 daga verkfall danskra hjúkrunarfræðinga
Lengstu kjaradeilu hjúkrunarfræðinga í Danmörku er lokið með inngripi Þjóðþingsins. Alls varði verkfallið í 10 vikur og náði til 10 prósenta danskra hjúkrunarfræðinga.
27.08.2021 - 12:15
Enn langt í land - Fimm tíma vinnustöðvun á þriðjudag
Félag íslenskra flugumferðarstjóra hefur boðað til vinnustöðvunar eftir viku. Samninganefnd félagsins og fulltrúar Isavia hafa haldið fundi hjá ríkissáttasemjara án árangurs. Arnar Hjálmsson, formaður félagsins, segir að enn beri mikið á milli í deilunni
24.08.2021 - 14:00
Flugumferðarstjórar í verkfall í næstu viku
Félag íslenskra flugumferðarstjóra hefur boðað til verkfalls frá og með þriðjudeginum 31. ágúst. Fundi samninganefndar félagsins með fulltrúum Isavia var slitið á tólfta tímanum í kvöld, en hann hófst klukkan 13.
24.08.2021 - 00:41
Verkfall þúsunda danskra hjúkrunarfræðinga varir enn
Verkfall 10 prósenta danskra hjúkrunarfræðinga hefur nú varaði í átta vikur eða 52 daga, og engin lausn á deilunni í sjónmáli. Mögulegt er að digur verkfallssjóður sé við að klárast sem gæti dregið hjúkrunarfræðinga að samningaborði. Ríkisstjórnin vill ekki hafa afskipti af verkfallinu.
Danskir hjúkrunarfræðingar tilbúnir í langt verkfall
Allt stefnir í að á sjötta þúsund danskra hjúkrunarfræðinga fari í verkfall næstkomandi laugardag.Talið er mögulegt að verkfallið dragist á langinn og því er hart lagt að stjórnmálamönnum að láta það ekki gerast.
Blaðamenn í verkfall eftir hótanir um starfsmissi
Blaðamenn við bandaríska tímaritið Washingtonian lögðu niður störf í dag eftir að framkvæmdastjóri blaðsins sagði störf þeirra geta verið í hættu sneru þeir ekki aftur á ritstjórnina. Margir blaðamenn hafa unnið störf sín að heiman á tímum kórónuveirufaraldursins.
07.05.2021 - 21:34