Færslur: Verkfall

Erfitt að halda áfram að skima án hjúkrunarfræðinga
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að án hjúkrunarfræðinga verði mjög erfitt að halda áfram skimun fyrir kórónuveirunni. Ótímabundið verkfall hjúkrunarfræðinga hefst í fyrramálið klukkan átta, ef ekki nást samningar fyrir þann tíma.  
Efling og sveitarfélögin funda í dag
Efling og Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga funda hjá Ríkissáttasemjara klukkan tíu í dag. Síðast var fundað á fimmtudagskvöld í þrjár klukkustundir án árangurs.
Lestin
Verkfall og sjálfræði Britney Spears
12 ár eru liðin frá því að Britney Spears var svipt lögræði. Hún þykir ekki hæf til að taka grundvallarákvarðanir um eigið líf og fjárhag: hefur hvorki sjálfræði né fjárræði. Því hafa faðir hennar og lögfræðingur verið lögráðamenn hennar og tekið bæði stórar og smáar ákvarðanir fyrir hennar hönd.
02.04.2020 - 10:03
Verkfall Eflingar heldur áfram á morgun
Ekki náðust samningar á fundi Eflingar og fulltrúa sveitarfélaganna hjá Ríkissáttasemjara í dag. Fundurinn hófst klukkan 14 og stóð í um klukkustund. Boðað hefur verið til fundar eftir hádegi á morgun. Ótímabundið verkfall félaga Eflingar sem starfa hjá nokkrum sveitarfélögum hófst á mánudag og stendur enn.
Félagsmenn Sameykis fá líka viðbótarhækkun Eflingar
Félagsmenn Sameykis fá sömu viðbótarhækkanir og þær sem Efling samdi um í nótt. Þetta segir formaður samninganefndar Reykjavíkurborgar. Viðbótarhækkunin nemur 15 þúsund krónum í lægstu launaflokkunum.
10.03.2020 - 15:46
Myndskeið
Í góðu samræmi við það sem Eflingu var boðið áður
Samninganefnd Eflingar og Reykjavíkurborgar klappaði á táknmáli þegar hún skrifaði undir kjarasamning í nótt. Hjá Ríkissáttasemjara eins og annars staðar er breytt verklag vegna COVID-19 faraldursins. Borgarstjóri segir samninginn í góðu samræmi við það sem borgin hafði boðið Eflingu áður.
10.03.2020 - 10:26
Öll mötuneyti í grunnskólum Kópavogs nema eitt lokuð
Flestir matráðar grunnskóla Kópavogs eru í Eflingu, því eru öll mötuneyti lokuð nema í Smáraskóla. Flest grunnskólabörn í Kópavogi þurfa að koma með nesti að heiman á meðan verkfallið stendur yfir. Þá hefur verkfallið áhrif á ræstingar í bæði leik- og grunnskólum.
10.03.2020 - 08:30
Tekist á um lögmæti verkfalls
Samtök atvinnulífsins (SA) fara fram á að fyrirhugað samúðarverkfall starfsmanna Eflingar hjá Samtökum sjálfstæðra skóla (SSSK) verði úrskurðað ólögmætt. Með því séu starfsmenn hjá SSSK orðnir beinir þátttakendur í verkfalli smeð það að markmiði að bæta eigin kjör.
03.03.2020 - 18:38
Efling gerir borgarstjóra tilboð
Efling hefur boðist til að fresta verkfallsaðgerðum í tvo sólarhringa gegn því að borgin samþykki hækkun grunnlauna Eflingarfélaga hækki á bilinu 100 til 110 þúsund krónur á mánuði.
03.03.2020 - 11:42
Eiga von á fundarboði í dag
Ekki hefur enn verið boðað til fundar í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar en samningsaðilar eiga þó von á því að það verði gert í dag, enda hafa báðir samningsaðilar lýst yfir vilja til að setjast aftur að samningaborðinu.
25.02.2020 - 08:09
Undanþágur fyrir viðkvæmustu þjónustuna
Sviðsstjórar velferðarsviðs og skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar lýsa áhyggjum af áhrifum verkfalls Eflingar á starfsemi skóla og velferðarþjónustu.
17.02.2020 - 19:31
Boðað til fundar í fyrramálið
Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar í fyrramálið.
17.02.2020 - 17:14
Verkfallsbrot og börn heima á föstudag
Verkfallsverðir Eflingar ætla að tilkynna eitt verkfallsbrot frá því í morgun til Reykjavíkurborgar. Búast má við að skólahad í grunnskólum borgarinnar raskist á föstudaginn þótt verkfalli ljúki annað kvöld. Í Grandaskóla til dæmis fellur kennsla niður hjá flestum árgöngum því skólastofur hafa ekki verið þrifnar.
12.02.2020 - 12:39
Bæjarstarfsmenn vilja grípa til aðgerða
Bæjarstarfsmenn eru tilbúnir til að fara í verkfallsaðgerðir. Þetta er niðurstaða landsfundar stéttarfélaga bæjarstarfsmanna. Öll aðildarfélög BSRB funda í dag og ræða næstu skref.
06.02.2020 - 12:48
Sólarhringsverkfall: Engin baðþjónusta og lítið þrifið
Sáttafundur Eflingar og borgarinnar í dag var stuttur og árangurslaus, því brestur á sólarhings verkfall á miðnætti. Á þeim tíma er öryggi vistmanna ekki ógnað, segir forstöðumaður. 
05.02.2020 - 19:15
„Ber svolítið á milli“ borgarinnar og Eflingar
Harpa Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Reykjavíkurborgar segir kröfur Eflingar aldrei ná fram að ganga, til dæmis gagnvart lærðum leikskólakennurum. Ef ekki semst á sáttafundi í dag, brestur á sólarhrings verkfall á miðnætti.
05.02.2020 - 14:19
Myndskeið
3500 börn heim í hádeginu
Um eitt þúsund og átta hundruð starfsmenn Eflingar hjá Reykjavíkurborg leggja niður störf á morgun. Veruleg röskun verður á starfsemi leikskóla borgarinnar og verða um þrjú þúsund og fimm hundruð börn send heim í hádeginu.
03.02.2020 - 19:46
Hópar leikskólabarna þurfa að vera heima
Verkfall félagsmanna í Eflingu mun hafa veruleg áhrif á starfsemi leikskóla Reykjavíkurborgar. Ljóst er að hópar barna munu þurfa að verða heima þá daga sem verkfallið stendur yfir.
31.01.2020 - 15:02
Fundur BÍ og SA stendur enn – Félagsdómur starfar
Samningafundur í deilu Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins stendur enn hjá ríkissáttasemjara, en fundurinn hófst klukkan hálf tvö. Takist ekki samningar fara félagsmenn Blaðamannafélagsins á vefmiðlunum Mbl.is, Fréttablaðið, Vísir og RÚV í verkfall, sem og ljósmyndarar og myndatökumenn þessara miðla sem eru í félaginu.
14.11.2019 - 18:10
SA og BÍ greinir á um framkvæmd verkfalls blaðamanna
Í dag hefst fyrsta verkfall blaðamanna síðan árið 1978. Fréttamenn á vefmiðlum, ljósmyndarar og myndatökumenn Ríkisútvarpsins, Fréttablaðsins, Morgunblaðsins og Sýnar, sem eru í Blaðamannafélagi Íslands, leggja niður störf í fjórar klukkustundir frá klukkan 10 í dag. Blaðamannafélagið og Samtök atvinnulífsins, sem fer með samningsumboð miðlanna, greinir á um framkvæmd verkfallsins.
Myndband
Víðtæk verkföll samgöngustarfsmanna í París
Ófremdarástand skapaðist í París í dag vegna víðtækra verkfalla fólks sem starfar við almenningssamgöngur. Verkföllin eru vegna umdeildra breytinga Emmanuels Macron Frakklandsforseta á lífeyrisréttindum.
13.09.2019 - 22:15
Myndskeið
Auka framlög um milljarða í fjármálaáætlun
Fjárframlög til samgöngu-, nýsköpunar- og velferðarmála verða aukin um marga milljarða á næstu árum samkvæmt nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Markmið nást um að reka ríkissjóð með góðum afgangi og að halda áfram að greiða skuldir, segir fjármálaráðherra. Óvissa um þróun á flugmarkaði og niðurstöður kjaraviðræðna getur þó sett strik í reikninginn.
23.03.2019 - 19:39
Stjórnandinn ók rútu og segir tapið mikið
Ferðaþjónustufyrirtækin sem verkfallið náði til voru í hægagangi í dag. Tapið er mikið fyrir ferðaþjónustuna, segir stjórnarformaður Gray Line, sem sjálfur ók flugrútunni til og frá Keflavíkurflugvelli í dag.
22.03.2019 - 19:33
Myndskeið
„Þeir eru mjög kurteisir og við á móti“
Guðmundur Jónatan Baldursson, stjórnarmaður í Eflingu og rútubílstjóri, segir verkfallsvörðum vel tekið í þeim fyrirtækjum sem heimsótt voru í morgun. Bílstjórar vilja ekki vera í þessari stöðu, frekar en atvinnurekendur.
22.03.2019 - 14:05
Sáttafundur stendur enn – verkföll á miðnætti
Sáttafundur Samtaka atvinnulífsins og Eflingar, VR, verkalýðsfélaganna á Húsavík, Grindavík og Akranesi stendur enn. Fundurinn hófst klukkan 10 og nú er búist við að fundurinn standi fram á kvöld.
21.03.2019 - 17:41